Þórarinn Tyrfingsson - hefur hann gleymt einhverju!

  Ég verð að segja að það hryggði mig að hlusta á hann Þórarinn í Kastljósinu á fimmtudagskvöldið 18.jan. síðastliðinn. Eitt af megin einkennum alkaholisma er hrokinn og jú, fræðin segja að alkaholismi sé ólækndi sjúkdómur, honum sé aðeins hægt að halda niðri með því að skoða sjálfan sig og spegla sig í öðrum í kring um sig, svo sem innan AA samtakanna. Samhæfa reynslu sína, styrk og vonir segir í SPORUNUM.

 

AA samtökin eru ekki trúfélag, en allir eiga þar að njóta friðhelgi með sína trú og virðingar. Þessu virðist Þórarinn hafa gleymt, þegar hann tekur svona stórt upp í sig og kallar Samhjálp trúarofstækis samtök. Samhjálp heyrir undir Fíladelfíu - Hvítasunnumenn og hafa þeir rekið meðferðarstarf síðan á 8. áratugnum, með nokkuðu farsælum árangri, eftir því sem ég best veit.

 

SÁÁ hefur einnig verið með farsælt meðferðarstarf, en ekki hafa þó allir gengið beinu brautina sem að því starfi hafa komið. Enda er alkinn  alltaf jafnlangt frá glasinu (vímugjafanum). Hjá SÁÁ eru gjarnan ráðgjafar starfandi sem að þekkja sjúkdóminn af eigin raun. Enda er sú skoðun ríkjandi að óvirkum ölkum gangi best að hjálpa ölkum sem að eru að koma úr neyslu.

 

SÁÁ á sínum tíma var með kapellu inni á Vogi, sem fólk var hvatt til að nota og leita til Guð síns, reyna að öðlast einhvern frið í sálina. Á Staðarfelli er falleg sveitakirkja og notuð vistmenn hana oft á dag, til bæna eða bara að sitja þar inni og hugleiða með sjálfum sér, var það talið gott og uppbyggilegt fyrir sjúklingana. Enda er talað um í AA bókinni að ómögulegt sé að takast á við alkaholisma án trúar, í eigin mætti. Ennþá þykir AA bókin vera eigulegur og góður gripur innan AA samtakana.

 

Ég hygg að ennþá sé fólk, sem fer í meðferð hjá SÁÁ, hvatt til að notafræra sér fundina innan AA samtakana. En eru þá AA samtökin ekki hættuleg. Þar er trúfrelsi og tjáningafrelsi. Þú mátt allveg eins tjá þig um trú þína sem hluta af þinni reynslu, eins og um t.d. vinnuna þína, eða um hvað annað sem að þú vilt.  Þessi samtök eru fyrir þá sem hafa sjúkdóminn alkaholisma og þeirra meginþema er 12 spora kerfið. Í sporunum er mikið talað um Guð og menn eru hvattir til að vinna sporin.

 

Meðferðin hjá SÁÁ er að jafnaði ekki lengri en 4-6 vikur og læknar ekki sjúkdóminn. AA er meðalið sem að alkinn er hvattur til að taka inn, notfæra sér fundina og sporin.

 

Mér finnst það einkennilegt að það skuli vefjast fyrir Þórarni hvað raunverulega var að gerast innan veggja Birgisins, hann með sína miklu þekkingu. Sér hann ekki einkenni sjúkdómsins, þekkir hann ekki þetta skólabókar dæmi um Alkaholisma. Að í atferli Guðmundar má sjá einkenni sjúkdómsins, að mínu viti og ekki er ég sérfræðingur, en sé þetta nú samt. Eitt af aðaleinkennum alkaholisma er afneitunin, sjálfsblekkingin og lýgin.  Sjúklingurinn getur lent inn í þessu ferli, jafnvel án þess að vera í neyslu, þá er það kallað þurrafyllerí. Dómgreind alka sem er á þurrafyllerríi er oft og tíðum svipuð og hann væri í neyslu. Og þá er voðinn vís, því að þar sem að sjúkdómurinn er virkur í atferli, þá líða margir þjáningar, sem að sjúklingnum standa og verða meðvirkir, ef að ekki er gripið inn í.  Allir alkaholistar geta orðið virkir í hegðun sinni, slegið niður í sjúkdómnum. Þetta veit Þórarinn, en hann minnist ekki á þetta einu orði, heldur eyðir öllu púðrinu í að úthrópa Samhjálp.

 

Hvernig er hægt að hvetja fólk til andlegrar iðkunnar, en á sama tíma segja að það sé hættulegt. Mér finnst þetta vera þversögn. Er dómgreind Þórarins sú besta, veit hann best hvað hentar öllum alkaholistum. Alkaholistar eru fólk úr öllum stéttum þjóðfélgasins og eins mismunandi persónuleikar og þeir eru margir. Mörgum hentar vel þessi fræðsla hjá SÁÁ og er hún vissulega góð á margan hátt. En hún er fyrir höfuðið, svona til að afrugla alkann, en ekki fyrir andan. Margir þrá einhvað meira og dýpra. Er það BANNAÐ og er það HÆTTULEGT. Er þá ekki hættulegt að hugleiða? Eða gera einhverjar aðrar andlegar æfinga? Spurji hver sig. Í Biblíunni segir "Leitið og þér munuð finna". Það er mín skoðun að það sé gott fyrir manninn að leita Guðs síns og ekki hættulegt. Guð er ekki hættulegur, en menn eru það.

 

Mér finnst það mjög ábyrgðarlaust að ráðast á stofnun eins og Samhjálp á opinberum vetfangi, sem hefur unnið gott og göfugt starf og kalla þá trúarofstækis menn. Með hvaða hætti komu Samhjálpar menn að Birginu. Voru þeir þar innan veggja með eftirlit? Bera þeir ábyrgð á þessum harmleik? Einnig er sú meðferð sem í Hlaðgerarkoti er, byggð á ákveðinni þekkingu. Þar koma læknar að og greina sjúklinga. Ekki er menn óhæfir til að hjálpa alkaholistum, vegna þess eins að þeir eiga trú, eða hvað? Alkar sem að fá meðferð í Hlaðgerðarkoti, sækja einnig fundi hjá AA eftir meðferð og eru hvattir til þess.

 

Við lifum í þjóðfélagi þar sem viljum að jafrétti og bræðralag sé haft að leiðarljósi. Með því að hengja bakar fyrir smið, er réttlætið ekki í hávegum haft. Í Birginu voru einstaklingar sem ekki voru velkomnir í meðferð hjá SÁÁ, voru jafnvel búnir að fá þar fleiri en eina meðferð og taldið að sú meðferð dyggði þeim bara ekki.

 

Ég vona að Stjórnvöld og þeir sem inni á Alþingi starfa, sjái að sér og hafi umræðuna lausa við fordóma, þegar þeir fjalla um mál Birgisins og Vímuvarnarmál almennt. Að menn sem að sitja á þingi, geti tekið undir þessi ábyrgðarlausu orð Þóarins um Samhjálp, í stað þess að koma með einhverjar raunhæfar lausnir. Hvað á að gera við skjólstæðinga Birgisins, þessu fólki duga engar 4-6 vikur hjá SÁÁ, né annars staðar, heldur þarf þetta fólk mikið meiri stuðning en svo. Það þarf líka einhvern samastað. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera I þeim málum!

 

Menn hrópa oft hátt að þeir sem að kenni sig við Krist séu fullir af fordómum, en hvað er þetta? Hvar er umbyrðarlyndi þeirra sem hæðst hafa nú!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Frábær grein hjá þér,sem ég hvet sem flesta að lesa.Þórarinn Tyrfingsson,sagði að læknar væru til að lækna sjúkdóma.Það er að sjálfsögðu rétt,en kristileg meðferð veitir mönnum oft  sálarlegan  styrk að standast freistingar og ágang vímuefna til lengri tíma litið.Það veit ég að Samhjálp hefur gert stórkostlega góða hluti í meðferðarmálum svona sjúklinga.Gagnvirk samvinna þarf að vera milli allra aðila sem koma að svona meðferðarmálum og skilvirt eftirlit heilbrigðismálaráðuneytisins.

Kristján Pétursson, 26.1.2007 kl. 17:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð orð og í tíma töluð. Ég vil þó benda á í anda samtakanna, að dæma Þórarinn ekki of skart. Hann er jú manneskja líka og ekki víst að hann hafi verðið að nota þetta miður smekklega tækifæri til að upphefja úrræði sitt og alhæfa um ókosti kristilegra úrræða.

Víst var að virkir alkohólistar og fíklar gengdu lykilhlutverki í Byrginu og því fór sem fór. Sú afbökun og firring, sem þar varð á Guðs orði og í beytingu trúarinnar má rekja til þessa sjúka ástands.  Það er þó sýnt að beiting trúarinnar í samfélags og heilbrigðismálum er afar viðkvæmt mál og hætta á að slíkt fari út fyrir mörk heilbrigðrar skynsemi og siðvendni. Þarf þá ekki vímuefnasjúklinga til, eins og dæmin sanna. Ég held að Þórarinn hafi frekar verið að benda á slíkar hættur en nokkuð annað. Þarna er beitt "læknishjálp" án þess að hún sé bundin við ákveðinn prótokoll eins og í hefðbundinni læknisfræði.  

Þórarinn þekkir þetta örugglega sjálfur af raun og veit ég að tekið var fyrir að hafa afmarkaðan bænastaði á meðferðarstofnunum SÁÁ (fyrir utan Staðarfell) vegna þess að misbrestur varð á bænahaldinu og sefjunaræði greip um sig hjá brothættum sjúklingunum, svo fyrirbærið setti fólk í uppnám í stað þess að sefja og róa það. Einnig voru brögð að því að mælskir einstaklingar í hópi sjúklinga fengu á sig "frelsaramynd", sem truflaði meðferðina. þeir voru í hlutverki ráðgjafa og huggara og hrærðu í ringluðum sálum. Þetta er að sjálfsögðu ein birtingarmynd sjúkdómsins.  Veruleikafirring , afneitun, ofurviðkvæmni, meglomanía etc.  Kristur segir sjálfur að  þegar maður biðji, þá skuli maður fara inn í herbergi sitt og loka að sér.  Bænin er einkasamband manns og Guðs. (eintal sálarinnar við andann.) Einnig segir Kristur að Guð heyrir bæn manns áður en maður biður. (örvæntingin ein er bæn í sjálfri sér.

Meðferðin sjálf á sviði atferlis og andlegra efna, byggir alfarið á boðskap AA, þó ég vilji gagnrýna þá staðreynd að mikilvægi hinna 12. spora lendi oft undir og að það sé háð persónulegum "smekk" ráðgjafa hve sterk áherslan er ef hún er þá nokkuð.  Þar er gat á prótokolli SÁÁ, sem þarf að stoppa í.   Sporin tólf, eru eina aðferðin, sem með óhrekjandi hættti hafa sýnd árangur í meðferð þessa annars "ólæknandi" sjúkdóms. Á þeim hófst skipuleg meðferð alkohólista og á þeim byggir öll hugmyndafræði AA.  Þrátt fyrir þennan "óumdeilanleika" er um þau deilt og eru margir sjálfskipaðir klerkar í þeim hópi. (enn ein birtingarmyndin) Hins vegar er sterk áhersla á AA og ítrekað að starf innan þeirra, sé eina trygga leiðin frá sjúkdómnum.

Vogur er sjúkrahús og tekur á afvötnun og fráhvörfum, sem tryggir betri árangur í AA umfram þá sem leita beint þar inn.  Þar fær fólk einnig stuðning og aðhlynningu í öðrum meinum, sem tengd eru neyslunni og oft því er fylgt eftir með sjúkrahúsvist á hefðbundnum sjúkrahúsum.  Hér er vandað til verka og vil ég efast um að sjúklingar annarstaðar í heilbrigðiskerfinu njóti jafn mikillar alúðar og aðhalds.  Þórarinn er þarna öllum stundum og hefur verið í á annan áratug.  Óeigingjart starf hans og elja er fáheyrð og virðingarverð. Hann er þó aldrei hafinn yfir gagnrýni.

Byrgið var ekki sjúkrastofnun og í raun ótrúlegt að slíkur rekstur hafi liðist athugasemdalaust, þar sem sýnt var að ekki var allt með felldu. Bendi ég á óráðslýsingar Guðmundar á sjálfum sér, sem GUði á heimasíðu stofnunarinnar.  Eldmessur og hrindingar, sefjunaræði og kraftaverkatrú voru einkenni þessarar meðferðar og gengust skjólstæðingarnir undir þetta í örvæntingu sinni og ráðleysi.  Öll sund voru lokuð.  Trú þessa fólks var misnotuð af fársjúkum megloman  með deusarkomplex.  Ég ætla ekki að telja upp þann hrylling en merkilegast finnst mér að félagsmálaráðherra þvoi hendur sínar af þessu og komi ábyrgðinni úr höndum hins opinbera.  Enn bíð ég sömu viðbragða frá heilbrigðisráðuneytinu.  Byrgið sá um afvötnun með aðstoð lækna og hlaut opinbera styrki til þess. Sjúklingarnir voru flestir skjólstæðingar félagsmálaráðuneytisins. Fangelsisstofnun og dómsmálaráðuneyti greiddu fyrir vistun þarna.  Mér er það hulin ráðgáta hver það er sem ber ábyrgð og hver eigi að fylgjast með velferð þeirra, sem nutu "meðferðar"þarna, ef það var ekki hið opinbera. 

Hvað sem öðru líður, þá er niðurstaða mín aðr rótin að þessum harmleik öllum liggur í fordæmingu okkar sjálfra og ekki síst hins opinbera. Þar hafa einnig læknar gerst brotlegir við Hippocratesareið sinn."Þetta fólk" þessir vandræðagemsar voru nógu góðir eða slæmir til að láta sér nægja slík úrræði í lækningaleit sinni.  Þetta losaði þessa bletti af okkar annars flekklausa samfélagi eða allavega kom "þessu" af götunum of frá sjónum fólks. Tilgangurinn helgaði meðalið. Prótótýpisk sýn okkar á þennan þjóðfélagshóp er róninn með glóðarauga  og lúður í hnökróttum frakka, götóttum skóm, illa liktandi, óalandi og óferjandi. En myndin er í raun önnur. Þarna á meðal er fólk af "fínni ættum", sem heimurinn hefur hafnað, geðsjúklingar, sem geðbatteríið hefur fríað sig af, ungar stúlkur, kramdar á sálinni eftir ofbeldi af öllu tagi, afleidd fórnarlömb sjúkdómsins sjálfs. Niðurbrotnir einstakleingar þessa viðurstyggilega meins af öllum stéttum, aldri og stöðu.  Svo tala menn af hofmóð um sína "minnstu bræður". Þetta fólk á allan rétt til hjálpar eins og aðrir og er ekki staðsett í neinum virðingarstiga hvað það varðar.

Haldi menn að vandamálið fari, með því að þeir líti undan, þá eiga þeir annað og verra í vændum.  Þessi birtingarmynd alkohólisma og geðsjúkdóma er og verður, hvað sem tautar og raular. Horfumst í augu við það og leggjum metnað og kærleik í úrræði okkar.  Ekki tímabundið eins og um tilfallandi músafaraldur sé að ræða heldur alla daga, alla tíð, því það er staðreynd málsins. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2007 kl. 19:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ,Æ.  Ég ætlaði að senda þér lítið ljóð eða sálm á gestabókina þína, svona sem sárabætur við langlokunni en það fór allt í graut þar. Ekki ljóðvænt format á henni.
Ég læt það því flakka hér.  Nokkuð, sem kom á örvæntingartímum í mínu lífi og markaði tímamót í skilningi mínum á almættinu og kærleikanum.

Fyrirheitið.

 

Lyftu mér faðir til lífs að nýju,

sem lítill föðurgarði brást.

Syninum týnda í svínastíu,

svíðandi í hjarta yfir týndri ást.

 

Leið mig á ný að ljósi þínu,

sem loga heldur í von um mig.

Svo haldi ég stefnu að heimkynni mínu,

svo hlýju, sem þá er ég yfirgaf þig.

 

Veginn þú lítur vökull og rór

í von um að eygja elskuna þína.

Gangandi sömu götu og hann fór,

fyrir grátlega fávisku sína.

 

Nú arfi hef sóað ög öllum auð

og  aumur í tötrum reika.

Ég hef svífyrt það allt sem að elska þín bauð

og saurgað þinn heilagleika.

 

Mér borð hefur búið um aftaninn

og beðið með mat á hlóðum

og kveikt á kerti við gluggann minn

og kynt undir elskunnar glóðum.

 

Í hlaðinu stendur og hafnar mér ei

og heilsar er kem yfir grundir.

“Æ, vinurinn litli, vesalings grey.

Ég vissi að þú koma mundir.”

Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband