Færsluflokkur: Lífstíll

Tíkin Hekla Panda tekur að sér kettlinginn Tuma Tæger Djóns

Hér kemur smá saga af tíkinni Heklu Pöndu, sem að er löghlíðin tík og býr í Eldstó Café á Hvolsvelli. Hún hefur hingað til átt miður góða reynslu af köttunum í þorpinu, sem að eiga það til að stökkva út úr eitthverju limgerðinu og ráðast á hana með...

Allt gengur vel í Eldstó, þægileg traffík og gestirnir ánægðir !

Það er búin að vera góður gangur þessa fyrstu daga í júní og greinilegt að fólk veit orðið um okkur hér í sveitinni, en mér finnst Hvolsvöllur vera sveit, enda alin upp í Borginni. Systir mín María kom til að vera hjá okkur í sumar og kann orðið á þetta...

Eldstó Café opnaði á laugardaginn, allt fór vel í gang og góð tilfynning fyrir sumrinu!

Nú er bara virkilega gott að hefjast handa inn í sumarið með bros á vör og Jesú í hjartanu. Ég vaknaði árla morguns og fór niður, setti í brauðvél, bjó til hollustudrykk í blandarnum og átti góða stund með manninum mínum, grænu te og Jesú í morgunsárið....

Væn Kona!

Verkin lofa væna konu 10 Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur. (Hún er dýrmæt) 11 Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist. (Hún er traust og blessun fyrir manninn sinn) 12 Hún gjörir honum gott og...

Kvennamót í Kirkjulækjarkoti!

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að geta farið á Kotmót, sniðið að þörfum kvenna. Ég hlakka virkilega til og vænti þess að Guðs Heilagi Andi mæti í allri sinni dýrð. Það eru forréttindi að fá að taka frá tíma og dvelja í nærveru þess Guðs sem að skapaði...

Fylling Andans

Fyllti mitt hjarta af friði sínum, fegurð, dýrð og sannleika. Sem daggir drjúpa perlur augans, djúpt, djúpt, hann sér minn veikleika. Samt mig kallar og talar til mín, tekur burt allt sem særir mig. Í fullkomleika flæddi Orðið, fylling Andans mig...

Að fylgja Kristi!

Ég hef valið það að fylgja Jesú Kristi og reyndar er það svo, að það er sú játning sem að menn játa í fermingunni, að gera Jesú Krist að lausnara síns lífs og fylgja honum. Ég man það alveg enn hvernig mér leið, þegar að ég fór með þessa játningu í...

Að lifa í Guðs heilaga friði!

Ég þarf svo á friði Guðs að halda. Án hans friðar eru spor mín reikul og hugur minn án staðfestu. Án hans friðar sjást gallar mínir, brestir sem að ég er ekki stolt af og ég er án Kærleika Guðs. Ég finn mig ekki eins færa um að gefa af mér og upplifi...

Sálmur 145, Davíðs - lofsöngur

Ég vil vegsama þig, ó Guð minn, þú konungur, og prísa nafn þitt um aldur og ævi. 2 Á hverjum degi vil ég prísa þig og lofa nafn þitt um aldur og ævi. 3 Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur, mikilleikur hans er órannsakanlegur. 4 Ein kynslóðin vegsamar...

Jesús segir: " ÉG ER SANNLEIKURINN, VEGURINN OG LÍFIÐ, engin kemur til FÖÐURINS nema fyrir mig."

"Enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig". Enn og aftur sannast það, hve Orð Drottins er djúpt og fullt af opinberun. Eins og nýtt ferskt lindarvatn dag hvern. Hversu oft hef ég ekki lesið og heyrt þessi orð Krist, en samt ekki meðtekið nema hluta...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband