Saman stöndum við!

Þegar hjartað er fullt af sárum og sjálfsmyndin sködduð, þegar hugurinn segir þér að þú sért ómöguleg/ur, að þú fallir alltaf um sömu smásteinana, þú sért vonlaus og getir þetta ekki, þá er hönd föðurins þér nálæg og biður þess að þú/ég grípir í hana og leifir honum að reisa líf þitt/mitt við.

Hann er nálægur þeim sem hefur sundurmarinn anda og sundurkramið hjarta, segir Ritningin.

Hann vill lækna sár þín og bera á þau smyrsli, fylla þig djörfung og gleði. Að þú sért eins og barnið, öruggt í hans fangi, þú getir hreinlega kastað þér í fang hans, hann muni grípa þig.

Hann er elskandi og umhyggjusamur Faðir, fullkominn og lýtalaus, svo dýrðlegur að við getum ekki gert okkur það í hugarlund. Nærvera hans er full af friði, sem enginn getur gefið nema hann.

 

Við sem erum trúuð eigum að bera byrðarnar með hvort öðru, ekki síst í bæninni. Ef einhver er á þeim stað að hann getur ekki beðið með orðum, þá heyrir Guð andvörpin, og nafnið Jesús hefur leysandi kraft. Á Lindinni eru bænastundir mörgum sinnum á dag og einnig fólk á bænalínunni, sem að getur beðið með þér.

Nú er engin fyrirdæming fyrir þér sem að tilheyra Kristi og leifðu Guði að dæma, bæði sjálfan þig og aðra, hann þarf ekki hjálp. Að fyrirgefa öðrum og þiggja fyrirgefningu Guðs, er yndisleg gjöf, megi mér og þér auðnast að taka við henni.

Nú er náðartími og Dómurinn er ekki út genginn. Kristur kom til að frelsa Heiminn, hann fór á Krossinn, svo að þú og ég þyrftum ekki að dæmast. Það er náð sem að hugur minn fær seint skilið.

Ég bið fyrir þér, ég legg alla mína bloggvini fram fyrir Drottinn og alla þá sem að þetta lesa og ég bið að Drottinn sjálfur megi mæta þér og þínum þörfum.

Drottinn blessi þig í dag og mæti öllum þínum þörfum. Amen!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:26

2 identicon

TAKK FYRIR að vera til og miðla til okkar,sem kíkjum til þín. Megi algóður GUÐ vera með þér og þínum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 03:45

3 Smámynd: Linda

Þúsund þakkir vina og Guð blessi þig.

Linda, 23.11.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband