30.7.2007 | 01:07
Þetta er sorglegra en orð geta tjáð!
Á hvað leið erum við. Ég er alin upp í miðbæ Reykjavíkur og fram eftir öllum aldri var mér óhætt að ganga um götur borgarinnar, örugg með mig, óhrædd, sama á hvað tíma sólarhringsins það var. En nú er öldin önnur, menn eru barðir, stungnir, eða bara skotnir um hábjartan dag, í Borginni sem að ól mig og annaðist.
Ég finn til með öllum sem að hlut eiga að máli, aðstandendum hins látna og gerandanum, sem ekki er fundinn, en þarf að lifa með því að hafa tekið líf annars manns. Hvað rak hann til þessa illvirkis, þvílíkt myrkur hefur heltekið sál hans, óafturkallanleg staðreynd, maður liggur í valnum.
Ég bið þess að Drottinn Jesús megi græða og hugga alla þá sem sárt eiga um að binda vegna þessa atburðar og lækna hjartasár.
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Lífið og Tilveran, Umræðan | Facebook
Athugasemdir
Það er erfitt að geta sér til um hvað vakir í sál þeirra sem gera svona. En megi allir góðir vættir vaka með þeim sem eiga um sárt að binda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.