Ég hef ekki haft geð í mér til að blogga

Þar sem að bæði ég hef verið að kafi í vinnu í sumar, pabbi lést í febrúar á þessu ári og mamma með lungnakrabba. Hún hefur á undraverðan hátt haldið lífi, þar sem að hún vildi ekki fara undir hnífinn. Hún hefur beðið Drottinn að gefa sér meiri tíma og hann hefur svarað því.

Ég er því hálf tóm, ekki verið neitt sérstaklega ræðin, og vil helst bara hafa sem mest fyrir stafni, vinna, prjóna, hjóla og synda, eða þess háttar. 

 

Mínar tilfinningar eru blendnar og ég er stundum mjög þreytt, stundum full af orku. 

Trú mín Er, en ég þarf að hafa fyrir því að vera jákvæð og geðgóð. En þarf maður svo sem ekki alltaf að hafa svolítið fyrir sjálfum sér og öðrum í þessu lífi, ég held það. Best er þó að koma fram fyrir Drottinn og biðja hann um gleði, miskunn og náð sér og öðrum til handa. 

 

Þjóðfélagsmálin hafa vissulega ná að þrykkja mér niður á köflum, en oft get ég lyft mér yfir kringumstæðurnar og í dag ætla ég með Guðs hjálp að gera það. Guð veri með ykkur öllum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi Guð vera með þér í þínum erfiðleikum og þeirri sorg sem í hjarta þínu er, mundu að Guð er alltaf með þér í öllum þínum þjáningum, þó svo að okkur langi stundum til að senda honum löngutöngina.

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 19:40

2 identicon

Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Garún

Gaman að sjá þig blogga aftur mín kæra.  Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni þegar maður er með áhyggjur..Nú fer ég að kíkja á ykkur..

Garún, 8.10.2009 kl. 16:12

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk elskurnar fyrir að kíkja á mig á blogginu. Ég veit að Drottinn er með mér - jafnvel þó að ég sé beygð á köflum.  Hlakka til að sjá þig aftur Garún, spennandi þáttur - Hamarinn, sá nafnið þitt í nafnalistanum í lok þáttarins. Gott að vita að þú starfar og ert akktíf. Guð veri með ykkur öllum.

G.Helga Ingadóttir, 8.10.2009 kl. 22:45

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Megi almáttugur Guð gefa þér styrk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband