Kreppa eða blessuna ?

Ég er að hugleiða þessa dagana, hvort þetta sé allt svo slæmt, hvernig er komið fyrir Íslensku þjóðinni. Stundum hafði ég það á tilfinningunni að þetta gæti ekki farið vel, við flugum svo hátt í velgengninni, að ýmislegt sem betur mátti fara, var ekki virt viðlits.

Hvað á ég við? Mér fannst t.d. erfitt að ala upp börn í því áreiti, þar sem að hamingjan var á sölubás og ef þú áttir bara nógu mikið af peningum, tækjum og tólum, þá varstu HAPPY ! 

Þessi innræting var allstaðar í kring um okkur og börnin okkar, samanburður á eignum, svo sem í flatskjáum, tölvum, hjólhýsum, bílum, fatnið, hýbýlum og húsgögnum, og svo mætti lengi telja, mergsýrði þjóðfélagið.

Menn þóttu klárir, jafnvel snillingar og vel komnir að ofurlaununum, (margföld árslaun almúgans á mánuði), eitthvað sem vert væri að taka til fyrirmynda og líkjast. "ALLIR Í VIÐSKIFTAFrÆÐI" þar er framtíðin.

Auður sem að Orðið segir að muni brenna upp, ef að við byggjum líf okkar í öryggi peningahyggjunnar. Það hús er byggt á sandi. Það sýnir sig nú að jafnvel lífeyririnn sem að safnað var til efri áranna, er uppurinn. Sorglegt en satt. Vissulega finn ég til með fólki, sem er að missa allt sitt, en ég þekki það á eigin skinni, hvað það er að eiga ekki einu sinni fyrir mjólkurpotti, hvað þá meiru. 

En í gegn um mínar kreppur fann ég bjargið til að byggja á og það bjarg hefur aldrei brugðist mér, í gegn um súrt og sætt. Í ómögulegum kringumstæðum sköpuðust tækifæri og opnuðust dyr. Drottinn sjálfur segir okkur að vera ekki áhyggjufull, hann mun sjá okkur fyrir fæði og klæðum, okkar þarfir muni hann uppfylla.  Trúlega ekki þær tilbúnu þarfir sem að við höfum skapað okkur, en við munum ekki þurfa að líða skort, ef að við leitum hans og treystum. Það er fyrir trú sem að björgin hreyfast og fjöllin bifast. Ég bið þess að Íslensku þjóðinni mætti fyrirgefast græðgin og andvaraleysið. Ég bið þess að þjóðin mætti taka við Frelsaranum Jesús, sem að getur frelsað okkur frá okkur sjálfum, fyllt okkur af sér og gefið okkur nýjan og betri tilgang, þar sem að við sjáum út fyrir okkur sjálf. Að íslenska þjóðin megi verða blessun fyrir aðrar þjóðir og gefa af sér á öllum sviðum. Auðurinn er í fólkinu, sköpun Guðs. Megum við elska aðra menn og rétta út hjálparhönd, þar sem að neyðin er enn stærri en hjá okkur.

Guð blessi Íslensku þjóðina og Ísrael.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen.Blessun þegar upp er staðið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Birna M

Ég lít á þetta sem blessun.

Birna M, 30.10.2008 kl. 19:54

3 identicon

Sæl .

Ekki nokkur vafi í mínum huga.  BLESSUN.

Ekkert líf fyrir MAMMON lengur !

Það hafði enginn kjark til að stoppa þetta nema . HVER heldur ÞÚ ?

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 04:07

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir að koma við á blogginu mínu öll stömun. Í dag er fyrsti dagur í föstu hjá mér, þar sem að ég mun fasta á mat, en ekki drykk, vonandi fram á helgi.

Bæn mín er fyrir Íslenskri Þjóð, þar sem að ég tek mér stöðu iðrunar og afturhvarfs vegna þjóðar minnar. 

Vonandi að sem flestir finni sig knúna til að taka sína stöðu sem bænahermenn og biðja og fasta. Guð blessi Ísland og snúi hjörtum Íslendinga til sín, frelsi þá og leysi úr skuldafjötrum, undan valdi kúgunar og ranglætis. Guð blessi og leiði ráðamenn þjóðarinnar, felli þá sem falla eiga (skipti út fólki, er það sem ég meina)  og reisi upp fólk sem að leitar hans og hlýðir hans röddu. 

G.Helga Ingadóttir, 5.11.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband