Allt gengur vel í Eldstó, þægileg traffík og gestirnir ánægðir !

kaffistofa og verslunÞað er búin að vera góður gangur þessa fyrstu daga í júní og greinilegt að fólk veit orðið um okkur hér í sveitinni, en mér finnst Hvolsvöllur vera sveit, enda alin upp í Borginni. Systir mín María kom til að vera hjá okkur í sumar og kann orðið á þetta allt, enda í þriðja sinn sem að hún er hjá okkur í Eldstó við störf. Mig vantar samt að fá manneskju á kaffibarinn í júlí og ágúst, því að þá er traffíkin orðin það mikil, að ekki dugum bara við systurnar til að þjóna gestunum.

Ég er sátt við hvernig þetta hefur allt þróast og finnst í rauninni ótrúlegt hvers ég er megnug, þá meina ég að hafa farið út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Ég kunni þetta ekkert og hef þurft að læra allt jafn óðum, en veit það nú að geta mín er miklu meiri en ég vissi. Þannig er það örugglega með flesta, það eru bara ekki allir sem að þora að prófa vængina og láta reyna á þá.

Ég er ekki að segja að minn draumur hafi endilega verið þessi, heldur fæddist þessi hugmynd svona af einhverslags hughrifum sem að ég varð fyrir í hjólaferð um Skotland fyrir u.þ.b. 14 árum. Allir litlu krúttlegu kaffibarirnir í sveitaþorpum Skotlands og þessi heimilislega umgjörð sem var þeirra yfirbragð. Skoskar skonsur og haggís !

Mér fannst að þetta vantaði á Íslandi og sá fyrir mér kaffihús í sveitinni við þjóðveginn með leirmunum eftir Þór. Þá hafið ég aldrei unnið í leir, heldur einungis í myndlist. Síðan leiddist þetta svona bara að ég fór að mála á leirinn og fann að leirinn var heillandi efniviður til að vinna með. 

Að fá að vinna í tónlist, myndlist og reka lítið fjölskyldufyrirtæki eru forréttindi sem að okkur hlotnuðust á þann hátt sem leiddi svona bara eitt af öðru, leiðir sem lokuðust og tækifæri sem að opnuðust. Opinn hugur og áræðni með skynsemi og varkárni að vopni og bæn til Drottins um handleiðslu, er uppskriftin. 

 

Ég bíð alla velkoma í Eldstó Café í sumar og hlakka til að sjá ykkur öll ! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er frábær staður sem þú átt þarna.Komum örugglega í sumar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Vertu velkomin og þitt fólk. Takk fyrir hlýleg orð í okkar garð. Guð blessi þig !

G.Helga Ingadóttir, 17.6.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er eitt sem er alveg öruggt G.Helga mín, ef ég á leið þarna um í sumar, kem ég við og kíki á þig.  Knús elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 09:49

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Helga mín.

Þetta er alveg magnað og vonandi kem ég á Njáluslóðir fyrr heldur en seinna. Langt síðan síðast.

Guð veri með ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband