Kvennamót í Kirkjulækjarkoti!

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að geta farið á Kotmót, sniðið að þörfum kvenna. Ég hlakka virkilega til og vænti þess að Guðs Heilagi Andi mæti í allri sinni dýrð. 

Það eru forréttindi að fá að taka frá tíma og dvelja í nærveru þess Guðs sem að skapaði mig, þekkir mig, veit allt um mig og mínar þarfir, já veit hvernig ég virka best.

Í þau tæpu 17 ár sem að ég hef gengið með Guði, með Jesú, með Heilögum Anda hef ég farið ca 8 - 10 sinnum á kvennamót, ekki alveg á hreinu hversu oft. Alltaf hefur það blessað mig upp úr skónum, já verið alveg einstök upplifun.

Ég veit það af fenginni reynslu að ekkert er betra en nærvera Guðs, ekkert jafnast á við hans Heilaga Anda, kærleika hans og kraft, ástríðu hans og huggun. Það er enginn sem Jesús, hann er yndislegur á allan hátt. Þetta veit sá sem hefur kynnst honum persónulega og nærvera hans er betri en nokkur víma. Enda segir í Orðinu, drekkið yður ekki drukkna af víni, fyllist heldur af Andanum ... (Heilögum Anda).

 

Framundan er sumarið með öllum sínum erli hér í Eldstó Café og fyrir mig er frábært að fá þessa innspýtingu frá Drottni, þennan kraft og gleði sem að ég þarf svo sannarlega á að halda inn í sumarið. Í sjálfri mér er ég ekkert, en í honum megna ég allt.

 

Kvennamótið í Kirkjulækjarkoti hefur verið opið öllum konum, ekki einungis þeim konum sem að eru skráðar í söfnuðinn. Enda koma konur allstaðar að á landinu og úr fleiri en einum söfnuði, einnig úr þjóðkirkjunni. Við eru eitt í Kristi, söfnuðirnir eru einungis mismunandi heimili, en öll erum við Krists, sem höfum meðtekið hans hjálpræði og trúum á hann. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún Helga.

Njóttu helgarinnar ásamt trúsystrum þínum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 07:24

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl bæði Helga og Þórarinn.

Þórarinn heldurðu að það hefði verið ljúft fyrir þig að fá að vera með öllum stelpunum þarna?

Helga mín, ég trúi því að þú hafir notið þess að vera á Kvennamóti.

                                                               Tantrum

Guðs blessun/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 2.5.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Vá hvað þetta hefur verið yndislegt

Ég bíð spennt eftir ávöxtum meðal þjóðarinnar af  allri þeirri blessun sem kristnir eru að upplifa

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.5.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband