Leit mín að Guði - ljóðabálkur - fyrstu ljóðin eru frá því 1989

september 1989

Líf án vissu

Hugsanir fljúga að finna sér samastað

Máttug stöð hugans sogar þær inn

Hugsunin sterk hefur meira með lífið að gera

En þú veist..................

 

Endurfæðing

úr sálunnar djúpi riður gráturinn braut

Hann biður, krefur, fyrirstöðurnar eru að "tapa"

Til hvers að fanga flæðið ........

Ég ætla að að hleypa því út og gefa frá mér ...

 

Þráhyggja

Þráin, ég finn fast ....

Hún brýst um og hefur náð tökunum

Hef reynt að vera "Dipló"

reynt að tala um fyrir´enni,

en allt kemur fyrir ekki -

Hún bara vill!

 

Harðstjórinn og Guð

Röddin hvíslar; " stattu þig....stattu þig"

Röddin inni svarar; " ég veit ekki hvort ég get, ég er hrædd "

Heyrist þá hljóma allt um kring:

" Svona nú litla blóm, þú þarft að vaxa "

 

Tilbeiðsla

Þú Kærleikur - þú Alheimsljós

velkomin í bústað minn!

Þó að dyrnar sýnist luktar -

ekki láta blekkjast!

Inni býr sálin ég og þrái nærveru:

Vanþroski minn skellti aftur.....

Því bið ég heitt " ekki yfirgefa mig "

 

G.Helga Ingadóttir ljóð frá því í september 1989

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt !

ljós í ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ljóð G. Inga mín. Nærig fyrir sálina.  Eins og allar góðar hugsanir eru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk  Ásthildur mín, ég sé að þú misskrifar aðeins nafnið mitt, en það er Helga, ekki Inga, engu síður tek ég þetta til mín, takk!

G.Helga Ingadóttir, 11.5.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband