22.4.2008 | 22:05
Tónleikar og sýning á model-smíðuðum skartgripum framundan!
Ég sit ekki auðum höndum þessa dagana. Enda hef ég afar lítinn tíma til að blogga. Ég hef sett inn myndir af skartgripum sem að ég hef verið með í smíðum, síðan í haust 2007. Ég nota bæði postulín, silfurvír og húðaðan vír, leður, silfurperlur og silfurleir, skeljar og glerperlur, svo að eitthvað sé nefnt.
Framundan er sýning, sem að verður í versluninni Emelíu á Suðurlandsbraut 50 (staðsett við Fákafen) þann 15.maí 2008, ásamt tónleikum, þar sem að ég mun þenja raddböndin við undirleik gamalla og góðra vina. Það eru þeir Sigurgeir Sigmundsson, afburða-gítarleikari og Jón Ólafsson, bassaleikari eigi síðri en sá fyrrnefndi. Sjá inn á www.gala.is
Á efnisskrá mun vera Country-bluse stemming, ásamt þjóðlögum undir Írskum áhrifum.
Nánar um þetta síðar!
17.3.2008 | 11:31
Fylling Andans
Ljóð | Breytt 12.7.2009 kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.3.2008 | 11:22
Allt sem ég þarf!
- Ég vil bara að þú haldir mér
- í faðmi þínum nú.
- Ástina sönnu fá frá þér
- og öðlast þína trú.
- Chorus
- Allt sem að ég þarf;
- er þinn Anda
- elsku þína og náð.
- Þinn Anda,
- þinn kraft, þína þrá.
- Þinn Anda !
- Gef mér þína trú......úú......
- Þegar Anda þinn ég teiga inn
- og tungum í ég bið.
- Þú læknar og leysir anda minn,
- mitt hjarta þú fyllir af frið.
- Chorus
- Allt sem að ég þarf;
- er þinn Anda ..........
- Abba Faðir ...
- Sjá ég er þitt ker.
- Allt sem þú hefur handa mér,
- Ég vil þiggja minn Faðir frá þér.
- Því í Anda þínum get ég allt,
- en í sjálfri mér ei neitt.
- Að ganga fram í þínum kraft,
- það öllu getur breitt.
- Chorus
- Allt sem að ég þarf;
- er þinn Anda,
- elsku þína og náð.
- Þinn Anda,
- þinn kraft, þína þrá.
- Þinn Anda,
- gef mér þína trú........úú.........
- G.Helga Ingadóttir
Ljóð | Breytt 17.3.2008 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.2.2008 | 11:08
Það glymur hæðst í tómri tunnu - ummæli sem smjattað er á!
Það sýnir glögglega eðli okkar mannanna hvernig við bókstaflega getum hneykslast og velt okkur upp úr því sem að ekkert er.
Þar sem að ég er trúuð kona og fer ekki leynt með það, hefur því oft verið baunað á mig að ég sé dómhörð og þröngsýn, vegna minnar trúar, jafnvel frá fólki sem þekkir ekki haus né sporð á mér, því síður hvaða skoðanir eða viðhorf ég hef til hinna ýmsu mála.
Mér þykir nú sem að þröngsýni og smámunasemi ráði vel yfir fjölda manna og kvenna (sem að ekki hafa opinberað sína trú endilega),en geta verið að velta sér upp úr þessum ummælum Friðriks Ómars í hita leiksins.
Hvað með það þó að hann hafi sagt þetta, ekki drap hann mann, eða hvað. Hver þessara einstaklinga hafa staðið í þessum sporum Friðriks Ómars, undir því álagi og jafnvel persónulegum árásum á hann, vegna þessarar keppni. Það gerist nú örugglega ýmislegt bak við tjöldin. Öll erum við mannleg og breisk. Ég er ekki að segja að hann sé hvítþvegin engill, einungis það að stundum sé gott að horfa í gegn um fingur sér með sumt. Maðurinn var í geðshræringu og missir út úr sér það sem að betur hefði verið ósagt, en er ekki bara hægt að fyrirgefa það og gleyma því, en þess í stað flykkja sér nú á bak við Eurovasion faranna og segja ÁFRAM ÍSLAND!
Ég kaus ekki það lag sem fór með sigur í keppninni núna, en get svo vel unnt því sigurs, þar sem að það var mjög vel flutt og útsetningin á því núna síðast stórlega bætt. Regína stigin út úr því hlutverki að fljúga upp í hæðstu hæðir í tónum, en Friðrik Ómar tekinn við þeim frasa og fór mjög vel með, enda klæddi það lagið betur. Þau eru bæði allveg afbragðs góðir söngvara og lagið vel samið og útsett. Þetta er bara einfaldlega ekki minn smekkur á musik, þess vegna fékk það ekki mitt atkvæði. Ég er hins vegar bara ánægðari með úrslitin núna en oft áður og óska þeim góðs gengis þarna úti. ÁFRAM ÍSLAND!
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.2.2008 | 10:01
Vegna bloggs Guðrúnar Sænmundsdóttur, sem að er undir fyrirsögninni "FÖÐURLANDSSVIKARI¨" ! Svolítið sterkt til orða tekið, en vert að skoða þetta!
Ég sá þátt á RÚV um Nýfundnaland, þar sem að borin voru saman þessi tvö lönd, Ísland og Nýfundnaland. Á svipuðum tíma og Ísland fékk sjálfstæði, gekk Nýfundnaland til samninga við Kanada, vegna slæmrar kreppu og framtíðarhorfa hjá þjóðinni. Í þeim samningum gáfu Nýfundlendingar frá sér sínar helstu auðlyndir, með loforð um stuðning og batnandi kjör í landinu, frá Kanadamönnum.
Maður nokkur, sem var hátt settur hjá Nýfundnalingum, sem vildi fara aðra leið og benti á hana, en hún varðaði fiskveiðistjórnun og miðin þeirra. En þjóðin var vonlítil og hugdauf, þannig að þessi leið náði ekki eyrum þeirra. Nýfundnalingar gengu til samninga við Kanadamenn og afleiðingarnar urðu með þeim hætti, að allt fór niður á við hjá Nýfundnalingum. Er það skoðun þeirra sjálfar að það sem verst fór með þjóðina var að hún glataði trú sinni á mátt sinn og megin, sjálftraustið og sjálfsbjargarviðleitnin fór lönd og leið.
Í dag er aðeins um 70% læsi hjá Nýfundnalingum og atvinnuleysi og fátækt er helsi á þjóðinni. Menn eru huglausir (Samkvæmt þeirra eigin sögn) og treysta sér ekki í neinar framkvæmdir, enda hafa þeir af miklum hluta glatað slíku valdi til Kanadamanna. Vonleysi er það ástand sem að er þar ríkjandi. Að glata sjálfstæðinu var mjög dýru verði keypt. Nýfundnaland er land mikilla náttúrauðlynda, ekki bara í sjó, líka á landi, en þeir sömdu þetta allt af sér, með loforð um uppbyggingu hjá þjóðinni, sem ekki hefur komið frá hálfu Kanadamanna, enda Nýfundlnaingar fáir og rödd þeirra vegur ekki mörg atkvæði inni á þingi Kanadamanna.
Víkjum aftur að þessum manni sem að vildi fara aðra leið, ég man því miður ekki nafnið á honum. Þar sem að hans eigin þjóð vildi ekki notast við hugmyndir hans, þá kom hann með þær til Íslands og á þeim hugmyndum er okkar sjávarútvegur byggður. Við vorum nýlega búin að fá sjálfstæði og vorum full af framkvæmdagleði og baráttuhug. Íslendingar voru enn í torfhúsum á þeim tíma til sveita og fátækt víða. En hugur var í mönnum, við vorum okkar eigin herrar. Við höfðum valdið til framkvæmda og allan hug á að nota það. Framundan voru líka nýir tímar, eftir síðari heimstríðöldina. Það má segja kannski að við voru jú á þeim tíma að koma út úr kreppu stríðsins, en vanmetum ekki kraft trúarinnar. Menn trúðu því að allt væri hægt með tilkomu hins nýja sjálfstæðis.
Við þekkjum söguna, Ísland er í dag meðal ríkustu þjóða heims, ef að miðað er við höfðatölu. Breytingin er stórkostleg, frá þeim tíma sem að við endurheimtum okkar sjálfstæði. Sjálfstæði Íslendinga er gjöf, fjársjóður sem að seint verður réttilega metin. Fjársjóður sem snýst ekki bara um peninga og eignir í hinu veraldlega, heldur undir hvaða valdi við erum og hvernig við lítum á okkur sjálf.
Ritningin segir að þeir sem taka við Kristi eru börn Guðs. Við fáum sonarréttinn og eru ekki lengur þrælar, heldur synir og það Konungborin. Í Kristi erum við megnug að sigra allt, því að hann hefur unnið verkið og unnið fullan sigur. Í honum eigum við þennan sigur, ekki í okkur sjálfum, heldur í trúnni á hann. TRÚ er því lykilatriði, þ.e. að hafa trú og von.
Fyrir mér er sjálfstæði Íslendinga Guðs gjöf og fyrir hana er ég mjög þakklát, þvílík auðæfi að hafa fengið að fæðast í landi, sem að vill lifa í friði við aðrar þjóðir og gengur fram í þeirri trú. Vegna sjálfstæðis okkarar þjóðar, heyrist rödd okkar meðal hinna stærri og hefur áhrifamátt. Að vera heyrður á alþjóðavetfangi, er mér meira virði en lægri bankavextir og ekkert sem hið yfirþjóðlega vald getur boðið mér, mun hafa áhrif á þá sannfæringu og fullvissu sem að ég ber í hjartanu um að Ísland á að halda sjálfstæði sínu, OG mun gera það. ÞVÍ TRÚ ÉG OG ÉG Á STÓRAN GUÐ SEM AÐ HEYRIR BÆNIR MÍNAR. GUÐ BLESSI ÍSLAND OG ÍSRAEL.
G.Helga Ingadóttir, 22.2.2008 kl. 09:45
10.2.2008 | 11:51
Að fylgja Kristi!
Ég hef valið það að fylgja Jesú Kristi og reyndar er það svo, að það er sú játning sem að menn játa í fermingunni, að gera Jesú Krist að lausnara síns lífs og fylgja honum.
Ég man það alveg enn hvernig mér leið, þegar að ég fór með þessa játningu í fermingunni minn. Ég var orðin 15 ára, hafði frestað fermingunni, svo að mamma og pabbi gætu haldið veglegri veislu fyrir mig, en þau voru að byggja og við á milli vita, þegar að ég var komin á fermingar aldurinn.
Mér leið illa, mér fannst ég vera óheiðarleg við Guð og menn, við sjálfa mig. Að fermast til að fá stærri veislu og fleiri gjafir, var ekki það sem að þessi athöfn fjallaði um, vissi ég innst inni.
Vegur minn lá í vegleysu, fyrstu árin eftir ferminguna, ég var áttavillt, Guðvana, einmanna og full af sjálfsblekkingum, með brotna sjálfsmynd.
Á hvaða leið var ég, hvernig gat það verið að ég væri vegvillt, ég var jú að reyna að rækta mína hæfileika, læra að standa á eigin fótum og reyndi að standa við mínar skuldbindingar, fannst mér, eftir fremsta megni. Ég var og er ekki fullkomin, ég gat ekki allt, en reyndi. Ég sagði ég á mig sjálf og mitt líf, engin getur lifað því fyrir mig, fundið hamingju og sorg fyrir mig, ég vel því fyrir mig og ræð hvað ég geri við mitt líf.
Ég vildi elska og vera elskuð, vera hamingjusöm og uppfyllt, ég vildi fá allt sem að ég gat út úr þessu lífi sem að ég átti.
En ekki gekk allt sem skildi og ég hafði ekki úthald í að nýta mér þær gjafir að fullnustu, sem að ég fékk í vöggugjöf, þ.e. gáfur og hæfileika. Tilfinningar báru mig oftar en ekki ofurliði, hugur minn var óttasleginn og kvíðinn fylgifiskur minn. Innri frið átti ég ekki, en gerði mér þó fulla grein fyrir því hve ég þarfnaðist hans. Ég leitaði víða fanga eftir friði og sönnum kærleika. Ég vildi læra að elska, vissi það með hausnum að sannur kærleiki er skilyrðislaus, en eftir því sem að ég reyndi meir og meir, því betur fann ég hve ég var fátæk í sjálfri mér, minn kærleiki var ekki án skilyrða.
Eins og Orðið segir, "Leitið og þér munuð finna" að þá var Kærleikurinn með útrétta hönd, tilbúinn til að mæta mér, bara ef að ég vildi. Ég þurfti að opna mína sálarsjón og ganga inn í Ljósið sem að er og var tilbúið til að lýsa mér og fylla mig af sér, "Guð Ríki er hér, segir Kristur og vill eignast bústað innra með mér og þér.
Ég hafði setið í Lótusstellingu dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð í leit af þessu ljósi og friði. Ég hafði jú farið í eitthvert ljós, en það var ekki hið eina og Sanna Ljós, það hafði ekki fyllt mig friði, heldur varð ég einhvern veginn veglausari og villtari. Ég vissi ekki hvern ég var að hitta og skilaboðin voru heldur óskýr sem að ég fékk.
"Fylgd þú mér" segir Jesús,"ÉG ER SANNLEIKURINN, VEGURINN OG LÍFIÐ OG ENGIN KEMUR TIL FÖÐURINS NEMA FYRIR MIG. " Skilaboðin eru skýr og VEGURINN er sjálfur Jesús, Sonurinn, sem kom til að Opinbera Dýrð Föðurins.
Hann snerti mig með Elsku sinni og Krafti sínum, Ég fór inn í Ljósið sem að upplýsir hvern mann og Vegurinn er ekki óskýr, Kærleikur hans er skilyrðislaus og það að fylgja Kristi, er Lífið sjálft, hamingja og fullkominn Friður, æðri öllum skilningi.
Þetta var og er stórkostlegt, ekkert í heiminum er meiri fullnægja í, friður, hamingja og gleði, en í sjálfum Höfundi Lífsins, Skaparanum og Syninum, Jesú Kristi. Í honum er öll Guðs fyllingin og ekkert skapað getur komið í stað Skaparans. Því að hylla Sköpunina, þegar að ég á kost á því að hylla sjálfan Skaparann, sem að er allt og í öllu, Lífið sjálft.
Ég vel það í dag, að fylgja Kristi og legg allt mitt í hans heilögu hendur, ég treysti honum og trúi á hann, játa hann sem Frelsara minn, sem gaf mér allt það sem að mig skorti á í sjálfri mér.
12.1.2008 | 16:13
Að lifa í Guðs heilaga friði!
Ég þarf svo á friði Guðs að halda. Án hans friðar eru spor mín reikul og hugur minn án staðfestu. Án hans friðar sjást gallar mínir, brestir sem að ég er ekki stolt af og ég er án Kærleika Guðs.
Ég finn mig ekki eins færa um að gefa af mér og upplifi tómleika hið innra.
Jesús sagðist vera hið lifandi vatn og brauð. Hann sagði að við ættum að eta hold hans og drekka blóð hans. Svolítið torskilið, vægast sagt. En þetta hefur andlega merkingu. Jesús er Orð Guðs og þegar ég les Ritninguna, þá tek ég Orðið - Jesús og et. Hann sagði sjálfur, áður en allt var til ER ÉG!
Blóð Krist hreinsa mig af allri synd, öllu því sem að veldur mér dauða. Allt sem að deyðir anda minn og huga, allt sem að vekur hjá mér vanlíðan og tómleika.
Hans Heilagi Andi styrkir mig og eins og Jesús sagði sjálfur, þá er Andinn Heilagi Hjálpari minn. Hann fyllir mig af Ríki Guðs og mætir mér í mínum veikleika. Andinn kemur niður til mín, þar sem að ég er stödd, ég þarf einungis að opna mig fyrir honum. Sagt er að Drottinn sjálfur sé aðeins einni bæn í burtu, svo sannarlega er það svo.
Megi Andi Krist, Andi Föðurins og Skaparans vera í mér og þér í dag og yfir allri sinni sköpun. Megi miskunsemi hans og náð vera til staðar í dag fyrir alla menn. AMEN!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2008 | 16:31
Ástin
Ástin fyllir minninguna,
fyllir veru mína
hreyfir hjarta mitt
eins og eitthvað fari af stað inni í mér
sem gefur mér trega og vellíðan í senn
augu mín vökna og þakkargjörð í sál minni
Allt sem Guð minn hefur gefið mér
hugsa ég og sé þig alltaf fallegan
í mínum augum alltaf fallegur, því að þú ...
þú ert maðurinn minn.
G.Helga Ingadóttir jan. 2008
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2007 | 07:13
Sálmur 145, Davíðs - lofsöngur
- Ég vil vegsama þig, ó Guð minn, þú konungur,
- og prísa nafn þitt um aldur og ævi.
- 2 Á hverjum degi vil ég prísa þig
- og lofa nafn þitt um aldur og ævi.
- 3 Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur,
- mikilleikur hans er órannsakanlegur.
- 4 Ein kynslóðin vegsamar verk þín fyrir annarri
- og kunngjörir máttarverk þín.
- 5 Þær segja frá tign og dýrð vegsemdar þinnar:
- "Ég vil syngja um dásemdir þínar."
- 6 Og um mátt ógnarverka þinna tala þær:
- "Ég vil segja frá stórvirkjum þínum."
- 7 Þær minna á þína miklu gæsku
- og fagna yfir réttlæti þínu.
- 8 Náðugur og miskunnsamur er Drottinn,
- þolinmóður og mjög gæskuríkur.
- 9 Drottinn er öllum góður,
- og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar.
- 10 Öll sköpun þín lofar þig, Drottinn,
- og dýrkendur þínir prísa þig.
- 11 Þeir tala um dýrð konungdóms þíns,
- segja frá veldi þínu.
- 12 Þeir kunngjöra mönnum veldi þitt,
- hina dýrlegu tign konungdóms þíns.
- 13 Konungdómur þinn er konungdómur um allar aldir
- og ríki þitt stendur frá kyni til kyns.
- Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínum
- og miskunnsamur í öllum verkum sínum.
- 14 Drottinn styður alla þá, er ætla að hníga,
- og reisir upp alla niðurbeygða.
- 15 Allra augu vona á þig,
- og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma.
- 16 Þú lýkur upp hendi þinni
- og seður allt sem lifir með blessun.
- 17 Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum
- og miskunnsamur í öllum sínum verkum.
- 18 Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann,
- öllum sem ákalla hann í einlægni.
- 19 Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast hann,
- og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.
- 20 Drottinn varðveitir alla þá er elska hann,
- en útrýmir öllum níðingum.
- 21 Munnur minn skal mæla orðstír Drottins,
- allt hold vegsami hans heilaga nafn um aldur og ævi.
22.11.2007 | 21:53
Frétt af mbl.is Kaffi Kró slapp .........
Kaffi Kró slapp við skemmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)