Væn Kona!

Verkin lofa væna konu

10 Væna konu, hver hlýtur hana?

hún er miklu meira virði en perlur. (Hún er dýrmæt)

11 Hjarta manns hennar treystir henni,

og ekki vantar að honum fénist. (Hún er traust og blessun fyrir manninn sinn)

12 Hún gjörir honum gott og ekkert illt

alla ævidaga sína. (Hún ber umhyggju og ást til mannsins sín)

13 Hún sér um ull og hör

og vinnur fúslega með höndum sínum. (Hún er kraft mikil og dugleg)

14 Hún er eins og kaupförin,

sækir björgina langt að. (Hún er í busnes)

15 Hún fer á fætur fyrir dag,

skammtar heimilisfólki sínu

og segir þernum sínum fyrir verkum. (hún er með fólk í vinnu og nýtir stundirnar vel)

16 Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, (Hún kaupir lönd og selur)

af ávexti handa sinna plantar hún víngarð. (Hún nýtur uppskeru sinnar vinnu og útsjónarsemi, hefur visku til að nýta landið)

17 Hún gyrðir lendar sínar krafti

og tekur sterklega til armleggjunum.

18 Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm,

á lampa hennar slokknar eigi um nætur.

19 Hún réttir út hendurnar eftir rokknum,

og fingur hennar grípa snælduna. (Hún er vinnusöm og gengur með krafti og gleði til verka)

20 Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda

og réttir út hendurnar móti hinum snauða. (Hún er gjafmild og gæskurík)

21 Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói,

því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. (Hún er óttalaus og blessuð af Guði, það sést á börnum hennar og öðru heimilisfólki)

22 Hún býr sér til ábreiður,

klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura. (Hún er vel til höfð)

23 Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum,

þá er hann situr með öldungum landsins. (Maður hennar nýtur virðingar, vegna hennar, hún er hans blessun og bakhjarl)

24 Hún býr til skyrtur og selur þær,

og kaupmanninum fær hún belti. (Hún framleiðir og selur)

25 Kraftur og tign er klæðnaður hennar,

og hún hlær að komandi degi. (Hún er óttalaus og treystir Guði)

26 Hún opnar munninn með speki,

og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. (Hún er mild og full af visku)

27 Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar,

og etur ekki letinnar brauð. (Hún er forstjóri á sínu heimili og er fyrirmynd)

28 Synir hennar ganga fram og segja hana sæla,

maður hennar gengur fram og hrósar henni: (Hún nýtur aðdáunnar og trausts)

29 "Margar konur hafa sýnt dugnað,

en þú tekur þeim öllum fram!" (Maður hennar metur hana mikils og dáist af henni)

30 Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull,

en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.

31 Gefið henni af ávexti handa hennar,

og verk hennar skulu lofa hana í borgarhliðunum. (Hún er þekkt, jafnvel þjóðþekkt, vegna sinna verka og þeirra ávaxta sem að hún hefur öðlast í lífinu)

 

Þetta er kona sem að elskar Drottinn Guð sinn og leitast við að lifa sínu lífi undir hans handleiðslu og stjórn. Guð blessar alla þá sem að hann elska, samkvæmt sínu fyrirheiti. Guð er ekki maður að hann ljúgi. 

Þetta er mitt háleita markmið, að vera sú kona sem að óttast ( ótti - sama og lotning og virðing) Drottin og ég veit að án Drottins og hans Heilaga Anda, get ég ekki uppfyllt það. en náð hans nægir mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Þetta er 31.kafli í Orðskviðunum, gleymdi að taka það fram.

G.Helga Ingadóttir, 3.5.2008 kl. 11:28

2 identicon

Frábær lesning takk fyrir þetta.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 11:49

3 identicon

Sæl Guðrún Helga. 

Athyggliverð lesning og skýringar góðar.

Njóttu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábært! Ég vildi óska þess að  stjórnmálakonurnar okkar væru sannkristnar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 13:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig GHelga mín. Þú ert frábær kona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir að koma við og knús til ykkar allra!

G.Helga Ingadóttir, 7.5.2008 kl. 09:11

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Varstu nokkuð að skrifa þessa færslu fyrir mig en ég er á lausu.

Mikið væri gaman að koma á Kotmót í sumar og fá að hitta þig

Guð blessi þig og varðveit.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 08:38

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Kannaðistu við sjálfa þig Rósa mín. Jú, ég er ekki uppi á móti, en mjög margir koma á kaffihúsið til okkar þá, hlakka til að hitta þig þá!

G.Helga Ingadóttir, 13.5.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband