27.3.2007 | 10:27
Vorhreingerningar framundan í Eldstó Café !
Það er í mér hugur að opna litla kaffihúsið mitt í vor og við erum á kafi í að endurskipuleggja hjá okkur, einhvað sem að við göngum í gegn um á hverju ári. Alltaf að læra hvað má fara betur. Ég vonast til að það verði í þessu sígandi gangur eins og áður, suma er allavega farið að lengja eftir að fá góðan kaffisopa og með því. Og þá er bara að taka sig saman í andlitinu, hætta þessu rápi á blogginu og byrja. Híf opp og syngið með!
Sjá inn á www.eldsto.is
Lífstíll | Breytt 28.3.2007 kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.3.2007 | 10:31
Lífið, gleðin og sorgin!
Fæddist inn í þennan heim á því herrans ári 1961 og man eftir mér allveg frá 2ja ára aldri. Snemma fór að bera á því í minni skapgerð, að ég lét ekki vel að stjórn og vildi fara eigin leiðir. Talaði mikið og var hávær, var því ekki allra yndi.
En innra með mér bærðist þessi lífsþorsti og þrá eftir ævintýri. Heimurinn var dásamlegur, sama hversu mótlætið var hart. Guðsneystinn inni í sál barnsins var svo sterkur og móttækilegur fyrir því að hamyngjan væri jú handan við hornið. Trú á hið góða og göfuga myndi sigra hið illa.
Heimiliserjur og skoðannaskifti hinna fullorðnu bárust til eyrna mér og snemma fór ég að íhuga orsök og afleiðing, þetta stóra EF!
Einelti vegna ofitu fylgdi mér frá barnsaldri og fram undir tvítugt. 14 ára fór ég að taka á ofituvandanum, en þá var ég komin í 3ja stafa töluna í þyngd.
Orð eins og þú gengur eins og mörgæs, þú lítur út eins og gjarðalaus tunna, eða bara hróp og hlátur frá ókunnugum unglingum í strætó, smugu inn í sálina og settust þar að. Að vera grýtt af hópi unglinga og taugaáfall í kjölfarið, vegna illsku sem að ég skyldi ekki krömdu hjarta mitt. þá var ég 15 ára.
Í huga mínum var mynd af mér, sem leit ekki út eins og spegilmyndin, sem ég vildi helst ekki kannast við og markmiðið var sett.
Það var tekið á og kílóin fuku, en húðin var í yfirstærð og ég leitaði á náðir bróður míns, sem að var mikill íþróttamaður, hafði æft sund, júdó, lyftingar og var keppnismaður í líkamsrækt. Hann tók mig að sér og kenndi mér sundtökin á ný, en þau voru gleymd, því ekki hafði ég viljað láta sjá mig fáklædda í sundi fram að því.
Fyrr en varir vor 500 m. að baki og síðar 1000 metrarnir. Ég fór að lyfta með köllunum úr Jakabólinum, ásamt bróður mínum og var það góður félagsskapur, þeir voru góðir við mig og mjög hvetjandi.
Milli mín og bróður míns var einungis 1 ár og við höfðum deilt saman herbergi frá unga aldri og fram á unglingsár, enda bjuggum við mjög þröngt fram að því, en þá byggðu foreldrar mínir í efra Breiðholti, á tímum óðaverðbólgu.
Sorgin mætti mér þegar ég stóð á tuttugasta og öðru aldursári, með miklu höggi. Bróðir minn hafði tekið sitt eigið líf, í kjölfar röð áfalla sem að hann varð fyrir. Síðasta áfallið hans, hryggbrot af slysförum og líka í ástarlífinu, gerðu það að verkum að hann fór inni í mirkur og vonleysi sem hann sá ekki út úr.
Ég leið áfram í einhverri móðu og grét nótt og dag í heilann mánuð. Engin minningagrein var skrifuð um hann, þetta var fjöldskylduskömm og menn forðust að ræða málin. Í yfir tuttugu ár hef ég saknað hans og alltaf ætlað að skrifa þessa grein um hann, kveðja hann og heiðra minningu hans. Hann var bróðir minn og vinur í raun, en það eru þessi stóru EF að þetta og hitt hefði verið öðruvísi.
Mig langaði til að hrópa út í heiminn, hann var góður, hann var sterkur, hann var vel gefinn og í hann var vinur, hann var bróðir minn, hluti af mér, en hann var hræddur og hann kunni ekki að bogna. Hann gerði þetta ekki til að meiða neinn, hann var í mirkri og hann sá ekki út. En það áttaði sig engin á því og því fór sem fór.
Ég lærði þá lexíu að ekkert skiftir eins miklu máli og fólk, ekkert getur gefið okkur eins mikla gleði og þeir sem að við elskum. En að kunna að sýna ást, í heimi sem að kallar SANNAÐU ÞIG, sýndu hvað þú getur, hver þú ert, ekki endillega innst, heldur yst, þarf mikla djörfung í og kraft til að synda á móti straumnum.
Og ég fór að leita að ástinni, í öllu mögulegu og ómögulegu. Ég trúði á tilvist Guðs, en vissi ekki hvernig ég ætti að tengja mig honum.
Ást án skilyrða varð ég viss um að væri svarið, á þessari leit minni. En ég fann að ég í sjálfri mér átti erfitt með að elska án skilyrða. Ég vildi fá ást! Ég reyndi að gefa ást, en hún var takmörkuð, lituð af eigingirni og þörf. Og ég hrópaði til Drottins, einhvers staðar hlaut hann að vera!
18.3.2007 | 23:20
Við höfum verið á kafi í verkefnum og vorið nálgast.
Nú nálgast vorið óðum og við erum á fullu að hanna og búa til nýja hluti. Þór - maðurinn minn, er búinn að gera mikið af bollum, sérmerkta fyrir einstakling og fyrirtæki og líka fyrir Eldstó.
TK bollinn er nú loksins að koma aftur hjá okkur, en ég er búin að mála slatta af þeim og mun gera meira af því.
Í nánd eru nemenda tónleikar, en ég er að vinna 4 st. í píanóleik og er stefnan að drífa sig í að klára söngkennarann. Ég er líka að hugsa um að hafa tónleika í vor, ef að vel viðrar í Eldstó og jafnvel úti við. Svona opnunar tónleika. Fá nokkra vini, ekki af verri endanum til að koma og spila, og syngja svolítið sjálf líka.
Síðan kemur sumarið af fullum þunga og vonandi drukkna ég í gestum, eins og síðasta sumar. Ég vinn nú að svolitlum endurbótum, þannig að aðgengi að súpu og salatbar verði betra. Læri alltaf einhvað á hverju sumri, sem að betur má fara.
Ég mun ekki blogga mjög mikið á næstunni og trúlega ekkert í sumar. En hugsa hlýlega til allra sem að heimsækja mig á bloggið og vonandi komið þið öll við í sumar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 08:52
Að skipuleggja sig og hafa trú á sjálfum sér!
Ég er alltaf að reyna að skipuleggja mig, án þess þó að lífið verði streð og eftirsókn eftir vindi. Forgangsraða, það er málið. Hvað skiftir mig mestu máli í lífinu. Hvað mig varðar, þá ætti það að vera samband mitt við Guð, að ég gefi mér tíma til að biðja og hugleiða hans Orð, því að það er mér gott veganesti inn í daginn.
Ekki tekst mér þó alltaf vel til, en veit samt í hjarta mínu að kærleiki og umhyggja Guðs hefur ekki breyst hvað mig varðar (eða aðra), einungis það að ég fer á mis við að finna fyrir gleði þeirri og friði, sem hann einn getur gefið mér. Og þá byrja ég að streða og oft á tíðum að leika Guð.
Ég er haldin þeirri áráttu að vilja sjá árangur og helst fá lausn á öllum vandamálum. Það er minn stærsti veikleiki og mesti styrkur. Minn mesti styrkur, þegar ég leita Guðs og legg málin í hans hendur og minn mesti veikleiki, þegar ég veð áfram í eigin mætti og ætla að leysa málin fyrir allt og alla.
Í dag ætla ég að gefa mig Guði á vald og biðja hann um hjálp, því ég veit að hann synjar mér ekki.
Megi Guð blessa þig, sem þetta lest og vera með þér!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef verið að hugleiða þetta með valdið og hvers vegna menn sækjast eftir völdum. Hvað sjá menn/konur í valdinu, hvað felur það í sér?
Þegar ég hugsa um "vald" þá er það sá sem ræður. Það þykir mörgum mjög eftirsóknarvert, en valdinu fylgir líka mikil ábyrgð, sem að oft er ekki staðið undir sem skyldi.
Menn sækjast eftir völdum og nota það oft á tíðum til að hlaða undir sjálfa sig og búa í haginn fyrir sig og sína. Auðvelt er að hrokast upp og telja sjálfum sér trú um að nánast allt sé leyfilegt í krafti valdsins. Birting valdsins hefur því verið í aldanna rás, oft sem tæki til að kúa og misbjóða öðrum sem að minni völd hafa. Er þetta ekki Frumskóarlögmálið í hnotskurn?
Af hverju er ég að hugleiða þetta. Ég er búin að vera að fjalla um undirgefni, þá sem Biblían boðar og því finnst mér það rökrétt að spá í valdið.
Það hefur staðið í mörgum þetta með undirgefnina og stöðu konunnar samkvæmt Biblíunni. Kristur er opinberun undirgefninnar, eins og ég skil það, en hann er líka opinberun á valdi Guðs, enda er hann allt í öllu. Ef skoðað er hvernig Kristur fer með vald sitt, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Jesús sagði sjálfur; "að áður en allt var til, er ég."
Jesús Kristur er kærleikur og hans birting af valdinu er í algjörri andstöðu við þá valdbirtingu sem að oft sést í heiminum. Kristur sagði að sá sem sækist eftir völdum sé í raun allra þjónn. Sá einstaklingur sem að fer með völd, þarf að axla mikla ábyrgð og svara fyrir allar sínar gjörðir gagnvart Guði. Vald = ábyrgð!
Ef að menn skyldu til fullnustu ábyrgð sína, þá væri nú margt öðruvísi en það er. Kristur lagði líf sitt í sölurnar fyrir manninn, sköpun sína, leirinn sem guð mótaði og blés lífsanda í. Kristur er Drottinn Drottna og Konungur Konunga, samkvæmt ritningunni.
Hann auðmýkti sig og kom í mannslíki til jarðarinnar, sté úr hásæti hásætanna, til að deyja fyrir sköpun sína. En sem hreinn og heilagur Guðssonur, þá svelgdi líf hans upp dauðann, hann sigraði dauðann. Vald Krist er æðra valdi dauðans. Þetta kostaði samt fórnir miklar, krossgönguna meðal annars.
Jesú Kristur notaði vald sitt gegn hinu illa, en gangvart manninum er hann miskunnsamur og kærleiksríkur. Hann kom til að sigra óvinarins veldi með andlegu yfirburðar valdi, en hann gekk um, leysti fjötra, læknaði sjúka og seðjaði hungur.
Valdbirting Krist sýnir falsleysi, réttvísi, miskunnsemi, gafmildi, þolgæði, kærleika, huggun, hvatningu, uppbyggingu og svo mætti lengi telja. Þetta er það vald sem að Guð gefur. Jesús sagðist ekkert gera sem að ekki værir í Föðurnum, (sem að hvert faðerni ber nafn af) og notaði því vald sitt einungis í fullkominni undirgefni við Föðurinn.
Jesús hefur vald yfir náttúrlegum öflum og hann hefur vald yfir andlegum öflum. Það vald sem að Kristur gefur okkur mönnunum er andlegt vald og hann einn getur kennt okkur að nota það í sínum heilaga anda.
Valið sem af mönnum er gefið er náttúrlegt, en andlegt vald er máttugra því. Öllu náttúrlegu valdi ríkir andlegt vald yfir og því er sá sem meðvitaður er um hið andlega vald, raunverulega með spilin í sínum höndum.
Enda segir Ritningin að baráttan sé ekki við hold og blóð, heldur við heimsdrottna þessa mirkurs, tignirnar og völdin, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Kristur vann fullkominn sigur yfir öllu valdi á Krossinum og fyrir hans valdi þarf allt vald að beygja sig. Þetta segir Ritningin.
Við mennirnir getum verið að hártogast um hver eigi að ráða hér á meðal okkar mannanna, en þegar upp er staðið, skiftir það ekki máli, þannig séð. Ekki ef við trúm því sem að Ritningin segir. Þar er það hið andlega vald sem að ræður, ekki hið veraldlega sem að mun uppsvelgjast á sínum tíma, en hið andlega vald er eylíft.
Ritningin segir að við höfum vopn til að berjast með gegn óréttlætinu, en þau eru andleg, fyrst og fremst. Meðan að heimurinn er, þá verður stríð. Við mennirnir munum stríða, vegna þess hvernig við erum, full af sjálfsréttlætingum og eigingirni. Vissulega er samt þessi þrá í okkur eftir kærleikanum og hamyngjunni. Þegar að maðurinn leitar eftir kærleikanum falslaust, af einlægni og sækjist eftir honum meir en öllum heimsins verðmætum, þá mun hann svo sannarlega finna hann. Að sigra sjálfan sig er stærsti sigurinn og fyrsta skrefið í að geta sigrað nokkuð annað.
Ég er þess fullviss að ekki er hamyngjuna að finna í því valdi, sem að við mennirnir, svo oft sækjumst eftir og fórnum jafnvel öllu fyrir.
Ég er þess fullviss að hana er einungis að finna í Guði, sem er æðsta vald, en sá eini sem að hægt er að treysta, að með það vald kunni að fara. Almáttugur, alvitur og miskunsamur Guð, sá eini sem að getur birt okkur kærleikann fölskvalausan.
18.2.2007 | 14:26
Lofgjörð til Drottins
Dýrmætasta gjöfin ert þú - Jesús!
Þitt konungsríki mér tilheyrir.
Gleði, viska, fegurð og friður,
þín elska, þinn andi, þitt líf!
Ég þakka og ég fagna frelsi.
Vil ganga í anda þíns sannleika.
Oh! gef minn Jesús að í þínum eldi,
brenni öll synd, já sjálfselska.
Því þú gefur kærleika og mætir þörfum.
Þinn heilagi andi - hann er alltaf að störfum.
Þú læknar sjúka og seðjar hungur,
sjá lýður þinn talar heilagar tungur!
Í vilja þínum ég vil ætíð vera.
Vasklega ganga og þína brynju bera,
bæta ráð mitt, en gleyma því ekki -
að fyrir þína náð, féllu mirkursins hlekkir!
Dýrmætasta gjöfin ert þú - Jesús!
G.Helga Ingadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2007 | 13:18
Hversdagsleikinn
Ég er upptekin í hversdagsleikanum!
Samt er allt eins og einhvað sé í gangi, eftirvænting eftir augnablikinu, alltaf einhvað að gerast inni í höfðinu á mér.
Lífið er skrítið, fullt af upplifunum og atvikum, sem oft er erfitt að skýra.
Mér finnst gott að geta sagt við minn Guð, að það sé gott að vita af honum mér við hlið, þar sem að augljóslega get ég ekki haft stjórn á þessu öllu saman. Lagt í hans hendur allt það sem ég finn mig vanmáttuga í að gera, stjórna.
Ég eldist, það er lögmálið sem við lútum víst öll, en inni í mér er ég þessi stelpa, stundum lítil, stundum stór og þarfir mínar alltaf til staðar, nokkuð óbreyttar. Út frá þessum upplifunum skoða ég tilveruna og reyni að skilja.
Það er því þannig farið að öll höfum við þarfir, hvar og hvernig sem að við erum stödd, hversu ung eða gömul, fríð eða ófríð, öll þörfnumst við kærleika, athygli og hvatningar, að við séum mikilvæg og einhvers virði.
Það er áskorun fyrir mig að skoða umhverfi mitt og reyna að gefa af mér á þann hátt, að fólkið sem að ég umgengst finni sig einhvers virði í samskiftum við mig. Ég veit að í sjálfri mér er ég vanmáttug að mæta þörfum allra sem á leið minni verða, en með Jesú mér við hlið, þá vona ég að hann geti opinberað sig í mér. Hann sagið sjálfur að án hans gætum við ekkert gert, enda er uppspretta kærleikans í Guði. Því bið ég í dag að ég gleymi ekki Guði mínum, svo hann mætti starfa í mér og út fyrir mig.
Guð blessi þig sem að þetta lest og gefi þér tilgang og brautargengi í dag!
Lífið og Tilveran | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 10:27
Lofsöngur
Opnaði munninn
Og út flaug fuglinn
Flögraði um syngjandi
Hnýpið hjarta réttir úr sér
og opnar sig
Líkt og lækur - síðan foss
flæðir inn og fæðir af sér
annan fugl - hann flýgur út
Flögrar um syngjandi
G.Helga Ingadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2007 | 21:54
Undirgefni!
Af gefnu tilefni, þá langar mig til að vera með smá hugleiðingu um undirgefni. Í Biblíunni er mikið talað um undirgefni og mörgum finnst það stuðandi. Ég fyrir mína parta fer ekki í baklás eða vörn, þegar að það orð ber á góma, enda er Jesú Kristur fyrirmyndin í þeim efnum.
Menn túlka þetta orð undirgefni mjög neikvætt, en eins og ég skil það, að þá þýðir það að gefa sér á vald einhverjum, í fullu trausti.
Ég ætla að reyna að koma þessu saman á skilmerkilegan hátt og vera ekki of langmál. Ég styðst við Ritninguna, án þess þó að fletta þessu nákvæmlega upp núna, hvar það er, en get gert það seinna.
Jesús er, eins og ég sagði, fyrirmynd númer 1. Hann sagði sjálfur um sig að ekki segði hann neitt, sem ekki væri frá Föðurnum, af sjálfum sér talaði hann ekki. Hann í þessum skilningi á við sjálfan sig í holdi, trúlega, en lýsir yfir fullkomniri undirgefni við vilja Guðs Föður. Hann var löngum stundum frammi fyrir Föðurnum í bæn og hugleiðslu og gaf sig Guði á vald. Þjónusta hans var að vinna allt í heilögum anda Guðs.
Í Jóhannesar guðsspjalli er talað um þegar að Jesús þvoði lærissveinum sínum um fæturna. Pétri fannst þetta ekki boðlegt að Meistarinn þvægi þjónum sínum um fæturna, það værir frekar þeirra verk að þvo Meistaranum um fæturna. En Jesús sagði að ef hann fengi ekki að þvo honum um fæturna, þá ættu þeir enga samleið. (Sjá betur í Jóh. 13, 4 - 10)
" Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfir höfn sína og sest aftur niður, sagði hann við þá: Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, því að það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hvers annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður. " (Jóh.13, 12 - 15)
Þjónusta við Jesús er að vera í auðmýkt og undirgefni gagnvart hvor öðrum. Jesús býður okkur að elska náungann eins og okkur sjálf. Hvernig er það hægt, án þess að komi til undirgefni og auðmýkt.
Undirgefnir er ekki að bjóða upp á kúun, því að það sýndi Jesús glögglega að var ekki málið, heldur fúsleiki til að þjóna öðrum og þyggja þjónustu. Enginn er öðrum æðri í þeim efnum og reyndar tekur Jesús svo sterkt til orða, að sá sem mikill vill verða og hafa vald, hann sé allra þræll.
Það má hártogast og mistúlka alla hluti, ef að menn vilja, en Ritninguna ber að lesa í heild sinni, en ekki taka úr samhengi. Biblían er andleg bók, skrifuð fyrir andan, en ekki holdið. Reyndar stendur í Biblíunni að sá sem ekki hefur meðtekið anda Guðs, skilur ekki það sem af andanum er gefið.
Þess vegna biðja margir trúaðir áður en þeir lesa Orðið, til þess að andinn sé reiðubúinn.
Hjónabandið er stofnun Guðs, samkvæmt Ritningunni og á að endurspegla kærleika Krist og Kirkjunnar, þ.e. samband Guðs við mennina. Þess vegna í þeirri mynd er hjónabandið heilög stofnun, með háleitt hlutverk. Í 5.kafla Efesubréfsins er skrifað um það. Og af fyrirmynd þeirri sem Jesús gaf, þegar hann þvoði lærissveinum sínum, þá er þetta ekki spurningin um að einhver hafi merkilegra hlutverk en hinn. Karl og kona eru frammi fyrir Guði sínum jöfn, með jafnan rétt og elskuð með óskilyrtum kærleika Guðs.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.2.2007 | 10:07
Takk fyrir góð viðbrögð við síðasta bloggi!
Ég hef verið að tjá mig um upplifun mína á viðbrögðum manna, vegna skoðanna Kristna á samkynhneigð! Ekki hefur staðið á viðbrögðum, en ég verð að segja að mér finnst bara gott að koma út úr skápnum með skoðanir mínar.
Ég er ekki að biðja um að allir séu mér sammála, einungis að ég verði umborin og ekki vanvirt vegna skoðanna minna og trúar. Þetta er nákvæmlega það sama og samkynhneigðir í upphafi lögðu af stað með, að þeir fengju að lifa sínu lífi, án þess að verða fyrir háði og spotti, hvað þá obeldi, sem að sumir þurftu að þola.
Og ég endurtek, að enginn ætti að þurfa að þola slíkt.
En þannig er þetta nú bara virðist vera með manninn, að sumir eru alltaf tilbúnir með stóru orðin og yfirlýsingarnar. Áður gegn samkynhneigðum, en nú gegn Kristnum. Kanski eru þetta þeir hinir sömu og áður, hafa bara skift um andlit? (Ég veit ekki, segi bara svona)!
Ég ber virðingu fyrir sköpun Guðs, sem að erum við mennirnir, meðal annars og þar eru samkynhneigðir engin undantekning. Einn minn besti vinur var bysexual og var drengur góður. Blessuð sé minning hans. Mér fannst hann alltaf kynferðislega ruglaður og hann vissi vel af þeirri skoðun minni, en ég elskaði hann sem vin. Og ég sakna hans.
Hér á minni Bloggsíðu hefur fólk verið að lýsa sínum persónulegu skoðunum á mér, manneskju sem það þekkir hvorki haus né sporð á. Og það hafa verið yfirlýsingar sem eiga sér enga stoð.
Ég veit að ég segi satt, þegar ég segi að ég hef ekki verið að ráðast á samkynhneigt fólk. Ég bið bara um að mínar skoðanir og trú séu virtar og ekki hafðar að háði. Ég er líka manneskja og við kristið fólk.
Engin manneskja er fullkomin í sjálfum sér, það er mín staðfasta trú. Ég trúi á Guð og þarf á honum að halda, vegna þess að ég í sjálfri mér er vanmáttug. ég hef valið þá leið að vera heiðarleg og samkvæm sjálfri mér, eftir fremsta megni. Það er mér mjög mikilvægt, vegna trúar minnar. Já mitt skal vera já og nei, nei! Þetta er mitt mottó. Ekki alltaf auðvelt að lifa eftir, en mitt val.
Ég vil að lokum þakka viðbrögð og fyrirgef þeim sem hafa verið stórorðir í yfirlýsingum. Hafi ég sært einhvern, þá biðs ég fyrirgefningar. Það er ekki meiningin með þessari umræðu.