22.11.2007 | 10:32
Saman stöndum við!
Þegar hjartað er fullt af sárum og sjálfsmyndin sködduð, þegar hugurinn segir þér að þú sért ómöguleg/ur, að þú fallir alltaf um sömu smásteinana, þú sért vonlaus og getir þetta ekki, þá er hönd föðurins þér nálæg og biður þess að þú/ég grípir í hana og leifir honum að reisa líf þitt/mitt við.
Hann er nálægur þeim sem hefur sundurmarinn anda og sundurkramið hjarta, segir Ritningin.
Hann vill lækna sár þín og bera á þau smyrsli, fylla þig djörfung og gleði. Að þú sért eins og barnið, öruggt í hans fangi, þú getir hreinlega kastað þér í fang hans, hann muni grípa þig.
Hann er elskandi og umhyggjusamur Faðir, fullkominn og lýtalaus, svo dýrðlegur að við getum ekki gert okkur það í hugarlund. Nærvera hans er full af friði, sem enginn getur gefið nema hann.
Við sem erum trúuð eigum að bera byrðarnar með hvort öðru, ekki síst í bæninni. Ef einhver er á þeim stað að hann getur ekki beðið með orðum, þá heyrir Guð andvörpin, og nafnið Jesús hefur leysandi kraft. Á Lindinni eru bænastundir mörgum sinnum á dag og einnig fólk á bænalínunni, sem að getur beðið með þér.
Nú er engin fyrirdæming fyrir þér sem að tilheyra Kristi og leifðu Guði að dæma, bæði sjálfan þig og aðra, hann þarf ekki hjálp. Að fyrirgefa öðrum og þiggja fyrirgefningu Guðs, er yndisleg gjöf, megi mér og þér auðnast að taka við henni.
Nú er náðartími og Dómurinn er ekki út genginn. Kristur kom til að frelsa Heiminn, hann fór á Krossinn, svo að þú og ég þyrftum ekki að dæmast. Það er náð sem að hugur minn fær seint skilið.
Ég bið fyrir þér, ég legg alla mína bloggvini fram fyrir Drottinn og alla þá sem að þetta lesa og ég bið að Drottinn sjálfur megi mæta þér og þínum þörfum.
Drottinn blessi þig í dag og mæti öllum þínum þörfum. Amen!
21.11.2007 | 10:06
Jesús segir: " ÉG ER SANNLEIKURINN, VEGURINN OG LÍFIÐ, engin kemur til FÖÐURINS nema fyrir mig."
"Enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig".
Enn og aftur sannast það, hve Orð Drottins er djúpt og fullt af opinberun. Eins og nýtt ferskt lindarvatn dag hvern. Hversu oft hef ég ekki lesið og heyrt þessi orð Krist, en samt ekki meðtekið nema hluta þeirra.
"Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig" og á öðrum stað: "Ég kom til að opinbera Föðurinn" ! Og enn segir Jesús ; " Ég er Dyrnar ......" , að hverju? Föðurnum!
Þetta er sá partur sem að opinberast fyrir mér núna, Faðirinn. Ég elska Drottinn minn Jesús afar heitt, en hann er hluti af heilagri þrenningu, Faðir, Sonur og Heilagur Andi. Vegna þessa að föðurímynd mín er brotin, þá hef ég ekki meðtekið nema tvo hluta af þrenningunni, Jesús og Heilagan Anda. En þeir þrír eru eitt og til að ég getið fyllst allri Guðs fyllingu, því sem að Guð hefur fyrir mig, þá verð ég að fara alla leið að hásæti Föðurins, beygja hné mín og rétta út hendur mínar, meðtaka hans blessun. Elska Föðurins fullkomnar verkið í mér.
Jesús gerði ekkert, sagði ekkert nema í fullkomnum vilja Föðurins. Vilji ég taka Jesú mér til fyrirmyndar, þá geng ég þann VEG sem að JESÚS ER og alla leið að HÁSÆTI FÖÐURINS.
Þvílik náð, að mega koma inn í hið allra heilagasta, lauguð hrein sem ísóp í blóði Krists, inn fyrir fortjaldið og í faðm Föðurins. Hann umvefur mig á bak og brjóst, fyllir mig af friði sínum, þerrar tár min, græðir mín hjartans sár, læknar líkama minn og fyllir mig af gleði. Hann leiðir mig í gegn um lífið og mætir mínum þörfum, leiðbeinir og uppörvar, opnar augu mín fyrir meðbróður mínum og fyllir hjarta mitt af kærleika sínum. Drottinn minn og Guð er undursamlegur, heilagur og fullkominn. Enginn er sem þú Faðir minn á Himnum. Takk Jesús fyrir að opna leiðina.
12.11.2007 | 09:49
Undirgefni - að gefa sig sjálfviljug/ur undir annars vald.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2007 | 22:49
Ég er bara Púsl í púsluspili Drottins!
Jesús er lífið og ég er bara púsl í púsluspili. Þegar púslið er að reyna að koma sér sjálft fyrir á vitlausum stað í púsluspilinu, þá rekast hornin svo sannarlega á. Einhvernvegin ganga hlutirnir ekki alveg upp.
Að vera á þeim stað sem að Guð hefur skapað mig til að vera á, að vinna þau verk sem að hann hefur kallað mig til, að blessa systkini mín í Kristi, í stað þessa að öfunda þau, hneykslast á þeim og annað í þeim dúr, er góður staður að vera á.
Það er óskastaðurinn, að vera í vilja Guðs.
Berið byrðarnar með hvort öðru, grátið með grátendum og hlæið með hlæjendum, segir Orðið.
Þegar ég veit hver ég er í Kristi, þá truflar heimurinn mig ekki, þá trufla mínar langanir mig ekki á sama hátt og áður, því Andi hans leiðir mig, en ekki mitt eigið hold. Vissulega hef ég langanir og þrár, Guð skapaði mig þannig, en ég treysti Jesú fyrir þeim. Hann mun mæta mér og ég þarf því ekki að horfa á hvað aðrir hafa. Jesús vill gefa mér líf í nægtum, hann vill gefa mér það besta.
Jesús vill að allt harmoneri saman, að allt flæði í eina átt, lofgjörð til Drottins, Skapara Alheimsins.
Þegar að ég er haldin hugsýki og leiða, þá lofa ég ekki Guð. Þegar ég er vonlaus og þreytt, þá lofa ég ekki Guð. Þegar ég er veik, reið, löt, eða óuppfyllt á einhvern hátt, þá lofa ég ekki Guð. Ég veit um þann sem að vill hafa mig á þessum stað. Mitt eigið hold, sem að aldrei fær nóg og þann sem vill ekki að ég lofi Guð, þ.e. Satan!
Mér finnst sem að ég sjái allt í nýju ljósi núna, þegar ég gef mér tíma til að hitta Jesú og kynnast Jesú. Andi hans leysir mig frá erfiðum tilfinningum og ranghugmyndum um mig sjálfa og aðra. Við erum öll manneskjur, sem að þurfum á kærleika Guðs að halda og ef ég leifi Guði að höndla mig, þá er ég betur í stakk búin, til að gefa frá mér kærleika Guðs, sem að birtist í Drottni Jesú, í hans Heilaga Anda.
Að ganga í fyrirgefningu Drottins, sem er að þyggja hans náð og fyrirgefningu og fyrirgefa öðrum, það er FRELSI!
Að fyllast af þeim sem hefur allt í sinni hendi er KRAFTUR!
Að játa sigur Drottins yfir ÖLLUM ANDANNA HEIMI, ER VALD!
Að taka við því sem Jesús vill gefa mér, GEFUR DJÖRFUNG OG KRAFT, TIL AÐ FRAMGANGA Í HANS VALDI!
ÞESS VEGNA VEL ÉG JESÚ, HANN ER SÁ SEM ALLT SNÝST UM, HANN ER KONUNGUR OG SKAPARINN!
AMEN!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2007 | 09:42
Ljóð - Lífsins Konungur
Með kórónu á höfði,
úr þyrnum hún er.
Á krossinum Kristur
sitt líf gaf hann þér.
Hann þráir að mæta
þinni hjartans þrá.
Ó - ekki vísa hans
hjálpræði frá.
Úr augum hans skín elska,
svo djúp og hrein.
Hann grætur með þér
og heyrir öll þín kvein.
Þú þarft bara að treysta
og trúa á hann.
því hann er Vegurinn
til Skaparans.
Corus
Hlustaðu á hrópið, hinn hungrað hljóm,
sem í hjartanu slær svo títt.
Ekki loka augum þínum,
hann heldur örmum sínum,
útbreiddum mót þér.
Sjá hann stendur við dyrnar
og knýr á þær.
Hann þráir þig að snerta
og draga sér nær.
Hann er Heilaga Lambið,
hin fullkomna fór.
Viltu ekki gefa þitt líf að hans stjórn.
Corus
Hlustaðu á hrópið - hinn hungraða hljóm,
sem í hjartanu slær svo titt.
Ekki loka augum þínum,
hann heldur örmum sínum,
útbreiddum mót þér.
Því Kristur á krossinum,
hann dó fyrir þig.
Svo þú mættir eignast
hinn eylífa frið.
Með blóði sínu
gerð´ann sáttmála
og situr nú við hönd
Föður himnanna.
G.Helga Ingadóttir - samið á því herrans ári 1995.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2007 | 09:26
Hver er Jesús?
Þegar ég var lítil, fór ég í Sunnudaga-skóla, sem var haldinn í Bíósal Austurbæjarskólans. Mer fannst það mjög gaman, að fara í fínu fötin, heyra um Jesú sem var svo ofsalega góður, sérstaklega við börnin og fá Biblíumyndir.
Ég hugsaði mikið um Guð og Jesú, hvar þeir væru og hvort Guð væri að fylgjast með mér. Mér þótt mjög vænt um Jesú - son Guðs, hann var svo góður, læknaði alla og gaf mat og fyrirgaf syndir. Mynd mín af Jesú var mjög falleg.
Svo leið tíminn, ég óx úr grasi og tók mínar ákvarðanir, ég réði mér sjálf og átti mig sjálf. En innra með mér var tómið. Ég var í örvæntingarfullri hamingjuleit og þráði ástina, þráði fegurð, þráði gott líf. Einhvernvegin var svo erfitt að höndla þetta.
Ég burðaðist með skakka sjálfsmynd, afleiðingar af kúgun og einelti vegna offitu, en hafði fengið góða hæfileika til náms og lista í vöggugjöf. Það var samt þannig, að vegna þess að ég var brotin sál, þá skorti mig aga og getu til að nýta mér það sem mér hafði þó svo ríkulega verið gefið.
Líf mitt tók stefnu niður á við og um tíma virtist sem veröld mín væri endanlega að hrynja. Ég missti bróður minn í sjálfsvígi, var á hrakhólum með húsnæði, sambúðin við barnsföður minn slitnaði og ég lagðist inn á Geðdeild í nokkrar vikur. Þá aðeins 24 ára að aldri.
En þar fékk ég góðan stuðning og hjálp frá konu sem var að læra geðlækningar (man ekki hvað hún heitir). Ég var lyfjalaus, en í hvíld frá öllu og var hjálpað um húsnæði fyrir mig og drenginn.
Eftir þetta fór líf mitt að taka aðra stefnu, ég tókst á við minn alkaholisma og hef borið þá gæfu til að vera edrú síðan.
En innan samtakanna (AA) var mikið talað um Guð, samkvæmt skilningi hvers og eins. Ég á AA samtökunum mikið að þakka og þykir ákaflega vænt um þau, allt þetta góða fólk sem að hefur verið samferða mér í AA.
Að kynnast svo Jesú eftir að hafa verið edrú í 5 ár, þvílík breyting. Þá fór allt að gerast. Sporin 12, sem að AA prógrammið byggist á, fóru nú loksins að virka í mínu lífi fyrir alvöru. "Að láta vilja minn og líf, lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi mínum á honum" varð allt í einu raunveruleiki.
Ég hafði þekkt Guð af afspurn, en nú þekkti ég hann persónulega og vissi að hann bar umhyggju fyrir mér.
Lífið og Tilveran | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2007 | 10:27
Lif mitt hefur ekki alltaf verið tóm gleði!
Í dag er ég full eftirvæntingar og er þakklát fyrir þennan góða dag. Þegar ég vaknaði í morgun hljómaði söngur í höfði mínu, þakkargjörð til Jesú. Þvílík byrjun á deginum og friður í minni sál.
Ég hugsa aftur til baka, hvernig leit mín af hamingjunni, ástinni og velgengninni, leit mín af sjálfri mér og Guði var.
Stundum var þetta eins og vonlaus barátta og eftirsókn eftir vindi, hálf tilgangslaust, en innra með mér var eitthvað sem knúði mig áfram. Í hjartanu Tómið sem ég þráði að fylla. Hér kemur ljóð, reyndar texti sem að ég samdi og söng, við lag eftir Bob Dylan (Ég er aðdáandi).
VITNISBURÐUR MINN
Mörg ár var í myrkri
magnþrota sál.
Í sjálfshaturs pytti
en í hjartanu þrá.
Því ég hafði haldið
að heimsins plott,
myndi ://seðja mitt hungur//:
ef ég gerði það gott:
Ég reyndi að mætti
að móta mitt líf,
hvað mönnum þætti
og keppti að því,
að sýna og sanna
hvað í mér bjó.
En borg byggði á sandi,
brotinn minn andi,
ég fann enga ró.
Á sífelldum flótta
frá sjálfir mér.
Heltekin ótta
á hjartanu skel.
Að hætti Heimsins
mér hagaði,
í galsanna glaumi
og samviskubitið
mig nagaði.
Í örvæntingu ég leitaði
og villur vegar ég reikaði.
Um andanna lendur
ég fór í hring,
og ://átti við aðra://
guði þing.
Já í reiki og jóga
ég reyndi að
tengja mig Guði,
þær blekkingar.
Því Satan hann birtist
í ljósengilsmynd
og batt mig fastar,
hann batt mig fastar,
í minni synd.
Hvar ertu, hvar ertu,
Ó Guð minn Guð.
Hjarta mitt snertu,
mér gefðu stuð
af krafti þínum,
því ég verð að fá,
frelsi og lausn,
já, frelsi og lausn,
himninum frá.
Þá þú tókst mína hönd
og leiddir af stað.
Þar ég heyrði þitt ORÐ,
öll vera mín bað,
þig að koma Jesús
inn í hjarta mitt.
Þá þú ://þvoðir mig hreina//:
Gafst mér eðli þitt.
Já þú tókst mig að þér
og kenndir mér
að aga minn anda
og beygja hnén,
fyrir þér minn Jesús,
þú er Konungur minn.
Mig herklæddir djörfung
og krafti þínum,
ég gleði finn.
Því lyfti ég höndum
og lofa þig.
Þú gafst mér lífið!
Ég tigna þig.
Af öllu hjarta ég
heiðar þig!
Þú ert Drottinn Jesús,
Konungurinn Jesús,
sem gafst lífið fyrir mig.
G.Helga Ingadóttir, samið 1991 og er í fullu gildi enn í hjarta mínu og sál!
Ljóð | Breytt 9.11.2007 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.11.2007 | 09:47
Baráttan er andleg!
Menn spyrja og jafnvel staðhæfa að trúin á Guð valdi stríði meðal manna, en Ritningin segir þetta;
Jakob.4.1-3 " 1Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? 2Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki. 3Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa, þér viljið sóa því í munaði!"
Og Þetta;
Jakob.3.13-18,
"13Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Hann láti með góðri hegðun verk sín lýsa hóglátri speki. 14En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum. 15Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg. 16Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl. 17En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus. 18En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, er frið semja."
Baráttan sem við eigum í er ekki við hold og blóð, heldur andleg.
Sjá: Efes.11 - 13 "11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
Guð er góður, hann er alltaf góður og HANN ER KÆRLEIKURINN! Við mennirnir eru ekki góð/ir í okkur sjálfum, en ef við fyllum okkur af Jesú, af kærleika hans, hans Heilaga Anda, þá verkar Guð í okkur og HANN ER GÓÐUR. í honum er valdið gegn myrkrinu, Hann hefur nú þegar unnið fullan sigur!
2.11.2007 | 10:23
Meira af þér - Jesús!
Á hverjum morgni fer ég fram fyrir Drottinn minn og bið hann að fylla mig af Anda sínu. Hreinsa mig og vel að deyja sjálfri mér og lifa í honum. Hann er jú betri en ég og því besti kosturinn fyrir mitt líf.
Vegna þess að Jesú er mjög umhugað um sína sköpun og alla menn, að þá finn ég kærleika hans opna augu mín fyrir öðrum en sjálfir mér og ég sé mig sjálfa í öðru ljósi.
Ég er dýrleg sköpun Guðs og elskað barn hans. Faðir minn á himnum gleðst yfir öllu góðu sem að ég geri, hugsa og segi. Hann gleðst yfir bænum mínu, þegar ég gef mér tíma til að hitta hann og velja að dvelja í hans nærveru.
Hann elskar að svara bænum mínum, enda þegar að ég kem inn í hans nærveru, þá hreinsar hann burt eigingirni mína og sjálfselsku og bæn mín verður samkvæmt vilja hans, synd mín er hulin í blóði Krists og Heilagur Andi hans leiðir mig í bæn fyrir því sem að Drottinn leggur á hjarta mitt.
Þetta er ævintýri og ferðalag sem gefur mér meira en orð fá lýst, að koma fram fyrir Skapar alheimsins og fá að tala við hann og hlusta á hann, skynja hans heilögu nærveru og dýrð. Ekkert jafnast á við Jesú, engin er sem hann. Hann er Kærleikurinn skilyrðislaus, sá sem að hékk á Kross fyrir mig, svo að ég mætti lifa. Hann er Konungur konunga og Drottinn drottna. Hann hefur allt vald á himni og jörðu og undir jörðu og hann mun koma aftur!
25.10.2007 | 00:14
Spennandi að vera með Jesú!
Flesta morgna fer ég í göngu með hundinn minn, í um það bil eina kl.stund. Og allan tíman er ég að biðja og tala við Jesú, hlusta á rödd hans og draga í mig nærveru hans og Andann hans heilaga!
Þvílík stund. Ég hugsa til þess hve mörgum stundum ég hef eitt til einskis, án þess að finna fyrir nærveru Jesú og liðið illa. En nú er hjarta mitt fullt af friði og gleði og allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrka gjörir, hljómar í huga mínu. Mér líður eins og ég hafi farið í bað, sem að þreif mig jafnt að innan sem utan.
Ég finn fyrir krafti hans líkamlega, sálarlega og andlega. Ég er forréttinda manneskja og ég er auðug, mig skortir ekkert. Ég veit að ég veit, að ég veit, að Jesús lifir. Ég er kona Trúar. Hvers vegna, af því að ég bauð Jesús inn og hann kom inn!
Það sem meira er, ég veit að Jesús er fullríkur fyrir alla, auður hans er óendanlegur og eylífur. Ekkert getur slitið mig og þá sem á hann trúa, úr hendi hans.
Jesús er persónulegur Guð, hann mætir hverjum og einum persónulega. Tími og fjöldi er afstætt fyrir honum. Hann er stærri og meiri en hugur okkar fær skilið. Hann er sá sem að heldur sköpuninni í hendi sinni. Kærleiki hans er fullkominn og engu er hægt við hann að bæta. Ekkert sem að ég geri breytir kærleika Guðs, hann er skilyrðislaus.
Guð er heilagur og synd getur ekki komið í hans návist. En Jesús opnaði leiðina að hans heilaga hásæti og hulin í fórnarblóði hans (andlega talað) getum við komið inn fyrir fortjaldið, og snert hásæti Dýrðarinnar.
Ég bið og finn að ég er ekki hér, andi hans tekur mig og fer með mig um víðan völl. Þetta er ævintýri, en samt raunverulegt. Bænasvörin láta ekki standa á sér og ég er andaktug.
Trú mín virkar og elska Guðs hreinsar mig og breytir mér hið innra, væntingar mínar og þrár eru ekki þær sömu og áður. Allt er breytt og ég finn elsku Guðs til manna, líka þeirra sem að veitast að mér með leiðindum og aðkasti. Ég hata engan og ég blessa fólk í huganum, hvernig sem allt snýr.
En ég er djörf og ég hræðist ekki menn, ég veit að ég er dýrleg sköpun Guðs, samkvæmt Orði hans og hann hjálpar þeim sem til hans leita. Hann er sá sem hefur valdið, hann er Guð!
21Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: 22Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. 23Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. 24En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.
25Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, 26til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. 27Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. 28Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. 29Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, 30því vér erum limir á líkama hans.
31"Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." 32Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. 33En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.
Eftir því sem að við hjónin færumst nær Guði (við erum bæði frelsuð), þá umgöngumst við hvort annað með meiri virðingu og nærgætni. Við gerum okkur grein fyrir að við sjáum ekki hlutina alltaf með sömu augum og forgangsröðum ekki eins, en engu síður ber okkur að virða hvors annars forgangsröð og tilfinningar.
Í Pétursbréfi er talað til mannsins og hann minntur á að búa að skynsemi saman við konu sína og minnast þess að hún sé viðkvæm, til þess að bænir hans hindrist ekki.
Sem sagt Guð blessar ekki mann sem að kúgar konuna sína, það er ekki Guðs vilji.
Það er hægt að vera ósátt við þessa skipan Guðs á jörðu, í sambandi við undirgefnina, en ef að við skoðum Ritninguna, að þá er undirgefni kostur, hún er lykill að hásæti Guðs og gefur það vald, sem er æðra veraldlegu valdi. Undirgefni felur í sér andlegt vald. Jesús var fullkomlega undirgefinn Föðurnum og vegna þess að hann gekk í Heilögum Anda frá himnum, þá hafði hann allt vald.
Jesús þurfti ekki að láta Krossfesta sig, hann gerði það til þess að bjarga sínum elskuðu börnum, sinni sköpun.
Sjá Jóhannes.1.1-18
1
1Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2Hann var í upphafi hjá Guði. 3Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. 4Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. 5Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
6Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. 7Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann. 8Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
9Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. 11Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. 12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. 13Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
14Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum. 15Jóhannes vitnar um hann og hrópar: "Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég."
16Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan. 17Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist. 18Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.
Og í Jesaja spádómsbók er vitnað um Jesú, ca 700 árum fyrir Kristburð, Þar segir:
Réttlæti Guðs brýst fram
51 kafli
4Hlýð þú á mig, þú lýður minn, hlusta á mig, þú þjóð mín, því frá mér mun kenning út ganga og minn réttur sem ljós fyrir þjóðirnar.
5Skyndilega nálgast réttlæti mitt, hjálpræði mitt er á leiðinni. Armleggir mínir munu færa þjóðunum réttlæti. Fjarlægar landsálfur vænta mín og bíða eftir mínum armlegg.
Ljóð um hinn líðandi þjón Drottins 53 kafli Jesaja
1Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
2Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði.
Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, 5en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.
7Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.
8Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það?
Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.
9Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.
11Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast.
Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra. 12Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn.
En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.