21.11.2007 | 10:06
Jesús segir: " ÉG ER SANNLEIKURINN, VEGURINN OG LÍFIÐ, engin kemur til FÖÐURINS nema fyrir mig."
"Enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig".
Enn og aftur sannast það, hve Orð Drottins er djúpt og fullt af opinberun. Eins og nýtt ferskt lindarvatn dag hvern. Hversu oft hef ég ekki lesið og heyrt þessi orð Krist, en samt ekki meðtekið nema hluta þeirra.
"Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig" og á öðrum stað: "Ég kom til að opinbera Föðurinn" ! Og enn segir Jesús ; " Ég er Dyrnar ......" , að hverju? Föðurnum!
Þetta er sá partur sem að opinberast fyrir mér núna, Faðirinn. Ég elska Drottinn minn Jesús afar heitt, en hann er hluti af heilagri þrenningu, Faðir, Sonur og Heilagur Andi. Vegna þessa að föðurímynd mín er brotin, þá hef ég ekki meðtekið nema tvo hluta af þrenningunni, Jesús og Heilagan Anda. En þeir þrír eru eitt og til að ég getið fyllst allri Guðs fyllingu, því sem að Guð hefur fyrir mig, þá verð ég að fara alla leið að hásæti Föðurins, beygja hné mín og rétta út hendur mínar, meðtaka hans blessun. Elska Föðurins fullkomnar verkið í mér.
Jesús gerði ekkert, sagði ekkert nema í fullkomnum vilja Föðurins. Vilji ég taka Jesú mér til fyrirmyndar, þá geng ég þann VEG sem að JESÚS ER og alla leið að HÁSÆTI FÖÐURINS.
Þvílik náð, að mega koma inn í hið allra heilagasta, lauguð hrein sem ísóp í blóði Krists, inn fyrir fortjaldið og í faðm Föðurins. Hann umvefur mig á bak og brjóst, fyllir mig af friði sínum, þerrar tár min, græðir mín hjartans sár, læknar líkama minn og fyllir mig af gleði. Hann leiðir mig í gegn um lífið og mætir mínum þörfum, leiðbeinir og uppörvar, opnar augu mín fyrir meðbróður mínum og fyllir hjarta mitt af kærleika sínum. Drottinn minn og Guð er undursamlegur, heilagur og fullkominn. Enginn er sem þú Faðir minn á Himnum. Takk Jesús fyrir að opna leiðina.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífið og Tilveran, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta og yndislegar samverustundir í kotinu um síðustu helgi.Guð blessi þig. Kveðja og knús til þín og afmælisbarnsins.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 17:29
Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 04:25
þakka ykkur Birna og Þórarinn fyrir að koma við og þakka þér samveruna Birna um síðustu helgi, skilaðu kveðju til mannsins þíns. Afmælisbarnið vill hafa svona mót um hverja helgi. Guð blessi ykkur öll.
G.Helga Ingadóttir, 22.11.2007 kl. 09:20
Æðislegur pistill!
Takk fyrir þessi upplyftandi orð á annars frekar niðurdrepandi ljósvaka
Einlægni + sannfæring = 10/10
Kveðja. Jakob
Jakob (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.