Nú skal ný Ríkisstjórn verða mynduð!

Ég vona svo sannarlega að menn taki nú til sín niðurstöður kosninganna og myndi nýja stjórn, með Sjálfstæðismönnum og annað hvort Vinstri Grænum eða Samfylkingunni. Það er rödd kjósenda og eftir henni eiga flokkarnir að fara. Það er lýðræði, ekki lafa saman vegna þingmannameirihluta, þar sem að sá hluti nær varla 50 prósentum þjóðarinnar.

 

Þjóðin vill sterka stjórn sem að endurspeglar vilja kjósenda og hann er skýr. Menn vilja stöðugt efnahagslíf, en ekki síður sterkt samtryggingarkerfi sem að mismunar ekki þegnum sínum. Menn vilja meiri jöfnuð í launakjörum og lægri skatta og mun meiri persónuafslátt.  Menn vilja jafnvel hátekjuskatt, en þá á háar tekjur, en ekki miðlungstekjur.

 

Ekki sækja alltaf í vasa þeirra sem að minnst hafa, heldur til þeirra sem að hafa svo mikið, að miljónin er þeim eins og þúsundkallinn og ótrúlega virðist vera orðið mikið af slíkum einstaklingum. Fólki sem að er ekki í neinum tengslum við hvað almenningur þarf að sætta sig við í kjörum. Fólki sem að hefur þá stöðu að geta gamlað með peningana sína, nóg er af þeim og safna í hrúgur óáreitt. Enginn hátekjuskattur sem að truflar þessa einstaklinga við iðju sína! Þetta er hróplegt óréttlæti og algjör óþarfi, því að maðurinn þarf ekki svo mikið, að hann hætti að kunna að meta það sem að lítið er og missi tengslin við hvað það er að þurfa að hafa fyrir hlutunum.

 

Að einkavæða alla hluti er ekki alltaf rétta leiðin, vissulega er frelsið gott og markaðslögmálið, en þegar að mismunurinn milli fátækra og ríkra heldur áfram að breikka og jarða-og fasteignaverð hækkar stöðugt, vegna yfirboða þeirra sem mest hafa, skekkist myndin verulega. Hinn venjulegi borgari á alltaf minni möguleika á að koma sér upp heimili og fyrirtæki, því þenslan er slík.

 

Í tíð Ingibjargar Sólrúnar, sem borgarstjóra voru þau ógæfuskref stigin að vera með uppboð á lóðum sem að Borgin úthlutaði. Ég vona svo sannarlega að Ingibjörg Sólrún læri af misstökum sínum og muni nú, ef hún kemst í Ríkisstjórn, hverju hún hefur lofað almenningi. Að skapa lífvænlegri kjör, en  þennsla á lóða- og fasteignamarkaði er ekki leiðin til þess, því að vissulega hefur lóðaverð hækkað í kjölfar þessa uppboða Borgarinnar á sínum tíma og verið því fólki sem er að reyna að koma yfir sig þaki, þungur baggi.

 

Fríar tannlækningar fyrir börn er forgangsmál og einnig mætti skoða mál sjóndapra, því að þeirra hlutur í heilbrigðiskerfinu er mjög rýr. Ég er með sjón upp á -6,50 og hef aldrei fengið neitt frá Tryggingastofnun í sambandi við mína fötlun, því að þetta er fötlun. Ég get ekki verið án gleraugna í þessu samfélagi og hef notað gleraugu frá 10 ára aldri. Mín gleraugu kosta að lámarki um 60.000 krónur og að reka linsur sem að ég þoli, kosta mig u.þ.b. 4000 á mánuði. Þetta er eitthvað sem að ég get ekki verið án. Aðgerð er túrlega um 250.000-300.000 krónur, ekkert borgað í henni frá Tryggingastofnun, eins og þetta værir fegrunaraðgerð, en ekki fötlun.  Ekki er víst að ég geti farið í aðgerð, þar sem að ég þjáist af miklum augnþurrki.

 

En nú er bara að sjá hvað verður og vonandi er þetta þjóðkjörna fólk, ábyrgt og í mun að lúta rödd lýðræðisins, mynda nýja Ríkisstjórn! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég vil sjá vinstri græna og sjálfstæðisflokkinn saman í næstu ríkisstjórn því ég held að þá fáum við einmitt þetta jafnvægi sem að er svo mikilvægt. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Linda

Eins og talað frá mínu hjarta.  Við á skeljarnar og biðja að réttlæti verði framfylgt núna.

Linda, 13.5.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband