Ég hef ekki mikinn tíma í bloggið núna, þar sem að ég er að undirbúa tónleika og sýningu á skartgripunum mínum.
Framundan hjá mér er að halda sýningu á skartgripunum og tónleika, fimmtudaginn 15.mai 2008 - kl. 18, í versluninni Emelíu við Fákafen. Sjá inn á www.gala.is.
Efnisskrá tónleikanna er blanda af country og bluse, ásamt þjóðlögum ýmiskonar. Með mér eru Sigurgeir Sigmundsson - Gítarleikari (ma. Start og Drýsill) og Jón Ólafsson - Bassaleikari ( ma. Pelikan, Start og Drýsill)
Þetta er hringur unninn úr postulíni og silfri,
og ólarnar eru úr leðri með silfurvír,
annars vegar og koparvír, hins vegar.
Smá lesning af heimasíðunni minni www.eldsto.is undir linkur "um okkur"
Guðlaug Helga Ingadóttirsöngkona og leirlistarkona hefur undanfarin ár numið leirlist af eiginmanni sínum, Þór Sveinssyni.
Hún var á myndlistarbraut í FB, en naut að auki einkakennslu hjá Gunnari Geir Kristjánssyni, listmálara. G.Helga hefur næmt auga fyrir litasamsetningu og segir hún, að mála sé það sama og syngja, allt séu þetta tónar og litabrigði.
Guðlaug Helga lærði söng við Söngskólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan með 8.st. árið 1992. Hennar aðal söngkennarar þar voru
Guðrún Á. Símonar og Keith Reed. Hún hefur einnig tekið 3 st. í píanóleik og hefur hún sett sér það markmið, bæta við sig þar.
Festin er handunnin úr postulíni
og silfri, keðjan er vafin úr silfurvír.
G.Helga er hefur skapað sér nýjan vetfang í sinni sköpun og er það hönnun á skartgripum. Þar notast hún við ýmiskonar efnivið, svo sem gler, postulín, silfur, leður og fl. Hver gripur er einstakur og reynir G.Helga að skapa hið fullkomna jafnvægi úr mismunandi formum og litum. Enginn hlutur hefur sama munstrið og hið óvænta birtist í hinum ýmsu myndum í skartinu.
Mynd af mér og börnunum mínu blíðu,
þ.e. tveimur yngstu,
en það eru þau Kort 11 ára
og Magdalena,
sem verður 9 ára í nóvember.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Lífið og Tilveran, Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Athugasemdir
Gangi ykkur rosalega vel
knús
Linda, 8.5.2008 kl. 20:03
Glæsileg heimasíða og flottar vörur - Ég hef engan möguleika á því að mæta.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 18:55
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð. Fallegir skartgripir. Er glysgjör og glitgjörn þannig að það hefði verið gaman að skoða skartið.
Vona að vinir okkar komi á sýninguna.
Gangi ykkur vel.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 08:33
Já, það væri gaman að þeir sem koma inn á þessa færslu kvittuðu fyrir sig. Bara forvitin!
G.Helga Ingadóttir, 13.5.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.