20.3.2009 | 12:39
Ég er vissulega að hugsa um þjóðmálin, þó svo að ekki hafi ég eytt miklum tíma í að blogga um þau.
Kosningar nálgast og við fylgjumst með verkum núverandi bráðabrigðastjórnar, hlustum á fögur fyrirheit þeirra sem eru í framboði og fylgjumst með fréttum.
Hvað ætla ég að kjósa. Ég hef nú ekki alveg gert upp minn hug, en veit þó vel hvað mál skipta mig mestu máli. Ég vil alls ekki inn í Evrópusambandið ganga, ekki taka upp nýjan gjaldmiðil eins og er og ég vil stuðla að sjálfbærari lifnaðarháttum þjóðar minnar. Ég vil að við Íslendingar reynum að nýta bæði auðlyndir okkar og þekkingu hér heima.
Það er alveg víst að varlega verður stigið til jarðar og ákvörðun vel yfirveguð, en ég mun að sjálfsögðu nýta minn lýðræðislega rétt og kjósa.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Sammála þér og nú gæti þetta orðið dálítið flókið. Er VG að draga í land að vilja ekki aðildarviðræður við ESB svo þeir geti verið áfram í einni sæng með Samfylkingunni?
Svo vitum við að ný framboð hafa oft ekki náð inn þingmanni þannig að oft er verið að henda atkvæðum. Þannig að nú eru góð ráð dýr.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2009 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.