Við höfum verið á kafi í verkefnum og vorið nálgast.

                                                                     Blogg bolli minni   Nú nálgast vorið óðum og við erum á fullu að hanna og búa til nýja hluti. Þór - maðurinn minn, er búinn að gera mikið af bollum, sérmerkta fyrir einstakling og fyrirtæki og líka fyrir Eldstó. 

 bolli tk out TK bollinn er nú loksins að koma aftur hjá okkur, en ég er búin að mála slatta af þeim og mun gera meira af því.

Í nánd eru nemenda tónleikar, en ég er að vinna 4 st. í píanóleik og er stefnan að drífa sig í að klára söngkennarann. Ég er líka að hugsa um að hafa tónleika í vor, ef að vel viðrar í Eldstó og jafnvel úti við. Svona opnunar tónleika. Fá nokkra vini, ekki af verri endanum til að koma og spila, og syngja svolítið sjálf líka.

Síðan kemur sumarið af fullum þunga og vonandi drukkna ég í gestum, eins og síðasta sumar. Ég vinn nú að svolitlum endurbótum, þannig að aðgengi að súpu og salatbar verði betra. Læri alltaf einhvað á hverju sumri, sem að betur má fara.

Ég mun ekki blogga mjög mikið á næstunni og trúlega ekkert í sumar. En hugsa hlýlega til allra sem að heimsækja mig á bloggið og vonandi komið þið öll við í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband