6.11.2007 | 09:47
Baráttan er andleg!
Menn spyrja og jafnvel staðhæfa að trúin á Guð valdi stríði meðal manna, en Ritningin segir þetta;
Jakob.4.1-3 " 1Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? 2Þér girnist og fáið ekki, þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér berjist og stríðið. Þér eigið ekki, af því að þér biðjið ekki. 3Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa, þér viljið sóa því í munaði!"
Og Þetta;
Jakob.3.13-18,
"13Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Hann láti með góðri hegðun verk sín lýsa hóglátri speki. 14En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum. 15Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg. 16Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl. 17En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus. 18En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, er frið semja."
Baráttan sem við eigum í er ekki við hold og blóð, heldur andleg.
Sjá: Efes.11 - 13 "11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
Guð er góður, hann er alltaf góður og HANN ER KÆRLEIKURINN! Við mennirnir eru ekki góð/ir í okkur sjálfum, en ef við fyllum okkur af Jesú, af kærleika hans, hans Heilaga Anda, þá verkar Guð í okkur og HANN ER GÓÐUR. í honum er valdið gegn myrkrinu, Hann hefur nú þegar unnið fullan sigur!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífið og Tilveran | Facebook
Athugasemdir
.Amen.Er búin að vera að lesa um herklæðin í dag.hehehhehe. Frábær lesning
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:21
Amen, og veistu hvað ég skrifaði líka um herklæðin í færslu hjá mér bara fyrir nokkrum dögum, pældu í því, hér er eflaust engin tilviljun á ferð.Guð blessi þig.
Linda, 7.11.2007 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.