Ég horfi álengdar á

Nú eru við að ganga inn í þa tíma, sem að í Biblíunni er spáð um, sem tákn síðustu tíma.

Mattheusarguðsspjall


Skelfist ekki

24
1Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins. 2Hann sagði við þá: "Þér sjáið allt þetta? Sannlega segi ég yður, hér mun ekki eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn."

3Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?"

4Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.

9Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. 10Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. 11Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. 12Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. 13En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. 14Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

Lúkasarguðsspjall kafli 21


Vakið og biðjið

34Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður 35eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. 36Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."

 Jóhannesarguðsspjall 7.kafli

Lækir lifandi vatns

37Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: "Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. 38Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir." 39Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn.

8.kafli

Jesús, ljós heimsins

12Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: "Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins."

 

Líkingin um hirðinn

10
1"Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem kemur ekki um dyrnar inn í sauðabyrgið, heldur fer yfir annars staðar, hann er þjófur og ræningi, 2en sá sem kemur inn um dyrnar, er hirðir sauðanna. 3Dyravörðurinn lýkur upp fyrir honum, og sauðirnir heyra raust hans, og hann kallar á sína sauði með nafni og leiðir þá út. 4Þegar hann hefur látið út alla sauði sína, fer hann á undan þeim, og þeir fylgja honum, af því að þeir þekkja raust hans. 5En ókunnugum fylgja þeir ekki, heldur flýja frá honum, því þeir þekkja ekki raust ókunnugra."

6Þessa líkingu sagði Jesús þeim. En þeir skildu ekki hvað það þýddi, sem hann var að tala við þá.


Jesús, góði hirðirinn

7Því sagði Jesús aftur: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. 8Allir þeir, sem á undan mér komu, eru þjófar og ræningjar, enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. 9Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. 10Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.

11Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. 12Leiguliðinn, sem hvorki er hirðir né sjálfur á sauðina, sér úlfinn koma og yfirgefur sauðina og flýr, og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. 13Enda er hann leiguliði og lætur sér ekki annt um sauðina. 14Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig, 15eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. 16Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir. 17Fyrir því elskar faðirinn mig, að ég legg líf mitt í sölurnar, svo að ég fái það aftur. 18Enginn tekur það frá mér, heldur legg ég það sjálfur í sölurnar. Ég hef vald til að leggja það í sölurnar og vald til að taka það aftur. Þessa skipan fékk ég frá föður mínum."

 

Ég vaki og bið Drottinn minn um náð til að heyra hans röddu og fylla mig af kærleika sínum, svo að ég megi elska aðra til lífs. Ég óttast ekki menn sem að geta ekkert gert mér umfram þetta líf hér, en beygi mig undir Guðs voldugu hönd sem að allt vald hefur í þessum heimi og hinum komandi. Guð blessi þig sem þetta lest og megi þín sálarsjón opnast fyrir hinum elskandi Guði sem að þig skóp.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæra trúsystir.

Við erum lánsamar að eiga Guð almáttugan sem föður.

Vona að margir lesi þennan pistil.

Takk fyrir pistilinn sem segir okkur um hvað sé í vændum.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:12

2 identicon

Takk fyrir þetta.Guð blessi þig og þína

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:43

3 identicon

Sæl Guðrún Helga.

Ég þakka þér fyrir að birta þetta,ef ekki nú hvenær þá ?

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband