Vegna bloggs Guðrúnar Sænmundsdóttur, sem að er undir fyrirsögninni "FÖÐURLANDSSVIKARI¨" ! Svolítið sterkt til orða tekið, en vert að skoða þetta!

Ég sá þátt á RÚV um Nýfundnaland, þar sem að borin voru saman þessi tvö lönd, Ísland og Nýfundnaland. Á svipuðum tíma og Ísland fékk sjálfstæði, gekk Nýfundnaland til samninga við Kanada, vegna slæmrar kreppu og framtíðarhorfa hjá þjóðinni. Í þeim samningum gáfu Nýfundlendingar  frá sér sínar helstu auðlyndir, með loforð um stuðning og batnandi kjör  í landinu, frá Kanadamönnum. 

Maður nokkur, sem var hátt settur hjá Nýfundnalingum, sem vildi fara aðra leið og benti á hana, en hún varðaði fiskveiðistjórnun og miðin þeirra. En þjóðin var vonlítil og hugdauf, þannig að þessi leið náði ekki eyrum þeirra.  Nýfundnalingar gengu til samninga við Kanadamenn og afleiðingarnar urðu með þeim hætti, að allt fór niður á við hjá Nýfundnalingum.  Er það skoðun þeirra sjálfar að það sem verst fór með þjóðina var að hún glataði trú sinni á mátt sinn og megin, sjálftraustið og sjálfsbjargarviðleitnin fór lönd og leið.

Í dag er aðeins um 70% læsi hjá Nýfundnalingum og atvinnuleysi og fátækt er helsi á þjóðinni. Menn eru huglausir (Samkvæmt þeirra eigin sögn) og treysta sér ekki í neinar framkvæmdir, enda hafa þeir af miklum hluta glatað slíku valdi til Kanadamanna. Vonleysi er það ástand sem að er þar ríkjandi. Að glata sjálfstæðinu var mjög dýru verði keypt. Nýfundnaland er land mikilla náttúrauðlynda, ekki bara í sjó, líka á landi, en þeir sömdu þetta allt af sér, með loforð um uppbyggingu hjá þjóðinni, sem ekki hefur komið frá hálfu Kanadamanna, enda Nýfundlnaingar fáir og rödd þeirra vegur ekki mörg atkvæði inni á þingi Kanadamanna.

Víkjum aftur að þessum manni sem að vildi fara aðra leið, ég man því miður ekki nafnið á honum. Þar sem að hans eigin þjóð vildi ekki notast við hugmyndir hans, þá kom hann með þær til Íslands og á þeim hugmyndum er okkar sjávarútvegur byggður. Við vorum nýlega búin að fá sjálfstæði og vorum full af framkvæmdagleði og baráttuhug. Íslendingar voru enn í torfhúsum á þeim tíma til sveita og fátækt víða. En hugur var í mönnum, við vorum okkar eigin herrar. Við höfðum valdið til framkvæmda og allan hug á að nota það.  Framundan voru líka nýir tímar, eftir síðari heimstríðöldina. Það má segja kannski að við voru jú á þeim tíma að koma út úr kreppu stríðsins, en vanmetum ekki kraft trúarinnar. Menn trúðu því að allt væri hægt með tilkomu hins nýja sjálfstæðis.

Við þekkjum söguna, Ísland er í dag meðal ríkustu þjóða heims, ef að miðað er við höfðatölu. Breytingin er stórkostleg, frá þeim tíma sem að við endurheimtum okkar sjálfstæði. Sjálfstæði Íslendinga er gjöf, fjársjóður sem að seint verður réttilega metin. Fjársjóður sem snýst ekki bara um peninga og eignir í hinu veraldlega, heldur undir hvaða valdi við erum og hvernig við lítum á okkur sjálf. 

Ritningin segir að þeir sem taka við Kristi eru börn Guðs. Við fáum sonarréttinn og eru ekki lengur þrælar, heldur synir og það Konungborin. Í Kristi erum við megnug að sigra allt, því að hann hefur unnið verkið og unnið fullan sigur. Í honum eigum við þennan sigur, ekki í okkur sjálfum, heldur í trúnni á hann. TRÚ er því lykilatriði, þ.e. að hafa trú og von.

Fyrir mér er sjálfstæði Íslendinga Guðs gjöf og fyrir hana er ég mjög þakklát, þvílík auðæfi að hafa fengið að fæðast í landi, sem að vill lifa í friði við aðrar þjóðir og gengur fram í þeirri trú. Vegna sjálfstæðis okkarar þjóðar, heyrist rödd okkar meðal hinna stærri og hefur áhrifamátt. Að vera heyrður á alþjóðavetfangi, er mér meira virði en lægri bankavextir og ekkert sem hið yfirþjóðlega vald getur boðið mér, mun hafa áhrif á þá sannfæringu og fullvissu sem að ég ber í hjartanu um að Ísland á að halda sjálfstæði sínu, OG mun gera það. ÞVÍ TRÚ ÉG OG ÉG Á STÓRAN GUÐ SEM AÐ HEYRIR BÆNIR MÍNAR. GUÐ BLESSI ÍSLAND OG ÍSRAEL.  

G.Helga Ingadóttir, 22.2.2008 kl. 09:45


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er rétt sem þú segir, bróðir minn var 2 ár í Saint John.  Hann sagði að fólki reikaði um og hefði í raun og veru engann tilgang, því þeir lifðu bara á styrkjum. 

Fiskistofnar höfðu hrunið vegna ofveiði, og hvalveiðar voru bannaðar. 

Ofan á þetta bættist svo að klaustur sem hafði staðið í borginni fá upphafi vega, reyndist vera hreiður fyrir barnaníðinga, þar sem prestar höfðu níðst á börnum þeirra í áratugi.  Mikil reiði braust út og klaustrið var jafnað við jörðu.  Prestarnir hins vegar voru bara færðir til innan katólskukirkjunnar. 

En ég er líka sammála þér í því að þakka vel og mikið fyrir að við erum sjálfstæð þjóð og "rík" þó auðnum mætti vera skipt réttlátar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 10:49

2 identicon

Sæl Guðrún Helga.

Þetta er góð færsla hjá þér, ég tala nú ekki um ef Íslendingar verða í fararbroddi að breiða út KRISTNA TRÚ.

Hver veit.

Góður Guð Varðveiti þig og þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 06:31

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir innlitið á síðuna mína. Já Áshildur, merkilegt þetta með klaustrið, því hefur greinilega fylgt vanblessun, misnotkuninni sem að þar átti sér stað.

Þakka þér Þórarinn fyrir komentið, G. í nafninu mínu stendur fyrir Guðlaug, ekki að það skifti öllu máli.  

G.Helga Ingadóttir, 23.2.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Stundum þarf stór orð til þess að vekja athygli! En ef við hugleiðum merkingu orðsins föðurlandssvik þá veit ég ekki betur en að það merki það að svíkja landið sitt í hendur annarra, mér finnst þetta daður við ESB svo hættulegt sjálfstæði þjóðarinnar að við sem finnum til ábyrgðar gagnvart framtíð Íslands, verðum að gera eitthvað og láta hátt í okkur heyra

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.2.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Linda

Hæ Helga, ég sá þessa athugasemd þína hjá henni Guðrúnu og mér þótti hún frábær, og ég man líka eftir þessum þætti og maður þakkar bara Guði fyrir að svona sé ekki komið fyrir okkur. 

Knús

Linda, 23.2.2008 kl. 19:29

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðlaug Helga. Ég sá bréfið frá þér í gestabókinni. Því miður hef ég misst af tveimur síðustu Kotmótum og einnig þegar pabbi var á sjúkrahúsi fyrir nokkrum árum vegna hjartaáfalls. Ég hef komið á Njáluslóðir einu sinni til tvisvar frá því 1972 þegar ég frelsaðist í Kotinu og þar tók ég líka niðurdýfingarskírn.

Ég því miður sá ekki þennan þátt um Nýfundnaland en þetta er það sem ég hræðist að það verði togaðar allar tennurnar úr okkur og við verðum lítil máttvana þjóð. Svo ef við lesum spádóma síðustu tíma þá hryllir mér við að við verðum ein af þjóðunum sem rís upp gegn Ísrael. Hugsað þér á meðan fólkið í Kosovo er að berjast fyrir sjálfstæði þá veifum við sjálfstæði okkar eins og það sé einskis virði.

Næst þegar ég kem á Njáluslóðir mun ég heilsa uppá þig. Friðarkveðja úr fallegri sveit yfir í aðra fallega sveit.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 23:30

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ég bý núna í Nýfundnalandi og ég vil nú ekki trúa því að það séu 30% íbúa þar ólæsir, og ekki eru þeir huglausir svo mikið er víst. En auðvitað var áfallið mikið þegar þorskurinn hvarf. En að halda því fram að sjálfstraustið og sjálfsbjargarviðleitnin sé ekkert hjá þessu fólki í dag er algjört bull.

Verst að hafa misst af þessum þætti.

Jens Sigurjónsson, 3.3.2008 kl. 01:45

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, takk fyrir innlitið Jens og endilega segðu okkur meira um Nýfundnaland. Það er ekki mín ætlun að gera lítið úr þessari þjóð, hef þetta einungis úr þessum þætti. Hann var á RÚV fyrir áramótin og kannski er hægt að finna hann á síðunni hjá RÚV.

G.Helga Ingadóttir, 3.3.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband