Að lifa í Guðs heilaga friði!

Ég þarf svo á friði Guðs að halda. Án hans friðar eru spor mín reikul og hugur minn án staðfestu. Án hans friðar sjást gallar mínir, brestir sem að ég er ekki stolt af og ég er án Kærleika Guðs.

Ég finn mig ekki eins færa um að gefa af mér og upplifi tómleika hið innra.

Jesús sagðist vera hið lifandi vatn og brauð. Hann sagði að við ættum að eta hold hans og drekka blóð hans. Svolítið torskilið, vægast sagt. En þetta hefur andlega merkingu. Jesús er Orð Guðs og þegar ég les Ritninguna, þá tek ég Orðið - Jesús og et. Hann sagði sjálfur, áður en allt var til ER ÉG! 

Blóð Krist hreinsa mig af allri synd, öllu því sem að veldur mér dauða. Allt sem að deyðir anda minn og huga, allt sem að vekur hjá mér vanlíðan og tómleika.

Hans Heilagi Andi styrkir mig og eins og Jesús sagði sjálfur, þá er Andinn Heilagi Hjálpari minn. Hann fyllir mig af Ríki Guðs og mætir mér í mínum veikleika. Andinn kemur niður til mín, þar sem að ég er stödd, ég þarf einungis að opna mig fyrir honum. Sagt er að Drottinn sjálfur sé aðeins einni bæn í burtu, svo sannarlega er það svo.

 

Megi Andi Krist, Andi Föðurins og Skaparans vera í mér og þér í dag og yfir allri sinni sköpun. Megi miskunsemi hans og náð vera til staðar í dag fyrir alla menn. AMEN!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Ef þér líður betur ef þú trúir á tilvist einhvers ósýnilegs súperkarls, þá máttu það svosem mín vegna....

Púkinn, 12.1.2008 kl. 17:03

2 identicon

Sæl Guðrún mín.

Þetta var kærkomin lesning. takk fyrir.

Lifðu í Guðs friði. Amen.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 02:17

3 identicon

Amen.Hittumst svo á næsta móti í mars.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Amen.  Virkilega fallega skrifað.

Furðuleg afskiptasemi af hálfu Púka hér að ofan... Þeir eru eins og veggjakrotararnir sem geta ekki stillt sig um að skreyta síður fólks með skoðunum sínum... Finnst það bara smá findið.

Kær kveðja

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.2.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Þetta er flott hjá þér. Ég kíki af og til inn til þín.

Kveðja: Svanurinn

Svanur Heiðar Hauksson, 9.2.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband