5.11.2008 | 10:39
Bæn - fasta og iðrun !
Í dag byrjaði ég föstu og bæn fyrir Íslenskri Þjóð og landi. Yfir öllu valdi er annað og sterkara vald sem er andlegt. Biblían segir okkur að nota þau vopn, sem að við höfum og þau eru andleg.
Í Anda mínum veit ég að viska Drottins, er meiri en mín eigin viska og hans plön og áætlanir eru æðri mínum eigin og því vil ég gefa mig honum á vald, vitandi að hann mun vel fyrir sjá, en því hefur hann lofað þeim sem að hans leita.
Í Jakobsbréfi stendur:
Ef Drottinn vill
13Heyrið, þér sem segið: "Í dag eða á morgun skulum vér fara til þeirrar eða þeirrar borgar, dveljast þar eitt ár og versla þar og græða!" - 14Þér vitið ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. Því að þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan. 15Í stað þess ættuð þér að segja: "Ef Drottinn vill, þá bæði lifum vér og þá munum vér gjöra þetta eða annað." 16En nú stærið þér yður í oflátungsskap. Allt slíkt stærilæti er vont. 17Hver sem því hefur vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, hann drýgir synd.
Þetta er nokkurn veginn það sem að við erum að verða vitni af þessa dagana og samkvæmt Heilagri Ritningu að þá er það ekki góður staður að vera á, að setja allt sitt traust á Mammon, og hans loforð og sandkastala.
Til auðmanna
5
1Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfir yður munu koma. 2Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, 3gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. 4Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. 5Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. 6Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir yður ekki viðnám.
Þolgæði og bæn, er það sem að Ritningin hvetur okkur til að gera, ekki reiða sig á eigið ágæti og styrk, heldur beygja hnén í auðmýkt undir hans Voldugu Hönd, vitandi það að Drottinn stendur gegn hrokafullum, en auðmjúkum veitir hann náð!
Þreyið og biðjið
7Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn. 8Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.
9Kvartið ekki hver yfir öðrum, bræður, svo að þér verðið ekki dæmdir. Dómarinn stendur fyrir dyrum. 10Bræður, takið spámennina til fyrirmyndar, sem talað hafa í nafni Drottins og liðið illt með þolinmæði. 11Því vér teljum þá sæla, sem þolgóðir hafa verið. Þér hafið heyrt um þolgæði Jobs og vitið, hvaða lyktir Drottinn gjörði á högum hans. Drottinn er mjög miskunnsamur og líknsamur.
12En umfram allt, bræður mínir, sverjið ekki, hvorki við himininn né við jörðina né nokkurn annan eið. En já yðar sé já, nei yðar sé nei, til þess að þér fallið ekki undir dóm.
Og í öllum hlutum eigum við að leita Drottins, bæði í sjúkleika og neyð, en einnig í sigrum og gleði og þakka honum. Því að allar góðar gáfur og gjafir, koma frá Föður Himnanna, Hann er Alfa og Ómega, allt er frá honum og því er ætlað að hverfa aftur til hans.
13Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. 14Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. 15Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar. 16Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.
17Elía var maður sama eðlis og vér, og hann bað þess heitt, að ekki skyldi rigna, og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði. 18Og hann bað aftur, og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt.
19Bræður mínir, ef einhver meðal yðar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur, 20þá viti hann, að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og hylja fjölda synda.
Og hér eru svo vopnin og þau virka, eins og við þekkjum vel, sem á þessum vígvelli höfum barist.
Og í Efesubréfinu 6.kafla stendur
Alvæpni Guðs
10Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
14Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. 16Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. 17Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. 18Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. 19Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins. 20Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.
Ég sem Kristin Trúuð manneskja, vil ekki fara á mis við neitt það sem að Guð hefur lofað mér, ef að ég fylgi honum. Það er ekkert í þessum heimi sem að er óforgengilegt, allt mun líða undir lok, en Orð Guðs mun aldrei undir lok líða. Sá einstaklingur sem að hefur smakkað á nærveru Guðs og hans Heilaga Anda, verður aldrei samur, því að sá auður sem í Anda Drottins er og sá friður sem að hann bíður, er ekki sambærilegur við neitt það sem að við höfum fengið að sjá og upplifa í þessum sýnilega heimi, sem að menn skapa. En Guð hefur jú skapað okkur í sinni mynd og því er sköpunarþörfin ein að þeim frumþörfum sem að menn búa yfir og þess vegna viljum við skapa. Munum samt að hæfileikar þeir sem að við búum yfir eru gjafir Guðs og honum ber að þakka og gefa þá dýrð sem að hann á skilið.
Guð blessi þig og leiði sem að lest þessa hugleiðingu mína og von.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Lífið og Tilveran, Umræðan | Facebook
Athugasemdir
Rétt,auður þeirra fúnar og þeir munu kveina.Guð blessi þig góða kona
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 11:10
Það er jafn auðvelt fyrir auðmann að komast í Guðsríki og fyrir úlfalda að fara í gegn um nálarauga.
Takk fyrir þessa hugvekju og Guð blessi þig og þín störf
Sigurður Þórðarson, 5.11.2008 kl. 12:02
Ég finn til með öllum tíndum sauðum og bið að í þrengingum sínum, megi þessi auðmenn finna Drottinn og nota sína hæfileika fyrir hann.
Guð blessi ykkur og mæti.
G.Helga Ingadóttir, 5.11.2008 kl. 12:58
Takk fyrir þessa hugvekju. Við munum taka þá í þessu áttaki eftir bestu getu, bænir okkar munu heyrast. Guð gefi þér og þínum áframhaldandi frið og blessun.
bk.
Linda, 5.11.2008 kl. 15:45
Góð hugleiðing, Helga. Jakobsbréf er þá ekki úrelt 'hálmbréf', eins og einhver hélt. Það tengist raunar bæði anda spámannaritanna og spekirita Gamla testamentisins. Tek líka undir orð þín í athugasemd 3. Biðjum fyrir þjóð okkar, líka með lokaorð Þorvaldar Gylfasonar í huga í grein hans í Fréttablaðinu í dag ... Blessun Guðs veri með ykkur.
Jón Valur Jensson, 6.11.2008 kl. 09:00
Sæl G. Helga.
Takk kærlega fyrir þessa birtingu til okkar.
Guðs blessun handa þér. Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:41
Gangi þér vel á föstu og bænaákalli þínu. Biðjum öll fyrir íslensku þjóðinni í Jesú nafni.
Kristín Ketilsdóttir, 6.11.2008 kl. 12:01
Amen!
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.11.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.