Að koma út úr skápnum!

Það er athyglisverð umræða á bloggsíðunni hjá Jóni Vali Jenssyni.  Ráðstefna um lausn frá samkynja kynlífsháttum

Þykja mér margir sem gera athugasemdir við umfjöllun hans, kasta grjótum úr glerhúsum.

Menn æpa og emja og formæla kristum, vegna skoðanna þeirra og trúar. Hverjir eru að tala um ofsóknir? Ætti ekki sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa í heiðarleika og vera samkvæmur sjálfum sér. Ef að menn játa sig trúaða og vilja lifa í samræmi við sína trú, þá er það þeirra val. Ef menn vilja tjá sig um trú sína, þá er það líka þeirra val og réttur.

Hvaðan kemur þessi krafa manna um að allir eigi að leggja blessun sína yfir samkynhneigð í hjarta sínu. Mönnum getur þótt vænt um annað fólk, án þess endilega að vera sammála því hvernig það velur að lifa.

Er ekki tjáningafrelsi á Íslandi, eða er það meirhlutinn sem að ræður hvernig menn eiga að hugsa. Er þetta mál varðandi homma og lespíur komið í ögvana í hina áttina.

Ég hef fundið til með hommum og lespíum, sem hafa þurft að þola ofbeldi og einelti vegna kynhneigðar sinnar. Engin á að vera í þeirri stöðu.

En ég finn líka til með þeim sem þola nú einelti og andlegt ofbeldi frá múginu, vegna skoðanna sinna. Guð veit hvernig þetta á eftir að þróast, ef að menn sjá ekki að sér í hita leiksins. Hvar er þessi mikli kærleiki fólks gagnvart náunganum, ef menn segja ekki já og amen við því sem lýðurinn hrópar.

Menn segja burt með allan Rasisma, trúarbrögðin eigi að geta lifað hlið við hlið, í sátt og samlyndi. En hvernig er það í framkvæmdinni, ef menn og konur, sem að játa sig t.d. trúa því sem í Biblíunni stendur, eru talin vera klikkuð og sjálfsagt þykir að gera aðsúg að þeim á opinberum vetvangi á niðrandi hátt.

Skoði nú hver sig!

það fer að verða þannig með þessu áframhaldi, að það verður kallað að koma út úr skápnum með skoðanir sínar, sem kristinn einstaklingur. Óttinn um að verða útilokaður og úthrópaður vegna skoðanna sinna rekur fólk í felur. Það ættu Hommar og lespíur að vita.

Hvar er þessi kærleiki manna, sem segjast vilja umbera allt?


Leiðin opnuð

 

 

Syndandi sálir, sýktar og hrjáðar,

ásjóna óttans - gapandi tóm!

Nærvera drekans - blekkir og pínir

hann lokkar og lýgur,

í hugann smýgur - höggormsins eytur!

Sjá Guð hefur talað:

"Bölvður sértu höggormur,

á kviði þínum skaltu skríða

og mold eta, alla þína ævidaga.

Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar.

Milli þíns sæðis og hennar sæðis!

Það skal merja höfuð þitt, en þú skalt merja hæl þess!"

Við blóðgátt þess sæðis,

var leiðin opnuð

og háir sem lágir, líf sér keyptu

í dauða síns sjálfs:

Þá fagnandi sálirnar dansinn stigu,

á Guðdómsins bjargi

byggðu hús sín á ný:

"Því að svo elskaði Guð heiminn,

að hann gaf son sinn eingetinn,

til þess að hver sem á hann trúir,

glatist ekki, heldur hafi eylíft líf."

Höfundur Trúkona,  vitnar í 1.Mósebók og í Nýja testamentið.

 


Blóðrauð Krafa

 

Krafa um einhvað meira ruddist fram

Hún hljóp á vegg og sprakk

Blóðrauðar rákir runnu niður 

og mynduðu poll

neðan við vegginn

 

G.Helga Ingdóttir       


Þórarinn Tyrfingsson - hefur hann gleymt einhverju!

  Ég verð að segja að það hryggði mig að hlusta á hann Þórarinn í Kastljósinu á fimmtudagskvöldið 18.jan. síðastliðinn. Eitt af megin einkennum alkaholisma er hrokinn og jú, fræðin segja að alkaholismi sé ólækndi sjúkdómur, honum sé aðeins hægt að halda niðri með því að skoða sjálfan sig og spegla sig í öðrum í kring um sig, svo sem innan AA samtakanna. Samhæfa reynslu sína, styrk og vonir segir í SPORUNUM.

 

AA samtökin eru ekki trúfélag, en allir eiga þar að njóta friðhelgi með sína trú og virðingar. Þessu virðist Þórarinn hafa gleymt, þegar hann tekur svona stórt upp í sig og kallar Samhjálp trúarofstækis samtök. Samhjálp heyrir undir Fíladelfíu - Hvítasunnumenn og hafa þeir rekið meðferðarstarf síðan á 8. áratugnum, með nokkuðu farsælum árangri, eftir því sem ég best veit.

 

SÁÁ hefur einnig verið með farsælt meðferðarstarf, en ekki hafa þó allir gengið beinu brautina sem að því starfi hafa komið. Enda er alkinn  alltaf jafnlangt frá glasinu (vímugjafanum). Hjá SÁÁ eru gjarnan ráðgjafar starfandi sem að þekkja sjúkdóminn af eigin raun. Enda er sú skoðun ríkjandi að óvirkum ölkum gangi best að hjálpa ölkum sem að eru að koma úr neyslu.

 

SÁÁ á sínum tíma var með kapellu inni á Vogi, sem fólk var hvatt til að nota og leita til Guð síns, reyna að öðlast einhvern frið í sálina. Á Staðarfelli er falleg sveitakirkja og notuð vistmenn hana oft á dag, til bæna eða bara að sitja þar inni og hugleiða með sjálfum sér, var það talið gott og uppbyggilegt fyrir sjúklingana. Enda er talað um í AA bókinni að ómögulegt sé að takast á við alkaholisma án trúar, í eigin mætti. Ennþá þykir AA bókin vera eigulegur og góður gripur innan AA samtakana.

 

Ég hygg að ennþá sé fólk, sem fer í meðferð hjá SÁÁ, hvatt til að notafræra sér fundina innan AA samtakana. En eru þá AA samtökin ekki hættuleg. Þar er trúfrelsi og tjáningafrelsi. Þú mátt allveg eins tjá þig um trú þína sem hluta af þinni reynslu, eins og um t.d. vinnuna þína, eða um hvað annað sem að þú vilt.  Þessi samtök eru fyrir þá sem hafa sjúkdóminn alkaholisma og þeirra meginþema er 12 spora kerfið. Í sporunum er mikið talað um Guð og menn eru hvattir til að vinna sporin.

 

Meðferðin hjá SÁÁ er að jafnaði ekki lengri en 4-6 vikur og læknar ekki sjúkdóminn. AA er meðalið sem að alkinn er hvattur til að taka inn, notfæra sér fundina og sporin.

 

Mér finnst það einkennilegt að það skuli vefjast fyrir Þórarni hvað raunverulega var að gerast innan veggja Birgisins, hann með sína miklu þekkingu. Sér hann ekki einkenni sjúkdómsins, þekkir hann ekki þetta skólabókar dæmi um Alkaholisma. Að í atferli Guðmundar má sjá einkenni sjúkdómsins, að mínu viti og ekki er ég sérfræðingur, en sé þetta nú samt. Eitt af aðaleinkennum alkaholisma er afneitunin, sjálfsblekkingin og lýgin.  Sjúklingurinn getur lent inn í þessu ferli, jafnvel án þess að vera í neyslu, þá er það kallað þurrafyllerí. Dómgreind alka sem er á þurrafyllerríi er oft og tíðum svipuð og hann væri í neyslu. Og þá er voðinn vís, því að þar sem að sjúkdómurinn er virkur í atferli, þá líða margir þjáningar, sem að sjúklingnum standa og verða meðvirkir, ef að ekki er gripið inn í.  Allir alkaholistar geta orðið virkir í hegðun sinni, slegið niður í sjúkdómnum. Þetta veit Þórarinn, en hann minnist ekki á þetta einu orði, heldur eyðir öllu púðrinu í að úthrópa Samhjálp.

 

Hvernig er hægt að hvetja fólk til andlegrar iðkunnar, en á sama tíma segja að það sé hættulegt. Mér finnst þetta vera þversögn. Er dómgreind Þórarins sú besta, veit hann best hvað hentar öllum alkaholistum. Alkaholistar eru fólk úr öllum stéttum þjóðfélgasins og eins mismunandi persónuleikar og þeir eru margir. Mörgum hentar vel þessi fræðsla hjá SÁÁ og er hún vissulega góð á margan hátt. En hún er fyrir höfuðið, svona til að afrugla alkann, en ekki fyrir andan. Margir þrá einhvað meira og dýpra. Er það BANNAÐ og er það HÆTTULEGT. Er þá ekki hættulegt að hugleiða? Eða gera einhverjar aðrar andlegar æfinga? Spurji hver sig. Í Biblíunni segir "Leitið og þér munuð finna". Það er mín skoðun að það sé gott fyrir manninn að leita Guðs síns og ekki hættulegt. Guð er ekki hættulegur, en menn eru það.

 

Mér finnst það mjög ábyrgðarlaust að ráðast á stofnun eins og Samhjálp á opinberum vetfangi, sem hefur unnið gott og göfugt starf og kalla þá trúarofstækis menn. Með hvaða hætti komu Samhjálpar menn að Birginu. Voru þeir þar innan veggja með eftirlit? Bera þeir ábyrgð á þessum harmleik? Einnig er sú meðferð sem í Hlaðgerarkoti er, byggð á ákveðinni þekkingu. Þar koma læknar að og greina sjúklinga. Ekki er menn óhæfir til að hjálpa alkaholistum, vegna þess eins að þeir eiga trú, eða hvað? Alkar sem að fá meðferð í Hlaðgerðarkoti, sækja einnig fundi hjá AA eftir meðferð og eru hvattir til þess.

 

Við lifum í þjóðfélagi þar sem viljum að jafrétti og bræðralag sé haft að leiðarljósi. Með því að hengja bakar fyrir smið, er réttlætið ekki í hávegum haft. Í Birginu voru einstaklingar sem ekki voru velkomnir í meðferð hjá SÁÁ, voru jafnvel búnir að fá þar fleiri en eina meðferð og taldið að sú meðferð dyggði þeim bara ekki.

 

Ég vona að Stjórnvöld og þeir sem inni á Alþingi starfa, sjái að sér og hafi umræðuna lausa við fordóma, þegar þeir fjalla um mál Birgisins og Vímuvarnarmál almennt. Að menn sem að sitja á þingi, geti tekið undir þessi ábyrgðarlausu orð Þóarins um Samhjálp, í stað þess að koma með einhverjar raunhæfar lausnir. Hvað á að gera við skjólstæðinga Birgisins, þessu fólki duga engar 4-6 vikur hjá SÁÁ, né annars staðar, heldur þarf þetta fólk mikið meiri stuðning en svo. Það þarf líka einhvern samastað. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera I þeim málum!

 

Menn hrópa oft hátt að þeir sem að kenni sig við Krist séu fullir af fordómum, en hvað er þetta? Hvar er umbyrðarlyndi þeirra sem hæðst hafa nú!

 

 


Ekki sama Jón eða séra Jón!

Ég hef verið að reyna að fá grein birta í MBL varðandi yfirlýsingar Þórarins Tyrfingssonar um meðferð alkaholista og Samhjálp. Ekki er hún enn komin á prent, en sendi ég umrædda grein inn þann 19.jan.  Ég verð að segja að ekki virðist vera mikið um viðbrögð, vegna ummæla Þóarins, þar sem að hann kallar Samhjálparmenn trúarofstækishóp. Er það vegna þess að greinarnar eru ritskoðaðar og sá sem að ritskoðar er hlutdrægur?

Menn eru fljótir að rísa upp á afturfæturna og kalla menn þröngsýna og dæmandi, ef að þeir sem að játa sig trúandi á Jesú Krist Biblíunar, tjá sig á einhvern þann háttinn sem að mönnum finnst ekki í takt við tímann. En er það í takti við tímann að úthrópa alla sem kenna sig við Krist, trúarofstækisfólk, jafnvel skaðlegt samfélaginu, frekar en hitt. Þó að  einhver úr þeirra röðum misstígi sig, eru þá allir dæmdir. Er ekki verið að kasta grjóti úr glerhúsi. Sagði ekki Kristur;  "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum".

Þó að fólk sé trúað, þá er það engu að síður mannlegt og veikleikum hlaðið. Ég þekki enga manneskju sem er fullkomin. Flestir eru á einhvern háttinn mjög sjálfhverfir. En mér virðist að þeir sem hrópa hvað hæðst að ekki eigi að dæma menn synduga, séu fljótir að dæma menn óhæfa, dómgreindar litla eða einhvað þaðan af verra.

Menn segja oft að þeir sem telji sig mjög trúaða og játa Jesú Krist sem sinn frelsara, eins og Biblían boðar hann, skorti umbyrðarlyndi. En hvar er umbyrðarlyndi þeirra hinna sömu sem að þetta mæla gagnvart trú hinna kristnu. Mér þykir það undarlegt að þeir sem tjá þá skoðun sína um að við eigum að umbera öll trúarbrögð, skortir oft þetta umbyrðarlyndi gagnvart kristinni trú, sem að þó er okkar þjóðtrú.

Hvað er þá trú eiginlega og til hvers! 

Biblían segir sjálf um trúna: " Trúin er sannfæring um þá hluti sem að menn vona, fullvissa um það sem ekki er auðið að sjá."

Trúin flytur fjöll, bæði sýnileg og ósýnileg.

Trúin gefur von og segir já.

Trúin er játning varanna og sannfæring hjartans.

Trúin gefur tilgang.

Án trúar er ógerlegt að þóknast Guði, segir í hinni helgu bók.

Dæmi nú hver fyrir sig.  


Ein til frásagnar - frásögn sem að snerti mig djúpt - Saga Immaculée

Í gærkveldi ákvað ég að láta verða að því að lesa bókina, sem að ég lét taka frá fyrir mig á bókasafninu. Hún hefur legið á náttborðinu mínu síðan fyrir áramót, ég vissi fyrir víst að þetta yrði krefjandi og erfið lesning og beið eftir sjálfri mér, að ég yrði tilbúin. Ég hélt að trúlega myndi ég kanski sofa illa og finna til í sálinni, en mér fannst eins og þetta væri skyldulesning fyir mig. Þetta er jú saga konu sem að lifir núna og er á fáeinum árum yngri en ég.

Í formála bókarinn segir Wain Dyer, " Ég hef lesið þúsundir bóka á síðastliðnum 50 árum eða svo. Bókin sem að þú ert með í höndunum er sú langáhrifamesta og merkilegasta í því yfirgripsmikla safni bóka sem að ég hef lesið um ævina.
Þú ert nú að leggja upp í ferð sem eflaust mun breyta viðhorfum þínum til þess máttar sem býr í manneskjunni og trúnni - um alla framtíð."

Þegar ég las þessi orð, var sem einhver kraftur snerti hjarta mitt og ég var tilbúin að leggja upp í þessa ferð.
Því er skemmst frá að segja að þegar ég lagði bókina frá mér um kl. 002 í nótt að þá var henni lokið. Ég gat ekki stoppað. Ég hef smá vandamál í augum vegna augnþurks og hefði að öllu jöfnu þurft að væta augun með geli, eða gerfitárum, við svona mikla lesningu, en ég fann engan þurk. Reglulega vættu mín eigin tár augun, ekki vegna þess að ég væri yfirbuguð af hryllingi og sorg, nei ég var snortin og þakklát, því að mitt allri skelfingunni var Guð sjálfur að starfa, friður hans sem er æðri öllum skilningi og kærleiki hans sem enginn mannlegur máttur fær skilið.

Mér fannst sem hann væri með mér að fylgja Immaculée í gegn um skelfilegast tímbil ævi hennar, sem samt í lokin gaf henni ríkidæmi sem enginn mannlegur máttur getur rænt hana. Og ég fann fyrir fátækt minni. Ég fann að ég átti svo margt að þakka fyrir, en sjálfselska mín og eigingirni hafa svo rænt mig sannri gleði og þakklæti fyrir lífið.

Hvers vegna veljum við mennirnir að hata og stríða, þegar við getum leitað til hans sem að gefur okkur örlátlega af kærleika sínum og mettar sál okkar með friði sínum! Hvers vegna þurfum við alltaf að vera að leika litla GUÐI!

Ég varð að tjá mig eftir lestur þessarar bókar, því hún snerti sál mína djúpt og minnti mig á að allir menn eru bræður mínir og systur mínar, við erum öll sköpun hins almáttka.

Trú mín á Guð gefur mér von. Það segir í Opinberunarbókinn 21,3-4 " Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: " Sjá, tjaldbúð Guðs er á meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."

Í lok bókarinna segir Immaculée: " Hvað snertir föðurland mitt, þá veit ég að Rúanda getur grætt sár sín ef sérhvert hjarta lærir að fyrirgefa. Nú er verið að sleppa tugum þúsundum manna, sem voru hrepptir í fangelsi fyrir manndráp á tímum þjóðarmorðsins, heim í gömlu þorpin sín og bæina svo að ef fyrirgefning getur einhvern tíma talist tímabær, þá er það núna. Rúanda getur aftur orðið paradís, en það mun útheimta kærleika alls heimsins að græða sár föðurlands míns. Og þannig ætti það líka að vera, því að það sem gerðist í Rúanda kom við okkur öll - mannkynið allt hlaut sár í þjóðarmorðinu.
Kærleikur í einu hjarta getur skipt öllu heimsins máli. Ég trúi því að við getum grætt sár Rúanda - og heimsins okkar - með því að græða eitt hjarta í einu. Ég vona að saga mín sé lóð á vogarskálarnar."

Þessi saga Immaculée er saga konu sem að missti nánast alla sína nánustu í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hún þurfti að þola þjáningar sem flest okkar munum alldrei skilja að fullnustu. En kraftaverkið í lífi hennar er fyrirgefningin sem að Guð einn getur gefið. Ég vil hvetja alla að lesa þessa bók og sofa ekki í þægindum sínum heima, látum raunir bræðra okkar skifta okkur máli og hlustum á sögu þeirra.

P.S. 

Þetta er grein sem að ég sendi inn til Morgunblaðsins, en hefur ekki enn verið birt, svo að ég skelli henni bara inn á Bloggið!

 


Fyrsta bloggfærsla

Ég hef alldrei bloggað fyrr og hvað er þetta blogg eiginlega. Hverjir eru að Blogga?

Erum við mennirnir alltaf í þörf fyrir að láta ljós okkar skýna, eða er þetta félagsþörfin, þörfin fyrir viðurkenningu, þörfin fyrir samþykki, ég hef rétt fyrir mér og leit eftir fleirum á sömu skoðun til að hjálpa mér að takast á við efann um mig og mínar skoðanir.

Hvað er þetta Blogg eiginlega, hverjir eru að blogga. Afhverju er ég að eyða tíma mínum í að Blogga. Erum við mennirnir kanski bara að leita af einhverju/einhverjum til að tengjast við, þessi þörf fyrir að vera hluti af einhverri heild. Samt er oft sagt að við Íslendingar séum allir meira og minna litlir smákóngar. Viljum fara okkar eigin leið. 

Ég ER alltaf inni í sjálfri mér - full að sjálfvitund, af tilfynningum mínum, skynja snertingu, lykt, bragð, sé liti og allt í kring um mig, heyrir hljóð - lífsins synfóníu og er orðin nógu gömul til að skilja að ekkert er sjálfsagt í þessum heimi sem er fullur af öllu, já allt milli himins og jarðar sem er undir sólinni.

  • Hef lært leynimerkin - Tungumál Grímufólksins!
    Brosa framan við tárin
    Ekki vissi ég að það væri hugrekki 
    að fela orð sálarinnar!
     

 

 

G.Helga Ingadóttir                                  

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband