2.6.2008 | 10:05
Eldstó Café opnaði á laugardaginn, allt fór vel í gang og góð tilfynning fyrir sumrinu!
Nú er bara virkilega gott að hefjast handa inn í sumarið með bros á vör og Jesú í hjartanu. Ég vaknaði árla morguns og fór niður, setti í brauðvél, bjó til hollustudrykk í blandarnum og átti góða stund með manninum mínum, grænu te og Jesú í morgunsárið. Fullkomin byrjun á yndislegum degi.
Það var svo undursamleg tilfynning að finna Heilagan Anda fylla hjarta sitt og umvefja líkama minn, en ég fann áþreifanlega fyrir nærveru hans, og var hreinlega drukkin af kærleika hans og ást til mín. Ást sem Faðirinn á fyrir alla menn, alla sína sköpun. Þvílíkt kraftaverk það er að meðtaka sjálft Guðsríki inn í hjarta sitt og alla sína veru. Enda segir Jesú; "Guðsríki ER hér!"
Ég hef gert breytingar á matseðlinum, sem að felast í því að salatbarinn verður ekki í sumar. Ég þurfti meira pláss fyrir leirmunina okkar og nú hafa skartgripirninir einnig bæst við.
Stefnan er að gera þetta enn sveitalegra, þ.e. að vera með Íslenska kjötsúpu og kjöt í bitum í henni, smurt heimabakað brauð, með áleggi og flatkökur með hangikjöti, ásamt góðum heimabakstri, ostakökum og Eldstó Vöfflunni vænu.
Opnunartími Eldstó Café er frá Þriðjudegi - Sunnudags frá kl. 12 - 19, en hægt er að panta fyrir hópa á öðrum tíma einnig, ef að það stendur þannig á. Að öllu jöfnu er lokað á Mánudögum, nema að komi til sérpantana hópa, eins og áður segir.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Guð blessi þig.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:56
Ég er búinn að senda fullt af e-póst á eldsto@...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.6.2008 kl. 20:57
Sæl Helga mín. Lítur girnilega út. Ef ég kem einhvern tímann þarna í nágrenni verð ég nú að koma og fá vöfflu og gott te.
Skil ekki af hverju gengur ekki hjá Gunnar með netfangið en byrjunin er rétt.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:35
Þessar vöfflur verða frægar fyrr en varir. Gangi ykkur vel í sumar.
kv.
Linda, 13.6.2008 kl. 16:34
Fyrirgefið elsku bestu, en svona er þetta nú á sumrin, ég kemst bara endrum og sinnum í tölvuna mína til að kíkja á bloggið og póstinn minn. Takk Gunnar fyrir þennan flotta haus á blogginu mínu, þú ert nú alveg frábær. Ég mun svara póstinum þínum núna, var bara að opna póstinn eftir nokkra daga hlé. Verið öll velkomin í Eldstó Café í sumar.
G.Helga Ingadóttir, 15.6.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.