VISKAN OG HEIMSKAN!

 

 Í hæðum himins á Viskan sæti

og horfir á Heiminn,

þar Heimskan hleypur um huga manna.

 

Að afla hygginda er hamyngjuleiðin og 

að leita Guðs er mesta Viskan

segir í Bók Bókanna!

 

Á hvaða vegi er ég núna?

Á hvaða röddu hlusta ég?

Er hjarta mitt opið fyrir Visku Drottins,

eða er dramb mitt búið að bjóða Heimskunni heim?

 

Veit ég allt, get ég allt, á ég skilið allt það besta,

þarf ég að fá það sem hugur minn girnist,

eða þarf ég að opna eyru mín og augu og sjá

minn minnsta bróður?

 

G.Helga Ingadóttir!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara yndislegt. Eruð þið búin að sækja leirinn? Drottinn blessi þig kæra bloggvinkona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk Birna mín, við eigum nægan leir núna og erum líka komin með vikur úr Heklu. Mér skilst að það sé frá 12.öld, það vikur sem að við erum að nota í glerungana. Svo nú er bara að bretta upp á ermarnar og byrja að vinna!

Í vetur stendur til að taka á móti hópum frá 10 manns til 25 manns, maxium og sjóða sama góðan mat- og kaffiseðil fyrir þá.

Öllum er þó velkomið að fá að skoða leirinn og versla, bara að hringja á undan sér!

G.Helga Ingadóttir, 8.10.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen ! :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband