Lífið, gleðin og sorgin!

 

Fæddist inn í þennan heim á því herrans ári 1961 og man eftir mér allveg frá 2ja ára aldri. Snemma fór að bera á því í minni skapgerð, að ég lét ekki vel að stjórn og vildi fara eigin leiðir. Talaði mikið og var hávær, var því ekki allra yndi.

En innra með mér bærðist þessi lífsþorsti og þrá eftir ævintýri. Heimurinn var dásamlegur, sama hversu mótlætið var hart. Guðsneystinn inni í sál barnsins var svo sterkur og móttækilegur fyrir því að hamyngjan væri jú handan við hornið. Trú á hið góða og göfuga myndi sigra hið illa.

Heimiliserjur og skoðannaskifti hinna fullorðnu bárust til eyrna mér og snemma fór ég að íhuga orsök og afleiðing, þetta stóra EF!

Einelti vegna ofitu fylgdi mér frá barnsaldri og fram undir tvítugt. 14 ára fór ég að taka á ofituvandanum, en þá var ég komin í 3ja stafa töluna í þyngd.

Orð eins og þú gengur eins og mörgæs, þú lítur út eins og gjarðalaus tunna, eða bara hróp og hlátur frá ókunnugum unglingum í strætó, smugu inn í sálina og settust þar að. Að vera grýtt af hópi unglinga og taugaáfall í kjölfarið, vegna illsku sem að ég skyldi ekki krömdu hjarta mitt. þá var ég 15 ára.

Í huga mínum var mynd af mér, sem leit ekki út eins og spegilmyndin, sem ég vildi helst ekki kannast við og markmiðið var sett.

Það var tekið á og kílóin fuku, en húðin var í yfirstærð og ég leitaði á náðir bróður míns, sem að var mikill íþróttamaður, hafði æft sund, júdó, lyftingar og var keppnismaður í líkamsrækt. Hann tók mig að sér og kenndi mér sundtökin á ný, en þau voru gleymd, því ekki hafði ég viljað láta sjá mig fáklædda í sundi fram að því.

Fyrr en varir vor 500 m. að baki og síðar 1000 metrarnir. Ég fór að lyfta með köllunum úr Jakabólinum, ásamt bróður mínum og var það góður félagsskapur, þeir voru góðir við mig og mjög hvetjandi.

Milli mín og bróður míns var einungis 1 ár og við höfðum deilt saman herbergi frá unga aldri og fram á unglingsár, enda bjuggum við mjög þröngt fram að því, en þá byggðu foreldrar mínir í efra Breiðholti, á tímum óðaverðbólgu.

Sorgin mætti mér þegar ég stóð á tuttugasta og öðru aldursári, með miklu höggi. Bróðir minn hafði tekið sitt eigið líf, í kjölfar röð áfalla sem að hann varð fyrir. Síðasta áfallið hans, hryggbrot af slysförum og líka í ástarlífinu, gerðu það að verkum að hann fór inni í mirkur og vonleysi sem hann sá ekki út úr.

Ég leið áfram í einhverri móðu og grét nótt og dag í heilann mánuð. Engin minningagrein var skrifuð um hann, þetta var fjöldskylduskömm og menn forðust að ræða málin. Í yfir tuttugu ár hef ég saknað hans og alltaf ætlað að skrifa þessa grein um hann, kveðja hann og heiðra minningu hans. Hann var bróðir minn og vinur í raun, en það eru þessi stóru EF að þetta og hitt hefði verið öðruvísi.

Mig langaði til að hrópa út í heiminn, hann var góður, hann var sterkur, hann var vel gefinn og í hann var vinur, hann var bróðir minn, hluti af mér, en hann var hræddur og hann kunni ekki að bogna. Hann gerði þetta ekki til að meiða neinn, hann var í mirkri og hann sá ekki út. En það áttaði sig engin á því og því fór sem fór.  

Ég lærði þá lexíu að ekkert skiftir eins miklu máli og fólk, ekkert getur gefið okkur eins mikla gleði og þeir sem að við elskum. En að kunna að sýna ást, í heimi sem að kallar SANNAÐU ÞIG, sýndu hvað þú getur, hver þú ert, ekki endillega innst, heldur yst, þarf mikla djörfung í og kraft til að synda á móti straumnum.

Og ég fór að leita að ástinni, í öllu mögulegu og ómögulegu. Ég trúði á tilvist Guðs, en vissi ekki hvernig ég ætti að tengja mig honum.

Ást án skilyrða varð ég viss um að væri svarið, á þessari leit minni. En ég fann að ég í sjálfri mér átti erfitt með að elska án skilyrða. Ég vildi fá ást! Ég reyndi að gefa ást, en hún var takmörkuð, lituð af eigingirni og þörf. Og ég hrópaði til Drottins, einhvers staðar hlaut hann að vera!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elsku besta mín, þetta er sannarlega átakanlegt, en líka stórir sigrar.  Svo sannarlega ertu kjarkmanneskja og hetja.  Mig langar að gefa þér stóóórt knús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir hlýleg orð - Ásthildur mín og hér færður knús í huganum. Já lífið er ekki alltaf sólskyn, en svo lengi lærir sem lifir.

G.Helga Ingadóttir, 25.3.2007 kl. 18:39

3 Smámynd: Kolgrima

Ég samhryggist þér  

Kolgrima, 25.3.2007 kl. 23:55

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir Ester, innra með mér býr kraftur Guðdómsins, í sjálfri mér er ég ekki neitt. Allt megna ég fyrir kraft hans sem mig styrka gjörir.

Guð blessi þig Ester og mæti öllum þínum hjartans þrám, gefi þér gleði og græði á allan hátt.

Takk fyrir að koma við hjá mér.

G.Helga Ingadóttir, 27.3.2007 kl. 10:31

5 Smámynd: Vera

Stórt knús

Vera, 3.4.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband