Hugleiðing! "Valdið" eins og menn sjá það og "valdið" eins og Guð opinberar það!

 

 Ég hef verið að hugleiða þetta með valdið og hvers vegna menn sækjast eftir völdum. Hvað sjá menn/konur í valdinu, hvað felur það í sér?

 

Þegar ég hugsa um "vald" þá er það sá sem ræður. Það þykir mörgum mjög eftirsóknarvert, en valdinu fylgir líka mikil ábyrgð, sem að oft er ekki staðið undir sem skyldi.

Menn sækjast eftir völdum og nota það oft á tíðum til að hlaða undir sjálfa sig og búa í haginn fyrir sig og sína. Auðvelt er að hrokast upp og telja sjálfum sér trú um að nánast allt sé leyfilegt í krafti valdsins. Birting valdsins hefur því verið í aldanna rás, oft sem tæki til að kúa og misbjóða öðrum sem að minni völd hafa. Er þetta ekki Frumskóarlögmálið í hnotskurn?

Af hverju er ég að hugleiða þetta. Ég er búin að vera að fjalla um undirgefni, þá sem Biblían boðar og því finnst mér það rökrétt að spá í valdið.

Það hefur staðið í mörgum þetta með undirgefnina og stöðu konunnar samkvæmt Biblíunni. Kristur er opinberun undirgefninnar, eins og ég skil það, en hann er líka opinberun á valdi Guðs, enda er hann allt í öllu. Ef skoðað er hvernig Kristur fer með vald sitt, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Jesús sagði sjálfur; "að áður en allt var til, er ég."

Jesús Kristur er kærleikur og hans birting af valdinu er í algjörri andstöðu við þá valdbirtingu sem að oft sést í heiminum.  Kristur sagði að sá sem sækist eftir völdum sé í raun allra þjónn. Sá einstaklingur sem að fer með völd, þarf að axla mikla ábyrgð og svara fyrir allar sínar gjörðir gagnvart Guði. Vald = ábyrgð!

Ef að menn skyldu til fullnustu ábyrgð sína, þá væri nú margt öðruvísi en það er. Kristur lagði líf sitt í sölurnar fyrir manninn, sköpun sína, leirinn sem guð mótaði og blés lífsanda í. Kristur er Drottinn Drottna og Konungur Konunga, samkvæmt ritningunni.

Hann auðmýkti sig og kom í mannslíki til jarðarinnar, sté úr hásæti hásætanna, til að deyja fyrir sköpun sína. En sem hreinn og heilagur Guðssonur, þá svelgdi líf hans upp dauðann, hann sigraði dauðann. Vald Krist er æðra valdi dauðans. Þetta kostaði samt fórnir miklar, krossgönguna meðal annars.

Jesú Kristur notaði vald sitt gegn hinu illa, en gangvart manninum er hann miskunnsamur og kærleiksríkur. Hann kom til að sigra óvinarins veldi með andlegu yfirburðar valdi, en hann gekk um, leysti fjötra, læknaði sjúka og seðjaði hungur.

Valdbirting Krist sýnir falsleysi, réttvísi, miskunnsemi, gafmildi, þolgæði, kærleika, huggun, hvatningu, uppbyggingu og svo mætti lengi telja. Þetta er það vald sem að Guð gefur. Jesús sagðist ekkert gera sem að ekki værir í Föðurnum, (sem að hvert faðerni ber nafn af) og notaði því vald sitt einungis í fullkominni undirgefni við Föðurinn.

Jesús hefur vald yfir náttúrlegum öflum og hann hefur vald yfir andlegum öflum. Það vald sem að Kristur gefur okkur mönnunum er andlegt vald og hann einn getur kennt okkur að nota það í sínum heilaga anda.

Valið sem af mönnum er gefið er  náttúrlegt, en andlegt vald er máttugra því. Öllu náttúrlegu valdi ríkir andlegt vald yfir og því er sá sem meðvitaður er um hið andlega vald, raunverulega með spilin í sínum höndum.

Enda segir Ritningin að baráttan sé ekki við hold og blóð, heldur við heimsdrottna þessa mirkurs, tignirnar og völdin, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Kristur vann fullkominn sigur yfir öllu valdi á Krossinum og fyrir hans valdi þarf allt vald að beygja sig. Þetta segir Ritningin.

Við mennirnir getum verið að hártogast um hver eigi að ráða hér á meðal okkar mannanna, en þegar upp er staðið, skiftir það ekki máli, þannig séð. Ekki ef við trúm því sem að Ritningin segir. Þar er það hið andlega vald sem að ræður, ekki hið veraldlega sem að mun uppsvelgjast á sínum tíma, en hið andlega vald er eylíft.

Ritningin segir að við höfum vopn til að berjast með gegn óréttlætinu, en þau eru andleg, fyrst og fremst. Meðan að heimurinn er, þá verður stríð. Við mennirnir munum stríða, vegna þess hvernig við erum, full af sjálfsréttlætingum og eigingirni. Vissulega er samt þessi þrá í okkur eftir kærleikanum og hamyngjunni. Þegar að maðurinn leitar eftir kærleikanum falslaust, af einlægni og sækjist eftir honum meir en öllum heimsins verðmætum, þá mun hann svo sannarlega finna hann. Að sigra sjálfan sig er stærsti sigurinn og fyrsta skrefið í að geta sigrað nokkuð annað.

Ég er þess fullviss að ekki er hamyngjuna að finna í því valdi, sem að við mennirnir, svo oft sækjumst eftir og fórnum jafnvel öllu fyrir.

Ég er þess fullviss að hana er einungis að finna í Guði, sem er æðsta vald, en sá eini sem að hægt er að treysta, að með það vald kunni að fara. Almáttugur, alvitur og miskunsamur Guð, sá eini sem að getur birt okkur kærleikann fölskvalausan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn afþakkar allar hugmyndir um að einhverjar ímyndaðar fígúrur hafi eitthvað vald yfir honum.  Hugmyndir, góðar eða slæmar, geta haft vald yfir fólki, en Púkinn lítur á það sem vandamál og merki um að fólk geti ekki hugsað sjálfstætt.

Púkinn, 1.3.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju segir tölvufræðingurinn Friðrik Skúlason, að hugmyndir kristindómsins fjalli um "ímyndaðar fígúrur"? Friðrik er kannski á móti forsendulausum staðhæfingum, en hans eigin fullyrðing um þetta er sjálf ósönnuð! Sannaðu það, að Guð sé ekki til, Friðrik sem fórst út fyrir þitt svið, og taktu eftir, að ég ætlast til þess að þú reynir það (alls óhræddur samt við að þú getir það!), af því að þú lagðir hér fram hispurslausa staðhæfingu um að meintar "fígúrur" væru ekki til. Það er ekki hins sanna raunvísindamanns að halda fram hispurslausum staðhæfingum um það sem hann veit ekki.

Það er svo sannarlega óþarfi að vera að amast við góðu pistlunum hennar Helgu.

Jón Valur Jensson, 2.3.2007 kl. 01:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafi ég séð "fígúru" á þessari síðu, þá er það púkinn hans Friðriks. Af hverju notar hann ekki frekar mynd af sjálfum sér?

Jón Valur Jensson, 2.3.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Hef ekki haft mikinn tíma til að vera á Blogginu, eða Blogga. Gaman að þið gátuð komið við hjá mér og tjáð ykkur.

G.Helga Ingadóttir, 4.3.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er sammála Jóni Val að það sé alveg óþarfi hjá Friðrik Skúlasyni að hníta í þig
Helga þó svo hann”starfsins vegna” sjái allt í rökhugsun. Ég gluggaði í skrifin þín
og sé að þau eru full af kærleika. Ég er sjálfur efasemdarmaður en ég þakka
fyrir mig.

Snorri Hansson, 12.3.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband