Allt snýst um Eldstó Café á sumrin!

 

Sól á kaffihúsinu.jpg fyrir blogg Eldsto Cafe in Hvolsvollur In fromt of Eldsto Cafe 2006 juni

Það snýst allt um vinnuna og lítið annað kemst að á sumrin, en engu síður er þetta gefandi. Að vera skapandi og frjór í hugsun, er nauðsynlegt í svona "busnes" og það á vel við mig. 

Margir hafa komið til okkar síðan ég opnaði um Hvítasunnuna, alls kona fólk hefur ratað inn í Eldstó Café og fjörugar umræðu átt sér stað. Mikið hefur verið rætt um listir, bæði myndlist, leirlist og tónlist.Sumir gestanna vilja gjarnan fá að ræða málin við gestgjafann, en aðrir vilja meira næði. Flestum ber þó saman um að það sé notalegt og heimilislegt í Eldstó.

Í dag kom ungt fólk sem að hefur verið að túra og spila hér á Íslandi og flytur franska kabarett tónlist.  Metro Bohema (heitir grúppan) er samansett af kontrabassa, fiðlu, gítar og harmonikku og að sjálfsögðu syngja þau líka. Harmonikku leikarinn var farin til síns heimalands, en restin af Bandinu kom í Eldstó Café að fá sér hressingu.  Við tókum á tal saman, þau skoðuðu og versluðu leir og fljótlega barst í tal tónlistin. Ég fékk þau til að ná í CD disk út í bíl sem að þau áttu með sér og varð mjög hrifin af því sem að ég heyrði. Þessi tónlist er gleðigjafi og hrífur mann auðveldlega með sér. Einhvern vegin fór svo að ég söng fyrir þau Vísur Vatnsenda-Rósu (þjóðleg að sjálfsögðu), svona í þakkarskyni og allir voru mjög glaðir með þann gjörning. Við skiptumst á e-mailum og hver veit nema þau komi og spili í Eldstó Café að ári liðnu. Gaman af því og já, ég keypti diskinn með þeim!

Talandi um að koma og spila í Eldstó Café. Mig langar mikið til að vera með tónlistarflutning, eða svona uppákomu í Eldstó Café, en þar sem að við erum ekki Baugur kompaní, þá höfum við ekki bolmagn til að greiða tónlistarmönnum fyrir það að koma og spila, úr eigin vasa. Og það er að sjóða yfir í kollinum á mér, því að ég er að reyna að fá einhverja splendet hugmynd um hvað sé hægt að gera, til að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Tónlist er lífið, þ.e. tónlistin gefur svo mikið og fyllir mann af upplifunum, bæði sorg og gleði, en það að geta fundið til, er að vera til.

Ef einhver getur hjálpað mér í þessari hugmyndasmíð, þá er það vel þegið.

En - lifið heil og Guð blessi ykkur öll, sem að komið við á síðunni minni. Eins gott að vera rétt tengd og þá meina ég Guði sínum, og rétt hjá ykkur, því ekki að biðja hann um góða hugmynd. En Guð notar líka fólk!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl. Gott að það gengur vel hjá ykkur. Ég kíki til ykkar í sumarfríinu. Ég á systir og systurdóttir sem hafa komið fram og sungið. Systir mín verið með á cd. Ég segi þeim mæðgum frá ykkur. Þær verða í höfuðborginni í byrjum júlí. Þær eru yndislegir söngfuglar og spila sjálfar undir á gítar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 08:22

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Góð hugmynd, hlakka til að sjá ykkur!

G.Helga Ingadóttir, 14.6.2007 kl. 15:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla svo sannarlega að kíkja við ef ég verð á þessum slóðum, ekkert gæti haldið mér í burtu G. Helga mín, segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú munt ekki sjá eftir því Ásthildur, G. Helga er búinn að gera þetta svo heimilislegt og kósí að mar vill barasta ekki fara! Hún gerir heimsins besta kaffi og vöflur! Það fullyrði ég! Ég leit til hennar fyrr í sumar og sé ekki eftir því! Það var reyndar eins og við hefðum alltaf þekkst, ég og konan mín erum ennþá að dásama þessa yndislegu heimsókn á Eldstó! Guð blessi þig systir !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2007 kl. 19:43

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Heldurðu að enginn fáist til að koma þarna og spila ókeypist (í staðin fyrir leirlistarmuni kannski eða góðar veitingar)? Kannski þú ættir bara að syngja sjálf... . Þú söngst brot úr einhverju lagi fyrir okkur (til að ég áttaði mig á þvi hvað þú varst að tala um) og þú hljómar afskaplega vel. Samt yrðir þú að fá einhvern til að hjálpa þér með veitingarnar á meðan. Mundi eflaust trufla sönginn ef þú gengir um með kaffiveitingar syngjandi...

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.6.2007 kl. 23:08

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Málið er að ég er að hugsa um að gaman væri að koma saman með fleiri enn einn  og fleiri enn tvo tónlistarmenn og vera með einhverslags uppákomu fyrir utan Eldstó Café, því að staðurinn er lítill og rúmar ekki neitt hljómflutningskerfi. Ég er í sjálfu sér ekki í vandræðum með að fá einhverja til að spila með mér, en það þarf að búa til tilefni og tilgang.

Þetta snýst líka um að fá gott veður. Það gæti svo margt komið til greina í þessum efnum, en allir þurfa að fá laun erfiðis síns.

Takk fyrir falleg ummæli í minn garð og ég vildi að ég gæti sagt þetta um mig sjálfa, en til þess þekki ég of vel mína bresti og ófullkomleik. Guð blessi ykkur öll í ykkar daglega lífi.

G.Helga Ingadóttir, 18.6.2007 kl. 23:18

7 Smámynd: Linda

Bara vera með open mike /dag ef svo má að orði komast, fólk skilur pláss leysið ég held að þú þurfir ekki að hafa stórar áhyggjur af því.  Svo koma tónlistamenn í heimsókn á þeim dögum sem þú ert með "open Mike" og spila sér og öðrum til skemmtunar, þarf ekkert meira enn gítar og amp býst ég við jú og vitanlega "mike" eða mikrafóne.

Knús til þín.

Linda, 21.6.2007 kl. 23:34

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra trúkona og kaffihúsakona, gangi þér vel í sumar á annatíma, og megir þú hafa mikið að gera!

Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !

Ljós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 07:12

9 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir hlýleg orð Steina mín og Guð blessi þig líka og leiði að lindum lifandi vatns. Hann er megnugur að mæta öllum okkar þörfum og svarar öllum bænum!

G.Helga Ingadóttir, 30.6.2007 kl. 10:32

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú verð ég að fara að drífa mig austur í kaffi.  Verð að hæla ykkur fyrir frábærlega skemmtilega og vel hannaða heimasíðu.  Fær 10 af 5 mögulegum í einkunn. Guð blessi ykkur alla tíð.  Sjáumst vonandi í bráð.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.7.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband