10.2.2008 | 11:51
Að fylgja Kristi!
Ég hef valið það að fylgja Jesú Kristi og reyndar er það svo, að það er sú játning sem að menn játa í fermingunni, að gera Jesú Krist að lausnara síns lífs og fylgja honum.
Ég man það alveg enn hvernig mér leið, þegar að ég fór með þessa játningu í fermingunni minn. Ég var orðin 15 ára, hafði frestað fermingunni, svo að mamma og pabbi gætu haldið veglegri veislu fyrir mig, en þau voru að byggja og við á milli vita, þegar að ég var komin á fermingar aldurinn.
Mér leið illa, mér fannst ég vera óheiðarleg við Guð og menn, við sjálfa mig. Að fermast til að fá stærri veislu og fleiri gjafir, var ekki það sem að þessi athöfn fjallaði um, vissi ég innst inni.
Vegur minn lá í vegleysu, fyrstu árin eftir ferminguna, ég var áttavillt, Guðvana, einmanna og full af sjálfsblekkingum, með brotna sjálfsmynd.
Á hvaða leið var ég, hvernig gat það verið að ég væri vegvillt, ég var jú að reyna að rækta mína hæfileika, læra að standa á eigin fótum og reyndi að standa við mínar skuldbindingar, fannst mér, eftir fremsta megni. Ég var og er ekki fullkomin, ég gat ekki allt, en reyndi. Ég sagði ég á mig sjálf og mitt líf, engin getur lifað því fyrir mig, fundið hamingju og sorg fyrir mig, ég vel því fyrir mig og ræð hvað ég geri við mitt líf.
Ég vildi elska og vera elskuð, vera hamingjusöm og uppfyllt, ég vildi fá allt sem að ég gat út úr þessu lífi sem að ég átti.
En ekki gekk allt sem skildi og ég hafði ekki úthald í að nýta mér þær gjafir að fullnustu, sem að ég fékk í vöggugjöf, þ.e. gáfur og hæfileika. Tilfinningar báru mig oftar en ekki ofurliði, hugur minn var óttasleginn og kvíðinn fylgifiskur minn. Innri frið átti ég ekki, en gerði mér þó fulla grein fyrir því hve ég þarfnaðist hans. Ég leitaði víða fanga eftir friði og sönnum kærleika. Ég vildi læra að elska, vissi það með hausnum að sannur kærleiki er skilyrðislaus, en eftir því sem að ég reyndi meir og meir, því betur fann ég hve ég var fátæk í sjálfri mér, minn kærleiki var ekki án skilyrða.
Eins og Orðið segir, "Leitið og þér munuð finna" að þá var Kærleikurinn með útrétta hönd, tilbúinn til að mæta mér, bara ef að ég vildi. Ég þurfti að opna mína sálarsjón og ganga inn í Ljósið sem að er og var tilbúið til að lýsa mér og fylla mig af sér, "Guð Ríki er hér, segir Kristur og vill eignast bústað innra með mér og þér.
Ég hafði setið í Lótusstellingu dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð í leit af þessu ljósi og friði. Ég hafði jú farið í eitthvert ljós, en það var ekki hið eina og Sanna Ljós, það hafði ekki fyllt mig friði, heldur varð ég einhvern veginn veglausari og villtari. Ég vissi ekki hvern ég var að hitta og skilaboðin voru heldur óskýr sem að ég fékk.
"Fylgd þú mér" segir Jesús,"ÉG ER SANNLEIKURINN, VEGURINN OG LÍFIÐ OG ENGIN KEMUR TIL FÖÐURINS NEMA FYRIR MIG. " Skilaboðin eru skýr og VEGURINN er sjálfur Jesús, Sonurinn, sem kom til að Opinbera Dýrð Föðurins.
Hann snerti mig með Elsku sinni og Krafti sínum, Ég fór inn í Ljósið sem að upplýsir hvern mann og Vegurinn er ekki óskýr, Kærleikur hans er skilyrðislaus og það að fylgja Kristi, er Lífið sjálft, hamingja og fullkominn Friður, æðri öllum skilningi.
Þetta var og er stórkostlegt, ekkert í heiminum er meiri fullnægja í, friður, hamingja og gleði, en í sjálfum Höfundi Lífsins, Skaparanum og Syninum, Jesú Kristi. Í honum er öll Guðs fyllingin og ekkert skapað getur komið í stað Skaparans. Því að hylla Sköpunina, þegar að ég á kost á því að hylla sjálfan Skaparann, sem að er allt og í öllu, Lífið sjálft.
Ég vel það í dag, að fylgja Kristi og legg allt mitt í hans heilögu hendur, ég treysti honum og trúi á hann, játa hann sem Frelsara minn, sem gaf mér allt það sem að mig skorti á í sjálfri mér.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Ég hef líka valið þá leið í lífi mínu að fylgja KRISTI. Það gangur oftast vel en ég er breysk og alltaf get ég bætt mig. Drottinn blessi þig. Sjáumst við á mótinu um mánaðarmótin í Kotinu?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:57
"Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrka gjörir." Í sjálfri mér á ég engan frið, en í Honum á ég fullan sigur yfir öllum kringum-stæðum. Sjálf er ég ekkert, en í honum er ég konungsborin, því að hann er Konungur konunga og Drottinn drottna. Í Kristi á ég vonarríka framtíð, því að hann er mín syndaaflausn. Sjálf megna ég ekki að greiða skuldina, en ég þigg gjöfina sem að Drottinn sjálfur sendi mér, Soninn.
Hann er fullríkur fyrir alla þá sem til hans leita og við hann vilja kannast!
G.Helga Ingadóttir, 10.2.2008 kl. 18:18
Guð blessi þig í dag, Birna mín og vissulega mun Drottinn sjálfur gera þig hæfa til sérhvers góðs verks, sem að hann áður hefur fyrirbúið þér, það er hans fyrirheiti. Hlakka til að hitta þig á mótinu. Það verður mikið fjör og gaman í Heilögum Anda.
G.Helga Ingadóttir, 10.2.2008 kl. 18:20
Það eru margir enn að leita því miður, þvílíkur léttir að taka á móti hinu sanna ljósi Jesú Kristi.
Guð blessi þig G.Helga
Árni þór, 10.2.2008 kl. 20:28
Frábær vitnisburður! Það eru mörg villuljósin í andaheiminum, ég elti einmitt líka villuljós í dulspeki og heilun áður en ég fann hið eina sanna ljós sem aldrei svíkur, og sem gefur fullkominn frið í sálarlífið. Sjálfan konung konunga og Drottinn alls sem lifir. Ofar hverri tign valdi og mætti í þessum heimi og hinum andlega. Frelsarinn Jesús
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:50
Þakka þér fyrir þennan yndislega vitnisburð Guð blessi þig
Ruth, 11.2.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.