Sálmur 145, Davíðs - lofsöngur

Ég vil vegsama þig, ó Guð minn, þú konungur,
og prísa nafn þitt um aldur og ævi.
2 Á hverjum degi vil ég prísa þig
og lofa nafn þitt um aldur og ævi.
3 Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur,
mikilleikur hans er órannsakanlegur.
4 Ein kynslóðin vegsamar verk þín fyrir annarri
og kunngjörir máttarverk þín.
5 Þær segja frá tign og dýrð vegsemdar þinnar:
"Ég vil syngja um dásemdir þínar."
6 Og um mátt ógnarverka þinna tala þær:
"Ég vil segja frá stórvirkjum þínum."
7 Þær minna á þína miklu gæsku
og fagna yfir réttlæti þínu.
8 Náðugur og miskunnsamur er Drottinn,
þolinmóður og mjög gæskuríkur.
9 Drottinn er öllum góður,
og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar.
10 Öll sköpun þín lofar þig, Drottinn,
og dýrkendur þínir prísa þig.
11 Þeir tala um dýrð konungdóms þíns,
segja frá veldi þínu.
12 Þeir kunngjöra mönnum veldi þitt,
hina dýrlegu tign konungdóms þíns.
13 Konungdómur þinn er konungdómur um allar aldir
og ríki þitt stendur frá kyni til kyns.
Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínum
og miskunnsamur í öllum verkum sínum.
14 Drottinn styður alla þá, er ætla að hníga,
og reisir upp alla niðurbeygða.
15 Allra augu vona á þig,
og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma.
16 Þú lýkur upp hendi þinni
og seður allt sem lifir með blessun.
17 Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum
og miskunnsamur í öllum sínum verkum.
18 Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann,
öllum sem ákalla hann í einlægni.
19 Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast hann,
og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.
20 Drottinn varðveitir alla þá er elska hann,
en útrýmir öllum níðingum.
21 Munnur minn skal mæla orðstír Drottins,
allt hold vegsami hans heilaga nafn um aldur og ævi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

139-143 eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Takk fyrir þessa færslu.Guð blessi þig.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:55

2 identicon

Fallegt, af þér, að birta okkur þetta.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 04:01

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.

Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.

Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Að óttast Drottinn er ekki hræðsluáróður, heldur lotningin og virðing fyrir mikilleik hans, hann er heilagur og almáttugur, ekkert fær staðist fyrir hans augliti. Engu síður er hann "Kærleikurinn" og uppspretta alls góðs.

Maðurinn er skapaður til samfélags við Guð sinn, en maðurinn er ekki Guð. Maðurinn þarf á Guði að halda til að vera uppfylltur og hamingjusamur, til að eiga frið í sál sinni. Guðlaus maður er veglaus maður, tíndur og án tilgangs. Allt verður eftirsókn eftir vindi.

 Maðurinn er dýrleg sköpun Guðs, en ef maðurinn þekkir ekki Skapara sinn, þá leitar hann þrotlaust af hamingjunni. Jesús sagðist koma til að leysa, lækna og frelsa, hann sagðist koma til að gefa okkur sinn frið, frið sem er ólíkur öllu öðru sem að við þekkjum. Friður Guðs hefur allt Guðs Ríkið innifalið í sér. 

G.Helga Ingadóttir, 22.12.2007 kl. 21:49

5 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

 

Kv Sigríður

Sigríður Jónsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:12

6 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Kæra ég og Hrefna Guðnadóttir óskum þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Skilaðu jólakveðju til Þórs frá okkur. Sjáumst í næsta afmæli.

Svanur Heiðar Hauksson, 24.12.2007 kl. 08:02

7 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Þetta átti að vera kæra Helga!

Svanur Heiðar Hauksson, 24.12.2007 kl. 08:03

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband