Nýtt ár og ný verkefni.

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Svo sannarlega erum við ekki eylíf hér á jörðu, ekki þetta hulstur sem að hver og einn hefur til að hýsa sjálfið sitt.

Mig langar til að framkvæma svo margt, upplifa meira, sjá meira ... verða betri en ég er ... vera fær um að gefa af mér og skilja lífið betur. 

Árið sem við vorum að kveðja, var ár mikilla breytinga fyrir mig, það að pabbi dó í febrúar, það breytti svo miklu. Hann og hans veikindi voru áhrifavaldar í fjölskyldunni, eitthvað sem erfitt var að lifa við og vinna úr. Sorgin vegna hans er í hjarta mínu, hvernig lífið hans eitthvern vegin fjaraði út í myrkrið. Hann var svo einn inni í sjálfum sér. Svo er það mamma, að hafa hana svona veika og eins og skugga af sjálfri sér, miðað við hvað hún er í minningunni.

En engu síður er ég mjög þakklát fyrir að fá að hafa mömmu lengur meðal okkar. Hún er búin að vera hjá okkur yfir hátíðarnar og fer væntanlega heim til sín eftir helgina. Hún á sína góðu daga milli þess sem að hún þarf að vera rúmliggjandi og sofa mikið. 

Á nýju ári er í kortunum að breyta og bæta vinnuaðstöðuna hjá okkur á kaffihúsinu og helst að stækka kaffihúsið. Spurning ?? Við eigum mikið til af fallegum leirmunum núna, þar sem að Þór er búinn að vera mjög duglegur. Þetta verður gott ár, trúi ég og vona. 

Nú er mál að fara að leggja sig og reyna að snúa sólarhringnum aftur við á réttan kjöl, það er komið nóg af næsheitum ..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég samhryggist þér vegna föður þíns.


Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.1.2010 kl. 01:16

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir það ...

G.Helga Ingadóttir, 3.1.2010 kl. 01:35

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 01:49

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hjartanskvedjur frá okkur í Hyggestuen  med von um ad árid 2010 verdi ykkur ljúft . Hjá ykkur og fyrirtækji ykkar.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2010 kl. 08:07

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk öll og Guð veri með ykkur á nýju ári

G.Helga Ingadóttir, 3.1.2010 kl. 23:11

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ég trúi því eins og þú að þetta verði gott ár.

Gleðilegt nýtt ár. Þakka samfylgdina á árinu sem er að líða.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 01:05

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Helga mín, já sorgin er sár, og það er erfitt að sætta sig við að ástvinir hverfi.  Vonandi hressist mamma þín og vonandi verður nýja árið þér og þínum heillaríkt og gott.  Spennandi tímar hjá ykkur að breyta og bæta aðstöðuna.  Ég hef ennþá ekki komist svo langt að kíka við hjá þér.  Sendi þér mínar bestu kveðjur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 11:02

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir innlitið öll sömul, gaman að hitta ykkur aftur á blogginu. Já ég vona að mamma hressist, hún á að fara í innlögn í dag á spítalann og fá næringu í æð, til að hressa hana við. Þannig að best að fara að undirbúa sig. Guð veri með ykkur í dag ...

G.Helga Ingadóttir, 4.1.2010 kl. 11:16

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð veri með þér og mömmu þinni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2010 kl. 01:25

10 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk Rósa mín, svo sannarlega er hann með okkur. Í dag kom mjög góð lausn, því að fyrrum vinnufélagi mömmu verður í íbúðinni í kjallaranum og ætlar að líta til með mömmu. Honum þykir vænt um mömmu, enda sýndi hún honum móðurlega umhyggju þau ár sem þau unnu á sama stað. Ég er mjög þakklát Guði fyrir þetta, þvílíkur léttir. Ég bý í 50 km. fjarlægð frá mömmu og það er mikið öryggi að vita af honum í sama húsi og mamma.

Lausnirnar er allstaðar, líka fyrir okkur sem þjóð, það er að sýna sig og leiðin verður bara upp á við hjá okkur núna. Gleðilegt ár.

G.Helga Ingadóttir, 7.1.2010 kl. 16:35

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæl Guðlaug.

Það er ágæt tilbreyting að rita á síðu, um eitthvað annað en Ice save.

Það er rétt sem þú segir með líkamann, hann er bara hylki utan um sálina. Ég votta þér samúð mína af öllu hjarta. Þótt sumir eigi ekkert annað eftir en að deyja, eins og mér skilst með föður þinn, þá er alltaf sárt að horfa á eftir þeim sem við elskum. En hin helga bók segir að lífið hafi engan endir, þannig að í fyllingu tímans hittum við burtfarna ástvini á ný. En við vitum ekki hversu biðin er löng. Ég er sannfærður um að gott ár sé í vændum, við horfum fram á bjartari tíð.

Ég veit ekki af hverju, en lögmál lífsins virðist vera þannig, að það koma erfiðir tímar og svo betri í kjölfarið, eins og með storminn, það kemur logn á eftir honum. Fyrst jörðin er sem lítið sandkorn í alheimi, þá veit ég ekki hve stór ég er. Allt fólk heimsins nær víst ekki stærð sandkorns í þessu samhengi. En ég, þessi örsmáa mælieining, tel að Guð sé að reyna okkur og þroska með erfiðleikunum, lokatakmarkið hlýtur að vera kærleikur til alls, sem lífsanda dregur.

Jón Ríkharðsson, 13.1.2010 kl. 10:03

12 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir þessi orð Jón og Guð veri með þér

G.Helga Ingadóttir, 13.1.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband