Það er löngu kominn svefntími fyrir mig -

en ég er aðeins að fara yfir svæðið hjá bloggvinunum mínu og reyna að kúpla mig frá vinnunni! Allt er á fullu hjá okkur í Eldstó Café og Þór er líka í óða önn við að renna bolla, skálar og fl. nytsamlegt og fagurt.

Sko, það er ekki auðvelt að komast úr vinnugírnum, en svona er þetta bara á sumrin! Ég bíð því bara góða nótt og bið Guð um að blessa ykkur öll, kæru bloggvinir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Það gleður mig að það sé nóg að gera hjá þér, ég ætla að kíkja á ykkur, mig langar svo að hitta þig,  sem og aðra bloggvini sem tengjast mér í trú á einn eða annan hátt.

Ég bið þér blessunar og að Guð gefi þér góða hvíld í nótt.

Linda. (sem pælir endalaust) heheh jæja knús.

Linda, 26.7.2007 kl. 02:47

2 identicon

Gott að vel gengur. Saknaði þín. Ég og húsbandið stefnum á að kíkja austur í sumar og þá kíki ég til þín. Kveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir hlýleg orð og hlakka til að fá ykkur í Eldstó Café, ef þið verðið á ferðinni!

G.Helga Ingadóttir, 29.7.2007 kl. 10:42

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mig hlakka til að geta kíkt aftur til þín Helga ! Eldstó er yndislegur staður og mæli ég eindregið með honum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.8.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband