Framhald á ljóðabálki - leit mín að Guði!

 

Sátt

Þó að ég sé nakin

þá er mér hlýtt!

En þú skelfur

í þykkum klæðum fortíðar

 

Þroski

Ekki toga í grasið

það slitnar!

Allt þarf að vaxa

líka fjólubláa blómið!

 

Hvað þá ?

Ef ekki skynjun -

hvað þá ?

Ef ekki trú -

hvað þá ?

 

Ósk 

Ef heimurinn væri fjólublár -

gætum við dansað, dansað,

liðið saman í eitt og

búið til sól !

 

Trú

Maðurinn sem að sáði fræi

í hjarta mitt - fór !

En hann kemur aftur !

 

Verðmæti

Veit lítið

hef lært mikið

á langt eftir

en treysti !

 

 

höfundur -  G.Helga Ingadóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær  Megi ljósið skína til þín bjart og fagurt elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir það og megi réttlætið sigra! Kjósum rétt!

G.Helga Ingadóttir, 12.5.2007 kl. 10:33

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góð ljóð.  Takk.

Vilborg Traustadóttir, 13.5.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er ljóð sem er notalegt að lesa.

Þorsteinn Sverrisson, 13.5.2007 kl. 20:55

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mjög fallegt. Maður svífur í fallegan draumaheim þegar maður les þetta...

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.5.2007 kl. 22:07

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Mjög flott hjá þér.

Jens Sigurjónsson, 4.6.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband