Það glymur hæðst í tómri tunnu - ummæli sem smjattað er á!

Það sýnir glögglega eðli okkar mannanna hvernig við bókstaflega getum hneykslast og velt okkur upp úr því sem að ekkert er.

 

Þar sem að ég er trúuð kona og fer ekki leynt með það, hefur því oft verið baunað á mig að ég sé dómhörð og þröngsýn, vegna minnar trúar, jafnvel frá fólki sem þekkir ekki haus né sporð á mér, því síður hvaða skoðanir eða viðhorf ég hef til hinna ýmsu mála.

Mér þykir nú sem að þröngsýni og smámunasemi ráði vel yfir fjölda manna og kvenna (sem að ekki hafa opinberað sína trú endilega),en geta verið að velta sér upp úr þessum ummælum Friðriks Ómars í hita leiksins.

Hvað með það þó að hann hafi sagt þetta, ekki drap hann mann, eða hvað. Hver þessara einstaklinga hafa staðið í þessum sporum Friðriks Ómars, undir því álagi og jafnvel persónulegum árásum á hann, vegna þessarar keppni. Það gerist nú örugglega ýmislegt bak við tjöldin. Öll erum við mannleg og breisk.  Ég er ekki að segja að hann sé hvítþvegin engill, einungis það að stundum sé gott að horfa í gegn um fingur sér með sumt. Maðurinn var í geðshræringu og missir út úr sér það sem að betur hefði verið ósagt, en er ekki bara hægt að fyrirgefa það og gleyma því, en þess í stað flykkja sér nú á bak við Eurovasion faranna og segja ÁFRAM ÍSLAND!

 

Ég kaus ekki það lag sem fór með sigur í keppninni núna, en get svo vel unnt því sigurs, þar sem að það var mjög vel flutt og útsetningin á því núna síðast stórlega bætt. Regína stigin út úr því hlutverki að fljúga upp í hæðstu hæðir í tónum, en Friðrik Ómar tekinn við þeim frasa og fór mjög vel með, enda klæddi það lagið betur. Þau eru bæði allveg afbragðs góðir söngvara og lagið vel samið og útsett. Þetta er bara einfaldlega ekki minn smekkur á musik, þess vegna fékk það ekki mitt atkvæði. Ég er hins vegar bara ánægðari með úrslitin núna en oft áður og óska þeim góðs gengis þarna úti. ÁFRAM ÍSLAND! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér í báðum tilvikum Helga mín.  Þau eru mjög flott, og frambærileg fyrir okkar hönd, ég óska þeim af alhug góðs gengis.  Og þetta Með Ómar, ef einhver hefði sagt eitthvað ljótt um móður mína sem ekki væri hafandi eftir, eins og hann sagði í Kastljósinu, þá hefði ég misst mig líka.  Hvað fólk getur verið vont og illgjarnt þegar afbrýðisemin tekur það heljartökum.  Og ég segi líka ÁFRAM ÍSLAND

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur.

Ég er sammála Ásthildi að ég hefði orðið ósátt og kannski misst mig ef einhver hefði verið með ókurteisi við fjölskyldu mína. Ég hef ekki nennt að fylgjast með þessari keppni þannig að ég get ekki sagt til um hvort eitthvað annað lag var betra. Skák og mát.

Ég óska sigurvegurum til hamingju með sigurinn og ég óska þeim Guðs blessunar nú þegar þau eru að undirbúa að taka þátt fyrir hönd okkar og ég vona að þau muni að biðja Guð um styrk þegar þau fara í sjálfa keppnina

 Áfram Ísland.

Guð blessi þig kæra bloggvinkona

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Elsku Helga mín
Guð blessi þig og fjölskylduna
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.3.2008 kl. 00:25

4 identicon

Sæl Guðrún Helga.

Já,það getur verið erfitt að missa út úr sér orð,en þá leggur maður sig fram við að leiðrétta sig.

Í GUÐS FRIÐI.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 03:05

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það getur vel verið að það eigi að fyrirgefa þetta rugl. En mér fannst vöðvabandið skemmtilegra en hommabandið,  þó ég geti vel unnt þeim sigurs. Hef bara ansi lítinn áhuga á þessu frauðpoppi.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 15:56

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, það er samt svolítið gaman að fylgjast með þessu og mér fannst mjög gaman af þessum þætti, laugardagslögin. Blessi ykkur öll og takk fyrir þetta flotta glanskort - Rósa mín! Helgin var mjög góð, ég var töluvert upp í Koti á mótinu. Allt á hvolfi í Heilögum Anda og mikil gleði og lausn.

G.Helga Ingadóttir, 2.3.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Helga mín.Dásamlegar fréttir. Þar hefði ég viljað vera líka en svona er þetta bara að búa á hjara veraldar. Kostnaður svipaður og að fljúga til London frá Keflavík  Guð blessi þig

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband