Tónleikar og sýning á model-smíðuðum skartgripum framundan!

Ég sit ekki auðum höndum þessa dagana. Enda hef ég afar lítinn tíma til að blogga. Ég hef sett inn myndir af skartgripum sem að ég hef verið með í smíðum, síðan í haust 2007. Ég nota bæði postulín, silfurvír og húðaðan vír, leður, silfurperlur og silfurleir, skeljar og glerperlur, svo að eitthvað sé nefnt.

 

Framundan er sýning, sem að verður í  versluninni Emelíu á Suðurlandsbraut 50 (staðsett við Fákafen) þann 15.maí 2008, ásamt tónleikum, þar sem að ég mun þenja raddböndin við undirleik gamalla og góðra vina. Það eru þeir Sigurgeir Sigmundsson, afburða-gítarleikari og Jón Ólafsson, bassaleikari eigi síðri en sá fyrrnefndi.  Sjá inn á www.gala.is 

 

Á efnisskrá mun vera Country-bluse stemming, ásamt þjóðlögum undir Írskum áhrifum.  

 

 

Nánar um þetta síðar!  

                                                             Blá festiKross fyrir Gallerí

   

    

  

 


          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú ert komin aftur.Flott skart.Kl. hvað eru tónleikarnir?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru mjög flottir, og það er greinilegt að þú situr ekki auðum höndum G.Helga mín.  Aldeilis flott hjá þér.  Gangi þér vel með tónleikana.  Þú sýnir mér hér á þér tvær nýjar og fallegar hliðar mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Helga mín
Gleðilegt sumar
Takk fyrir frábær kynni hér í bloggheimum.
Fallegir skartgripir.
Varstu búin að sjá athugasemdina hjá mér þar sem þú spurðir mig um hvort ég kæmi á Kvennamót?
Drottinn blessi þig og fjölskylduna.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Gleðilegt sumar stelpur og takk fyrir hrósið, það er hvatning! Rósa ég kíki núna inn á síðuna þína að ath. svarið við spurningunni, sem vonandi er jákvætt!

Tónleikarnir verða á sama stað og sýningin á skartgripunum. 

G.Helga Ingadóttir, 25.4.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband