Tíkin Hekla Panda tekur að sér kettlinginn Tuma Tæger Djóns

Hekla Panda og Tumi Tiger Jhons � j�l� 2008 006Hér kemur smá saga af tíkinni Heklu Pöndu, sem að er löghlíðin tík og býr í Eldstó Café á Hvolsvelli. Hún hefur hingað til átt miður góða reynslu af köttunum í þorpinu, sem að eiga það til að stökkva út úr eitthverju limgerðinu og ráðast á hana með kjafti og klóm, þar sem að hún er í sakleysi sínu á gangi með eiganda sínum.

Hekla Panda hefur aldrei átt hvolpa, enda ung að árum, verður 3ja ára 15.nóv. næstkomandi. Hún vill vera allra vinur og elskar bæði önnur dýr og menn. Myndi sjálfsagt falla á varðhundsprófinu, hvað varðar það að fæla burtu ræningja, enda segir hún að það sé ljótt að fara í mann-og dýrgreinarálit.

En Hekla Panda hefur nú allveg splúnkunýtt hlutverk, hún er nefnilega orðin mamma, án þess að hafa komið nálægt öðrum hundi og átt við hann mök. Afkvæmið er að vísu ekki eingetið og ekki var það glasafrjóvgun, en engu síður er þetta staðreynd. Hekla Panda hefur nefninnilega tekið að sér kettlinginn hann Tuma Tæger Djóns, en hann er víst frændi hans Indíana Djóns, með blóð eldhuga í æðum.

Að vísu er Tumi Tæger Djóns ekki nema 2ja og hálfs mánaða, en honum finnst hann sjálfur vera mjög kúl. En hann er stundum svolítið þreyttur og lítill í sér og þá fær hann að sjúga stóran og góðan spena hjá henni Heklu Pöndu mömmu, sem þvær honum vel og rækilega bak við eyrum og á öðrum óæðri stöðum sem að ekki verða nefndir hér.

Hekla Panda fær 10+ í einkunn fyrir umhyggju og elsku til Tuma síns og lætur sig engu varða hvernig reynsla hennar af öðrum köttum er. Hann Tumi Tæger Djóns er sko fullkominn í hennar augum.

Tumi � spenaÞað er svo notalegt að fá sér að drekka af spena,  verst hvað hún mamma er alltaf að þvo mér.

� spena hj� m�mmuumm ...
hvað þetta er gott og yndislega róandi !

 

 

 

 

 

Leikur vi� hvern sinn fingur   Tveir vinir  

 

 

 

 

 

 



Það er svo gott að vera hjá henni mömmu !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Rosalega er þetta krúttlegt.

Sigrún Óskars, 16.7.2008 kl. 22:50

2 identicon

Yndisleg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín, en hvað þetta er falleg færsla og full af kærleika.  Og þau "mæðgin" eru svo flott og cool flott nafn Tumi Tiger Jones heheheeh....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Dásamlegt og mikið er hann Tumi Tæger Djóns líkur henni Pöllu minni sem dó af slysförum í fyrrasumar.

Vilborg Traustadóttir, 18.7.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Helga mín.

Þú hefur aðeins mátt vera að því að líta uppúr öllum verkunum og komið með skemmtilega bloggfærslu.

Alltaf skemmtilegt að sjá dýr af ólíkum tegundum verða vinir eins og Hekla Panda og Tumi Tæger Djóns.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, en það er ekki oft sem að ég kemst í tölvuna, alltaf á hlaupum. Lífið er samt gott og takk fyrir að koma við á síðunni minni, Guð blessi ykkur !

G.Helga Ingadóttir, 20.7.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Flottar myndir! Hundavænir kettir, það er málið. Bestu kveðjur!

Guðrún Markúsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:44

8 Smámynd: Linda

YNDISLEGT með einu orði sagt.

Linda, 25.7.2008 kl. 13:52

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

sæl Helga.  Alveg er það merkilegt hvað dýrin eru yndisleg.  Á sjálf 2 hunda og eina kisu,   elska dýr. kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.8.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband