Er að pústa eftir að hafa haft opið síðan um Hvítasunnuna!

Það hefur verið töluverð traffík í Eldstó Café  síðan ég opnaði og nú er smá pústdagur. Ég hef lokað á mánudögum til að hvílast pínulítið og útrétta. www.eldsto.is

Ég er mjög þakklát fyrir að vera komin á kortið, eða þannig og ætla að reyna að standa mig í sumar, taka vel á móti fólki og vera með nýungar í veitingum. Ég stefni á að bæta við rétti dagsins í hádeginu, þegar fram líður í júní mánuð, en það verður auglýst síðar.

Þetta er skemmtilegur tími, mikill erill og ekkert múður! Ég ætla að reyna að njóta þess og gera mitt besta, enga sjálfsvorkunn, þó að þreytan sé stundum mikil. Þetta er uppskeru tími og tími til að gleðjast.

Í höfðinu á mér er allt á fullu, við að skipuleggja og hugsa upp HVAÐ SVO! Mig langar til að halda tónleika í Eldstó Café, en staðurinn er svo lítill, að það yrði að halda þá úti og þá er það veðurspáin sem að ræður. Marga góða tónlistamenn á ég að vinum, sem að eru tilbúnir að kom og spila, sumir eru lands-þekktir. Eins langar mig sjálfa til að syngja eitthvað, helst svona country-bluse stemmu og eða smá jazz. eitthvað verður soðið saman, því lofa ég! Nánar auglýst síðar!

 

  Eldsto Cafe lovely Eldsto Cafe in Hvolsvollur In fromt of Eldsto Cafe 2006 juni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Mig hlakkar rosalega að kíkja þig. Verður gaman, Guðsteinn hafði ekkert nema góða hluti að segja af þér og þessum frábæra stað

Linda, 5.6.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Hlakka til að sjá þig!

G.Helga Ingadóttir, 5.6.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta er flott kaffi hús hjá ykkur. Gott að koma þarna við.

Jens Sigurjónsson, 6.6.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Allir velkomnir!

G.Helga Ingadóttir, 6.6.2007 kl. 13:26

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ég fer á suðurlandið í sumar kem ég pottþétt við.  Ætla að segja dóttur minni frá þér.  Hún verður á þessum slóðum seinnipartin í júní og byrjun júlí.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2007 kl. 15:36

6 Smámynd: Högni Hilmisson

Þetta er frábært kaffihús og er í alfaraleið. Og þegar ofurhugi er í fortöðu, þá verður bara gaman. Spennandi þetta með tónlistaruppákomur. Tala ekki um, að fleita eins og country-bluse stemmu og eða smá jazz. þetta verður bara geggjað.  Sjáums bráðum.

Högni Hilmisson, 12.6.2007 kl. 16:51

7 identicon

Þetta er uppáhalds kaffihúsið mitt. Ég vinn við kvikmyndagerð og er því oft á leið á Hjörleifshöfða til að taka eitthvað upp. Stoppa þá alltaf hjá þér og kaupi síðasta "almennilega" kaffið mitt. Ef þér er alvara með tónleika, þá ætti ég að geta hjálpað þér við að skipuleggja þá ef þú hefur áhuga. Alla veganna kem ég á þessa tónleika.

Garun (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 19:15

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Gaman að þið gefið ykkur tíma til að líta við á blogginu mínu og hlakka til að sjá ykkur!

G.Helga Ingadóttir, 13.6.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband