25.8.2007 | 23:36
Nú fer að líða að því að við lokum í Eldstó Café .......
Þetta hefur verið gjöfult og gott sumar, en ég hlakka til að fá hvíldina og komast í að vinna í leirnum, með Þór. Við þurfum að taka okkur ferð á hendur og ná í leir inn í Búðardal og Hekluvikur, sem að er okkur nær, til að nota í glerunga.
Við munum þó hafa þann möguleika fyrir minni hópa, að koma í Eldstó í vetur, ef að áhugi er fyrir því.
Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum sem að komið hafa við hjá okkur og notið veitinga og góða veðursins, sem að við nutum í sumar. Ekki verður opið í september, eins og ég var að spá í, þar sem að ferðamannatraffíkin hefur minnkað til muna!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífið og Tilveran, Menning og listir, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góða kaffið þitt og frábæru súkkulaðikökuna. Yndislegt að koma til þín. Góða ferð í leir og vikurferðalagið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 09:18
Takk fyrir að koma við hjá mér í sumar og Guð veri með þér!
G.Helga Ingadóttir, 26.8.2007 kl. 22:36
Girnilegar kökur G.Helga mín. En hvað ég skil þig vel þegar haustar að og störfin breytast. Mesti asinn liðinn og tími fyrir annað sem liggur á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 00:47
Girnilegar kökur! Við eigum alltaf eftir að fara austur fyrir fjall...það kemur að því en við erum alltaf á leiðinni! Bið að heilsa Þór.
Benedikt Halldórsson, 28.8.2007 kl. 23:31
Já - þær bragðast líka vel, eins og myndirnar segja, kveðja til Eyglóar og verið velkomin í sveitina.
G.Helga Ingadóttir, 29.8.2007 kl. 21:17
Takk fyrir það. Ég á eftir að kíkja við einhvern tímann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.