Ég vil breytingar, ég vil meiri jöfnuð, ég vil ekki auðsöfnuð á fárra manna hendur!

Ég vil ekki selja landið mitt, ég vil ekki kvótabrask, ég vil ekki að lóðir og lönd séu svo á uppsprengdu verði að hinn almenni borgari eigi ekki séns á að koma sér upp húsnæði. Ég vil ekki að jarðir séu svo dýrar að það fólk sem hefur einlægan áhuga á landbúnaði og menntun til, geti ekki starfað við greinina.

Ég vil geta farið með börnin mín til tannlæknis, án þess að það sé höfuðverkur og svefnleysi, hvernig eigi að redda pening fyrir þeirri þjónustu. Ég skil ekki hvernig fólk getur setið í ríkisstjórn ár eftir ár og skellt skollaeyrum við neyðinni í kring, jú annars, ég skil það að vissu leiti. Maðurinn er fullur af sjálfum sér, en hvað þá um loforðin, eru þau bara eitthvað sem menn segja, til að koma sjálfum sér í þægindasætið?

 

Kannski er það sama hver vermir stólana á alþingi, menn gleymi sér, en þá þarf að senda skýr skilaboð frá almenningi, setja mörk! Ef ekki er staðið við stóru orðin, þá sitji menn ekki annað kjörtímabil. Þetta fólk er í vinnu hjá þjóðinni og ráðið til að vinna verk, standa við fyrirheitin! Það eru tímamörk og svörin eiga að vera skýr!

 

Og þá er bara að fara að kjósa!  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband