Ég vil breytingar, ég vil meiri jöfnuð, ég vil ekki auðsöfnuð á fárra manna hendur!

Ég vil ekki selja landið mitt, ég vil ekki kvótabrask, ég vil ekki að lóðir og lönd séu svo á uppsprengdu verði að hinn almenni borgari eigi ekki séns á að koma sér upp húsnæði. Ég vil ekki að jarðir séu svo dýrar að það fólk sem hefur einlægan áhuga á landbúnaði og menntun til, geti ekki starfað við greinina.

Ég vil geta farið með börnin mín til tannlæknis, án þess að það sé höfuðverkur og svefnleysi, hvernig eigi að redda pening fyrir þeirri þjónustu. Ég skil ekki hvernig fólk getur setið í ríkisstjórn ár eftir ár og skellt skollaeyrum við neyðinni í kring, jú annars, ég skil það að vissu leiti. Maðurinn er fullur af sjálfum sér, en hvað þá um loforðin, eru þau bara eitthvað sem menn segja, til að koma sjálfum sér í þægindasætið?

 

Kannski er það sama hver vermir stólana á alþingi, menn gleymi sér, en þá þarf að senda skýr skilaboð frá almenningi, setja mörk! Ef ekki er staðið við stóru orðin, þá sitji menn ekki annað kjörtímabil. Þetta fólk er í vinnu hjá þjóðinni og ráðið til að vinna verk, standa við fyrirheitin! Það eru tímamörk og svörin eiga að vera skýr!

 

Og þá er bara að fara að kjósa!  

 

 


Leit mín að Guði - ljóðabálkur - fyrstu ljóðin eru frá því 1989

september 1989

Líf án vissu

Hugsanir fljúga að finna sér samastað

Máttug stöð hugans sogar þær inn

Hugsunin sterk hefur meira með lífið að gera

En þú veist..................

 

Endurfæðing

úr sálunnar djúpi riður gráturinn braut

Hann biður, krefur, fyrirstöðurnar eru að "tapa"

Til hvers að fanga flæðið ........

Ég ætla að að hleypa því út og gefa frá mér ...

 

Þráhyggja

Þráin, ég finn fast ....

Hún brýst um og hefur náð tökunum

Hef reynt að vera "Dipló"

reynt að tala um fyrir´enni,

en allt kemur fyrir ekki -

Hún bara vill!

 

Harðstjórinn og Guð

Röddin hvíslar; " stattu þig....stattu þig"

Röddin inni svarar; " ég veit ekki hvort ég get, ég er hrædd "

Heyrist þá hljóma allt um kring:

" Svona nú litla blóm, þú þarft að vaxa "

 

Tilbeiðsla

Þú Kærleikur - þú Alheimsljós

velkomin í bústað minn!

Þó að dyrnar sýnist luktar -

ekki láta blekkjast!

Inni býr sálin ég og þrái nærveru:

Vanþroski minn skellti aftur.....

Því bið ég heitt " ekki yfirgefa mig "

 

G.Helga Ingadóttir ljóð frá því í september 1989

 

 

 


Hugleiðing í önnum dagsins!

Ég þarf á öllu því að halda sem að Guð getur gefið mér, til að halda á mér aga og skipuleggja mig. Mitt í þessu öllu verð ég þó að muna, að hvert andartak er dýrmætt og þakkarvert og berjast við sjálfa mig um að láta ekki pirring, óþolinmæði og þreytu ræna mig gleðinni.

Muna að þakka fyrir allt sem að ég hef öðlast og á, öll þau tækifæri sem að ég hef til að láta draumanna rætast og til að vera öðrum til blessunar. Ég má ekki líta smáum augum á sjálfa mig, sökum breiskleika minna og ég má ekki líta stórum augum á sjálfa mig, sökum hæfileika minna.

Ekkert á ég sem að ég hef ekki þegið og ekkert get ég fullkomnlega, án hjálpar Guðs. En lífið er dásamleg gjöf og til að njóta þess, er gott að muna, að ekkert á ég, sem að ég hef ekki gefið frá mér, án þess að gefa það, þá deyr það. Lífið heldur áfram, fái það að flæða.

Því vil ég þakka Guði fyrir manninn minn og börnin mín, vini mína og vandamenn og fyrir samfélagið sem að ég lifi í. Ég vil biðja Guð um að ég og þeir sem að hafa meira en nóg, lærum að deila með öðrum og blessa út frá okkur.

"Það sem að þú gerir þínum minnsta bróður, það hefurðu gert mér"; segir Kristur!! 


Hin mörgu andlit GRÆÐGINNAR!

Græðgin á sín mörgu andlit og hún smeygir sér inn í huga og sál á þann hátt sem höfðar til hvers og eins. Hún þekkir veikleika okkar og spilar á þá listavel.

Hvað er það sem veldur því að maðurinn verður fjötraður í allslags löstum, sem að lokum ræna hann öllu ráði og dáði. Með réttlætingum getum við talið okkur trú um að þörfin sé fyrir hendi og við leggjum upp í vonlausa ferð, til að reyna að seðja græðgina. En í stað þess að seðjast, verður hungrið alltaf meira og meira.

Við sjáum þetta allt í kring um okkur, já við sjáum og finnum þetta í okkur sjálfum, ef að við erum heiðarleg og ýtum öllum sjálfsréttlætingum burt.

Græðgin á sín mörgu ANDLIT, en í heimi markaðs-og gróðahyggju er allt leifilegt.

Menn keppast við að byggja hallir og aka um á glæsikerrum, helst beint úr kassanum. Að fá meistarakokkinn heim og bjóða í stóru veisluna, sem að talað verður um.

Að hrúga upp leikföngunum í barnaherbergin þar til að flæðir út. Leikföngin úrheldast og PlayStaysion 3 er komin inn á heimili nágrannans, barnið mitt verður að eignast hana líka, út með þá gömlu.

Út með gömlu innréttingarnar, allt er poppað upp og nú er tískan sest að á heimilinu þínu, en þú ert gesturinn. Markaðurinn hrópar og kallar, þörf á breytingu, tilboð aldarinnar, ekki missa af.

Allt það flottasta í mat, drykk, fatnaði, leikföngum, bílum, hýbílum, ferðalögum og skemmtunum er það sem að þú þarft, þú átt það skilið. Allt sem að þú þarft er falt og þú getur keypt hamyngjuna, eða bara unnið hana í LOTTO svo ekki gleyma að kaupa miða!

FÁÐU, TAKTU, GRÍPTU, EKKI MISSA AF TILBOÐI ALDARINNAR, ÞÚ ÁTT SKILIÐ AÐ VERA HAYNGJUSAMUR/SÖM OG SÆLL/SÆL!

Hvað með það þó að stór hluti mannkynsins svelti, eða farist úr sjúkdómum og vosbúð. Jú það er ekki gott, en ekki getur þú/ég breytt því. Það er verkefni stjórnvalda og Sameinuðu Þjóðanna. Ég/Þú erum bara litlir Jónar, sem að engu geta breytt. Og þó að ég/þú vilji hafa það gott, er það synd?

En hvað er gott?

Það sem að þú geri þínum minnsta bróður, það hefurðu gert mér, sagði Kristur.

Sælla er að gefa en þiggja, sagði hann líka.

Sælir eru þeir sem að hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.

Einhvern vegin hljóma boð Krists á skjön við heiminn, á skjön við hamyngjuboðskap heimsins. Gefðu, gefðu, gefðu og þú munt sæll og saddur verða, eru hans boð. Hann bíður frið og fögnuð í heilögum anda, sem að heimurinn á ekki. Hann bíður fullnægju sem að ER, en GRÆÐGIN fær alldrei nóg.

Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa, segir Kristur! (sjá í Matt. 5 kafla Fjallræðan)

Græðgin og Lostinn eru systkyni! Og líkt er með þeim báðum það, að þau fá alldrei nóg og eru sísvöng. En í humátt á eftir Græðginni, kemur Lostinn, prúðbúinn og glæsilegur, eða ísmeigilegur og laðandi. Hann nær þér í fang sitt og fjötra með sínu löngu og sterku örmum, þú kemst ekki frá honum og hann hvíslar stöðugt í eyra þér, meira, meira....... og þú trúir því að hann sé ástin þín. En hann fær alldrei nóg og áður en þú veist, hefur hann mergsogið úr þér allan kraft og líf, ekkert er eftir nema Örvæntingin ein, en hú er systir þeirra og alltaf á næstu grösum við Lostann og Græðgina.

Hvar er þá hamyngjan og hvar er lausnin? Jesús sagði; Ég er sannleikurinn, vegurinn og lífið og engin kemur til föðurins, nema fyrir mig!


Fyrirgefning!

Í dag nálgast tími Krossins og Upprisunnar, tími lausnar og fyrirgefningar. Ég bið þess að mér mætti auðnast að ganga fram í þeirri fyrirgefningu, sem að Guð gaf mér, með því að deyja og rísa upp fyrir mig.

Frelsisverkið er þetta, að þegar ég tek við Anda Krists, þá er ég ný sköpun í Kristi, hið gamla verður að engu og nýtt er orðið til. Sæði Heilags Anda fæðist í hjarta mitt, en ég verð að veita því næringu og biðja Jesú um að vökva það með nærveru sinni. Upp rís nýr maður í Kristi, sá gamli er deyddur með upprisukrafti Krists. Þvílíkt kraftaverk og svo einfalt að allir geta veitt því viðtöku. Réttlæti Guðs fer ekki í manngreinarálit.

Gangan með Jesú er hafin og ævintýri trúarinnar framundan, spennandi og ögrandi, því að til að ganga veginn, þarf úthald, djörfung og kraft, sem að Guð gefur þeim sem hans leita. Kærleiki Drottins ER og fyllir alla veru þess manns, sem um hann biður. Auðmýktu þig undir Guðs heilögu hönd og hann mun á sínum tíma, upphefja þig, er loforð Guðs.

Guð er ekki maður að hann ljúgi og öll hans fyrirheiti standa. Trúin er lykillinn að fyrirheitum Guðs, að þau nái að uppfyllast, því að Guð starfar í sínum Heilaga Anda í gegn um trúna.

En það sem Guð þráir mest er að fylla okkur af sínum kærleika og fyrirgefningu, því að Jesús opinberaði þann vilja Guðs með göngu sinni á jörðinn. Hann gekk um, læknaði, leysti og seðjaði hungur og vilji Drottins er óbreyttur hvað þetta varðar. Að mæta sál í þörf er það sem að Guð vill.

Megi mannkynið taka við fyrirgefningu og kærleiksverki Guðs, í Kristi Jesú!


Ein til frásagnar

AÐ KVÖLDI hins 11. janúar sl. ákvað ég að láta verða af því að lesa bókina, sem ég lét taka frá fyrir mig á bókasafninu. Hún hefur legið á náttborðinu mínu síðan fyrir áramót, ég vissi fyrir víst að þetta yrði krefjandi og erfið lesning og beið eftir sjálfri mér, að ég yrði tilbúin. Ég hélt að trúlega myndi ég kannski sofa illa og finna til í sálinni, en mér fannst eins og þetta væri skyldulesning fyrir mig. Þetta er jú saga konu sem lifir núna og er fáeinum árum yngri en ég.

Í formála bókarinnar segir Wain Dyer: "Ég hef lesið þúsundir bóka á síðastliðnum 50 árum eða svo. Bókin sem þú ert með í höndunum er sú langáhrifamesta og merkilegasta í því yfirgripsmikla safni bóka sem ég hef lesið um ævina.

Þú ert nú að leggja upp í ferð sem eflaust mun breyta viðhorfum þínum til þess máttar sem býr í manneskjunni og trúnni – um alla framtíð."

Þegar ég las þessi orð var sem einhver kraftur snerti hjarta mitt og ég var tilbúin að leggja upp í þessa ferð.

Því er skemmst frá að segja að þegar ég lagði bókina frá mér, um kl. tvö um nóttina, var henni lokið. Ég gat ekki stoppað. Ég hef smávandamál í augum vegna augnþurrks og hefði að öllu jöfnu þurft að væta augun með geli, eða gervitárum, við svona mikla lesningu, en ég fann engan þurrk. Reglulega vættu mín eigin tár augun, ekki vegna þess að ég væri yfirbuguð af hryllingi og sorg, nei ég var snortin og þakklát, því að mitt í allri skelfingunni var Guð sjálfur að starfa, friður hans, sem er æðri öllum skilningi, og kærleikur hans, sem enginn mannlegur máttur fær skilið.

Mér fannst sem hann væri með mér að fylgja Immaculée í gegnum skelfilegasta tímabil ævi hennar, sem samt í lokin gaf henni ríkidæmi sem enginn mannlegur máttur getur rænt hana. Og ég fann fyrir fátækt minni. Ég fann að ég átti svo margt að þakka fyrir, en sjálfselska mín og eigingirni hafa svo rænt mig sannri gleði og þakklæti fyrir lífið.

Hvers vegna veljum við mennirnir að hata og stríða, þegar við getum leitað til hans sem gefur okkur örlátlega af kærleika sínum og mettar sál okkar með friði sínum! Hvers vegna þurfum við alltaf að vera að leika litla GUÐI!

Ég varð að tjá mig eftir lestur þessarar bókar, því hún snerti sál mína djúpt og minnti mig á að allir menn eru bræður mínir og systur mínar, við erum öll sköpun hins almáttka.

Trú mín á Guð gefur mér von. Það segir í Opinberunarbókinni 21,3–4: "Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: "Sjá, tjaldbúð Guðs er á meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.""

Í lok bókarinnar segir Immaculée: "Hvað snertir föðurland mitt, þá veit ég að Rúanda getur grætt sár sín ef sérhvert hjarta lærir að fyrirgefa. Nú er verið að sleppa tugum þúsunda manna, sem voru hnepptir í fangelsi fyrir manndráp á tímum þjóðarmorðsins, heim í gömlu þorpin sín og bæina svo að ef fyrirgefning getur einhvern tíma talist tímabær, þá er það núna. Rúanda getur aftur orðið paradís, en það mun útheimta kærleika alls heimsins að græða sár föðurlands míns. Og þannig ætti það líka að vera, því að það sem gerðist í Rúanda kom við okkur öll – mannkynið allt hlaut sár í þjóðarmorðinu.

Kærleikur í einu hjarta getur skipt öllu heimsins máli. Ég trúi því að við getum grætt sár Rúanda – og heimsins okkar – með því að græða eitt hjarta í einu. Ég vona að saga mín sé lóð á vogarskálarnar."

Þessi saga Immaculée er saga konu sem missti nánast alla sína nánustu í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hún þurfti að þola þjáningar sem við flest munum aldrei skilja til fullnustu. En kraftaverkið í lífi hennar er fyrirgefningin sem Guð einn getur gefið. Ég vil hvetja alla til að lesa þessa bók og sofa ekki í þægindum sínum heima. Látum raunir bræðra okkar skipta okkur máli og hlustum á sögu þeirra.

GUÐLAUG HELGA INGADÓTTIR,

leirlistarkona og söngkona.

Frá Guðlaugu Helgu Ingadóttur:


Er þetta orsök eineltis - eða hvað ?

 Frá því að ég var barnung, hef ég velt fyrir mér, hvers vegna menn eru dregnir í dilka, eftir stétt og stöðu í þjóðfélaginu. Ég hugsaði mikið um það hvernig fólk talaði um annað fólk, hvers vegna sumum "vegnaði vel", en öðrum síður vel.  

Fólk er sífellt í samanburði við aðra og byrjar sá samanburður strax í æsku. Samanburður með útlit, getu, vinsældir eða óvinsældir o.s.f.v. Allir þurfa fá viðurkenningu og samþykki frá öðrum, en gengur misvel eða bara illa að öðlast það.

Fullorðið fólk, er eins og börnin á mjög misjöfnum stað í þroska og ekki eru allir meðvitaðir um hvernig þeir eru og tala um annað fólk. Börnin fá fyrirmyndina hjá fullorðna fólkinu, sem að tjáir sig oft mjög óvarlega um náungann í þeirra eyru. Menn eru teknir af lífi í orðlýsingum hinna eldri oft á tíðum og yfirlýsingar eins og; þetta er nú allgjör fæðingarhálviti eða fífl, eða jafnvel að það ætti nú bara að skjóta hann, hljóma í eyrum barnanna.

 

Menn ákveða jafnvel að börn þessara fífla, séu auðvita fædd fífl, það sé nú bara genískt.

Eða vegna orðróms um einhvern, að þá er sá hinn sami tekinn með miklum fyrirvara, menn eru yfirleitt alltaf tilbúnir að dæma.

 

Ég held því fram, að við hinir fullorðnu á margan hátt, eigum stóran þátt í því að kenna börnum að leggja aðra í einelti. Börnin okkar heyra hvernig við tölum um aðra og á þessu mikla mótunartíma uppvaxtaráranna, höfum við hin sem eldri erum, mjög mikil áhrif á hvernig viðhorf barnanna okkar eru og verða gagnvart öðru fólki.

Ég er ekki að segja að allt eigi að samþyggja sem gott og gilt, en að formæla öðrum, eða gera lítið úr öðru fólki með niðrandi yfirlýsingum, er rangt og hefur allveg ótrúleg áhrif.

Tungan talar dauða og tungan talar líf; stendur í hinni helgu Bók. Það sem að við tölum út hefur skapandi áhrif, til góðs eða ills.

 

Sumir, sem að kanski hefðu átt góða möguleika á að vegna vel í lífinu, völdu að taka líf sitt, sökum niðurbrjótandi áhrifa eineltisins. Einstaklingurinn upplifði sig misheppnaðan og allgjörlega vonlausan, því fór sem fór.

Einelti er grafarvallegt mál og á sér oft mjög djúpar rætur. Sumir lenda í því að fá hvorki samþykki úr sinni eigin fjöldskyldu, eða í því samfélgi sem þeir eru í fyrir utan heimilið.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar, er sagt, en ég segi aðgát skal líka höfð þegar við tölum um aðra. Að vera ekki gefið tækifæri á að kynna sig, vegna þess að viðmótið sem mætir einstakling í hópnum er fálæti og afskiftaleysi, eða bara fjandsamlegt, er niðurbrjótandi.

 

Þessi hugleiðing hefur legið á hjarta mínu lengi, þar sem að málið er mér mjög skylt. Ég var sjálf eineltis barn, líka bróðir minn, enn hann beið þess alldrei bætur og á ögurstundu, tók hann líf sitt.

Allir eiga rétt á að taka þátt í samfélaginu og eiga vini. Allir hafa þörf á að elska og vera elskaðir, að öðlast tækifæri og viðurkenningu á tilveru sinni.


Yðrun

 

Ég á bara tár mín að gefa Kristur

Syndin hefur fylgt mér

Hróp hjartans var huga mínum yfirsterkari

Fyrir náð fann ég veginn

Ég á bara tár

Þau eru vottar mínir

 

Skrifað í sept. 1991 af G.Helgu


Ein til frásagnar

AÐ KVÖLDI hins 11. janúar sl. ákvað ég að láta verða af því að lesa bókina, sem ég lét taka frá fyrir mig á bókasafninu. Hún hefur legið á náttborðinu mínu síðan fyrir áramót, ég vissi fyrir víst að þetta yrði krefjandi og erfið lesning og beið eftir sjálfri mér, að ég yrði tilbúin. Ég hélt að trúlega myndi ég kannski sofa illa og finna til í sálinni, en mér fannst eins og þetta væri skyldulesning fyrir mig. Þetta er jú saga konu sem lifir núna og er fáeinum árum yngri en ég.

Í formála bókarinnar segir Wain Dyer: "Ég hef lesið þúsundir bóka á síðastliðnum 50 árum eða svo. Bókin sem þú ert með í höndunum er sú langáhrifamesta og merkilegasta í því yfirgripsmikla safni bóka sem ég hef lesið um ævina.

Þú ert nú að leggja upp í ferð sem eflaust mun breyta viðhorfum þínum til þess máttar sem býr í manneskjunni og trúnni – um alla framtíð."

Þegar ég las þessi orð var sem einhver kraftur snerti hjarta mitt og ég var tilbúin að leggja upp í þessa ferð.

Því er skemmst frá að segja að þegar ég lagði bókina frá mér, um kl. tvö um nóttina, var henni lokið. Ég gat ekki stoppað. Ég hef smávandamál í augum vegna augnþurrks og hefði að öllu jöfnu þurft að væta augun með geli, eða gervitárum, við svona mikla lesningu, en ég fann engan þurrk. Reglulega vættu mín eigin tár augun, ekki vegna þess að ég væri yfirbuguð af hryllingi og sorg, nei ég var snortin og þakklát, því að mitt í allri skelfingunni var Guð sjálfur að starfa, friður hans, sem er æðri öllum skilningi, og kærleikur hans, sem enginn mannlegur máttur fær skilið.

Mér fannst sem hann væri með mér að fylgja Immaculée í gegnum skelfilegasta tímabil ævi hennar, sem samt í lokin gaf henni ríkidæmi sem enginn mannlegur máttur getur rænt hana. Og ég fann fyrir fátækt minni. Ég fann að ég átti svo margt að þakka fyrir, en sjálfselska mín og eigingirni hafa svo rænt mig sannri gleði og þakklæti fyrir lífið.

Hvers vegna veljum við mennirnir að hata og stríða, þegar við getum leitað til hans sem gefur okkur örlátlega af kærleika sínum og mettar sál okkar með friði sínum! Hvers vegna þurfum við alltaf að vera að leika litla GUÐI!

Ég varð að tjá mig eftir lestur þessarar bókar, því hún snerti sál mína djúpt og minnti mig á að allir menn eru bræður mínir og systur mínar, við erum öll sköpun hins almáttka.

Trú mín á Guð gefur mér von. Það segir í Opinberunarbókinni 21,3–4: "Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: "Sjá, tjaldbúð Guðs er á meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.""

Í lok bókarinnar segir Immaculée: "Hvað snertir föðurland mitt, þá veit ég að Rúanda getur grætt sár sín ef sérhvert hjarta lærir að fyrirgefa. Nú er verið að sleppa tugum þúsunda manna, sem voru hnepptir í fangelsi fyrir manndráp á tímum þjóðarmorðsins, heim í gömlu þorpin sín og bæina svo að ef fyrirgefning getur einhvern tíma talist tímabær, þá er það núna. Rúanda getur aftur orðið paradís, en það mun útheimta kærleika alls heimsins að græða sár föðurlands míns. Og þannig ætti það líka að vera, því að það sem gerðist í Rúanda kom við okkur öll – mannkynið allt hlaut sár í þjóðarmorðinu.

Kærleikur í einu hjarta getur skipt öllu heimsins máli. Ég trúi því að við getum grætt sár Rúanda – og heimsins okkar – með því að græða eitt hjarta í einu. Ég vona að saga mín sé lóð á vogarskálarnar."

Þessi saga Immaculée er saga konu sem missti nánast alla sína nánustu í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hún þurfti að þola þjáningar sem við flest munum aldrei skilja til fullnustu. En kraftaverkið í lífi hennar er fyrirgefningin sem Guð einn getur gefið. Ég vil hvetja alla til að lesa þessa bók og sofa ekki í þægindum sínum heima. Látum raunir bræðra okkar skipta okkur máli og hlustum á sögu þeirra.

GUÐLAUG HELGA INGADÓTTIR,

leirlistarkona og söngkona.

Frá Guðlaugu Helgu Ingadóttur:


Hef ég val?

 

Í hjartanu býr barnið og girndin hlið við hlið

Sakleysið og sektin, hreinleikinn og sorinn

Hvernig má það vera, hvernig er það hægt!

Girndin verður alldrei södd, barnið gleðs yfir litlu.

Hvort á að næra, hvort á að vaxa og dafna?

Hef ég val?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband