Lif mitt hefur ekki alltaf verið tóm gleði!

Í dag er ég full eftirvæntingar og er þakklát fyrir þennan góða dag. Þegar ég vaknaði í morgun hljómaði söngur í höfði mínu, þakkargjörð til Jesú. Þvílík byrjun á deginum og friður í minni sál.

Ég hugsa aftur til baka, hvernig leit mín af hamingjunni, ástinni og velgengninni, leit mín af sjálfri mér og Guði var.

Stundum var þetta eins og vonlaus barátta og eftirsókn eftir vindi, hálf tilgangslaust, en innra með mér var eitthvað sem knúði mig áfram. Í hjartanu Tómið sem ég þráði að fylla. Hér kemur ljóð, reyndar texti sem að ég samdi og söng, við lag eftir Bob Dylan (Ég er aðdáandi).

 

VITNISBURÐUR MINN

 

Mörg ár var í myrkri
magnþrota sál.
Í sjálfshaturs pytti
en í hjartanu þrá.
Því ég hafði haldið
að heimsins plott,
myndi ://seðja mitt hungur//:
ef ég gerði það gott:

 

 

Ég reyndi að mætti
að móta mitt líf,
hvað mönnum þætti
og keppti að því,
að sýna og sanna
hvað í mér bjó.
En borg byggði á sandi,
brotinn minn andi,
ég fann enga ró.

 

 

Á sífelldum flótta
frá sjálfir mér.
Heltekin ótta
á hjartanu skel.
Að hætti Heimsins
mér hagaði,
í galsanna glaumi
og samviskubitið
mig nagaði.

 

 

Í örvæntingu ég leitaði
og villur vegar ég reikaði.
Um andanna lendur
ég fór í hring, 
og ://átti við aðra://
guði þing.

 

Já í reiki og jóga
ég reyndi að
tengja mig Guði,
þær blekkingar.
Því Satan hann birtist
í ljósengilsmynd
og batt mig fastar, 
hann batt mig fastar,
í minni synd.



Hvar ertu, hvar ertu,
Ó Guð minn Guð.
Hjarta mitt snertu,
mér gefðu stuð
af krafti þínum,
því ég verð að fá,
frelsi og lausn,
já, frelsi og lausn,
himninum frá.

 

Þá þú tókst mína hönd
og leiddir af stað.
Þar ég heyrði þitt ORÐ,
öll vera mín bað,
þig að koma Jesús
inn í hjarta mitt.
Þá þú ://þvoðir mig hreina//:
Gafst mér eðli þitt.

 

 

Já þú tókst mig að þér
og kenndir mér
að aga minn anda
og beygja hnén,
fyrir þér minn Jesús,
þú er Konungur minn.
Mig herklæddir djörfung
og krafti þínum,
ég gleði finn.

 

 

Því lyfti ég höndum
og lofa þig.
Þú gafst mér lífið!
Ég tigna þig.
Af öllu hjarta ég
heiðar þig!
Þú ert Drottinn Jesús,
Konungurinn Jesús,
sem gafst lífið fyrir mig.

 

G.Helga Ingadóttir, samið 1991 og er í fullu gildi enn í hjarta mínu og sál! 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Í morgun vaknaði ég glöð og setti þvott í þurrkarann og síðan var ég særð og höfð að háði, en, svo talaði ég við mann sem lyfti mér upp og hvatti mig til þess að kíkja í kotið um þar næstu helgi, ég vona svo sannarlega að Guð gefi að ég hafi heilsu til þess að geta farið, því ekkert þrái ég meira þessa daganna en að tengjast Guði mínum meira.  Guð blessi þig því þú hefur blessað mig í dag. Knús.

Linda, 8.11.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég velti mikið fyrir mér trúmálum, en er lítt trúaður því miður segi ég, þar sem ég veit að trúin er að gera svo margt fyrir þá sem þjást af sama sjúkdómi og ég, alkóhólisma. En ljóðið þitt er stórkostlegt og til að minna á, hver raunverulaga tilgangur lífsins er, hafðu þökk fyrir trúkona.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Guð blessi ykkur bæði og vonandi hitti ég þig í Kotinu Linda.

G.Helga Ingadóttir, 8.11.2007 kl. 11:23

4 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ofsalega er þetta fallegt hjá þér.

Amen 

Sigríður Jónsdóttir, 8.11.2007 kl. 11:48

5 identicon

Heyrðu mig TRÚKONA.  Mikið er þettað magnað hjá þér og maður skuli fá TÆKIFÆRI að lesa þetta og ígrunda.Enn og aftur .   MAGNAÐ!                           Ég velti fyrir mér hvaða lag Dylans er hér um að ræða,annars er það  aukaatriði. Hafðu GUÐS LAUN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:18

6 identicon

Hef ég leyfi þitt að afrita ljóðið þitt,mér þætti vænt um að hafa það nær mér. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 02:23

7 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk öll að koma við og gefa mér komment. Þórarinn, þetta lag Dylans er heitir " Farwell Angelina", man ekki á hvaða plötu það var, en ég söng það oft með tríóinu mínu, hár á árum áður.

Ég tók það svo upp fyrir Lindina með mínum texta, líklega 1996 að ég held og það er hægt að fá að heyra það þar. Það er Vitnisburður minn - með Guðlaugu Helgu Ingadóttur og ef að t.d. Sirý er á vaktinni, þá finnur hún það örugglega. Þér er velkomið að afrita ljóðið. Ég breytti erindi númer 4 í upprunalega mynd, mundi ekki hvernig það var í gær, þegar ég var að skrifa það inn á Bloggið.

G.Helga Ingadóttir, 9.11.2007 kl. 08:49

8 identicon

Yndislegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:06

9 identicon

Þakka þér fyrir leyfið.   Ljóð, Góð ljóð og Góð Tónlist.  Þetta er ein albesta samsetning á GÓÐRI HUGARRÓ.   ,EKKERT RÓAR BETUR HUGANN, NEMA ALGJÖR ÞÖGN Í FAÐMI NÁTTÚRUNNAR EINS LITRÍK EINS OG HÚN GETUR VERIÐ.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 03:31

10 Smámynd: Ingibjörg

mjög fallegt og tilfiningaþrungið ljóð en ég verð að spyrja þig að einni spurningu hvað áttu við með þessu að joga sé semsagt blekking eða frá því illa truir þú því bara smá forvitni í gangi

Já í reiki og jóga
ég reyndi að
tengja mig Guði,
þær blekkingar.
Því Satan hann birtist
í ljósengilsmynd
og batt mig fastar, 
hann batt mig fastar,
í minni synd.

Ingibjörg, 23.11.2007 kl. 09:43

11 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, takk fyrir að spyrja mig að þessu!

Orðið segir leitið og þér munuð finna!

Ég leitað alstaðar að Guði og að lokum sá ég útrétta hönd hans. Trú er sannfæring um það sem að menn vona, fullvissa um hluti sem að ekki er auðið að sjá með jarðneskum augum, hún er í hjartanu, ekki höfðinu.

Sannarlega vildi ég finna Guð, Guð Andans, en ekki bara bókstafsins. Ég tók á móti Jesú, áður en ég hafði nokkra þekking á Orði hans. Hans Heilagi Andi snerti mig og frelsaði sál mína úr fjötrum myrkursins. Fram að því hafði ég ekki gert mér grein fyrir því í hve miklu myrkri ég gekk.

Ég hafði verið að reyna að tengja mig Guði,með því að kyrra hugann og hugsa jákvætt, borða rétt, vera góð við menn og dýr og í stuttu máli, þá var ég að reyna að smíða minn stiga upp til Guðs. Að gera mig betri, svo að hann vildi tala við mig. Ég var sjálf að reyna að réttlæta mig, með öllu góðu sem mér hugkvæmdist að gera. En Orðið segir að; "allir menn eru syndugir og skortir Guðs dýrð", enginn getur frelsað sjálfan sig.

í Jóganu (sem er trúarbragð, ef að menn skyldu ekki átta sig á því), er sú kenning að allt sé eins og það eigi að vera, enginn djöfull, bara sálir á þroskabraut Alheimsins.

Þar er það Karmalögmálið sem að ræður því hvar þú ert staddur og menn trúa á endurholdgun.

Karma - lögmálið segir að þú uppskerð eins og þú sáir í hverju lífi og þegar að þú fæðist næst, þá greiðir þú skuld þína, t.d. að vera stéttlaus einstaklinur án þeirra mannréttinda sem að við hér á Íslandi almennt trúum að séu réttur hvers mannsbarns, að hafa fæði og húsnæði og tækifæri til að eignast gott líf.

Eða þú uppskerð meiri blessun og ert bæði ríkur í anda og hinu veraldlega, vegna þess sem að gerðis í síðasta lífi. Allt er þetta þroskaganga sálar þinnar og inngrip inn í þitt Karma frá öðrum mönnum, er ekki til ætlast. Þess vegna fá hinir stéttlausu að vera þar sem þeir eru og deyja þegar að þeirra tími kemur. Þú fæðir ekki og klæðir meðbróður þinn, það getur truflað hans Karma. Hver og einn á að vera sáttur við sitt og fara í gegn um sitt Karma.

Þú ert með þessari þroskagöngu þinni að færast nær Guðdómnum og í gegn um öll lífin sem að þú lifir, smíðar þú andlegan stiga upp til Guðs. Allt það meinlæta líf sem að menn leggja á sig, til að reynast andlegir, er hluti af þessari andlegu byggingu.

Flott á blaði, en ekki að lifa, hverjum finnst gott að vera hungraður og þreyttur, án alls.

Þetta er Helsi, en ekki Frelsi!

Munurinn á Kristinni trú og öllum öðrum trúarbrögðum er þessi:

Í öllum trúarbrögðum heimsins, eru menn á einhvern hátt að reyna að fá velþóknun hjá Guði, með því hversu oft þeir biðja, drepa fyrir Guð sinn (Íslam), borða einungis grænmetisfæðu til að hreinsa sig og verða þannig andlegri og fórna jafnvel eitthverju á brennifórnar altarinu og svo má lengi telja.

Eins og segir í Jóhannesar-guðspjalli;

3kafli "16Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

Hvað þýðir þetta eiginlega. Jú við þurfum ekki að klifra upp til Guðs, hann kom sjálfur niður til mín og þín.

1Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2Hann var í upphafi hjá Guði. 3Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. 4Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. 5Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.

9Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. 11Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. 12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. 13Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.

16Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan. 17Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist. 18Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.

Jesús kennir að þú eigir að huga að þínum minnsta bróður og hjálpa honum. Jesús sagði; Í Matteusar - Guðsspjalli 22. 37 - 40.

 ",Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.' 38Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. 39Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' 40Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir."

Guð er Kærleikur og án Guðs erum við ófær um að elska sem hann. Enginn á í sjálfum sér kærleikann, en Guð gefur örlátlega þeim sem að hans leita og taka við hans hjálpræði, sem er Sonurinn eini - Jesú Kristur.  

G.Helga Ingadóttir, 23.11.2007 kl. 12:21

12 Smámynd: Ingibjörg

ég skil þú átt við að joga sé ekki fyrir þig og að þú hafir fundið þína leið sem er semsagt kristintrú. truin er i hjartanu ekki hofðinu já sammala þvi 

þú sagðir satan birtist í ljosengilsmynd viltu þá meina að það sé slæmt að stunda joga hvers vegna heldur þu að það se ekki rett leið ,er eitthvað varað við því í bibliunnu eg bara spyr vegna þess eg hef ekki fengið goð viðbrögð hja kristnum manni sem eg þekki þegar eg minntist á hugleiðslu skyldi það ekki alveg

Ingibjörg, 25.11.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband