5.3.2007 | 08:52
Að skipuleggja sig og hafa trú á sjálfum sér!
Ég er alltaf að reyna að skipuleggja mig, án þess þó að lífið verði streð og eftirsókn eftir vindi. Forgangsraða, það er málið. Hvað skiftir mig mestu máli í lífinu. Hvað mig varðar, þá ætti það að vera samband mitt við Guð, að ég gefi mér tíma til að biðja og hugleiða hans Orð, því að það er mér gott veganesti inn í daginn.
Ekki tekst mér þó alltaf vel til, en veit samt í hjarta mínu að kærleiki og umhyggja Guðs hefur ekki breyst hvað mig varðar (eða aðra), einungis það að ég fer á mis við að finna fyrir gleði þeirri og friði, sem hann einn getur gefið mér. Og þá byrja ég að streða og oft á tíðum að leika Guð.
Ég er haldin þeirri áráttu að vilja sjá árangur og helst fá lausn á öllum vandamálum. Það er minn stærsti veikleiki og mesti styrkur. Minn mesti styrkur, þegar ég leita Guðs og legg málin í hans hendur og minn mesti veikleiki, þegar ég veð áfram í eigin mætti og ætla að leysa málin fyrir allt og alla.
Í dag ætla ég að gefa mig Guði á vald og biðja hann um hjálp, því ég veit að hann synjar mér ekki.
Megi Guð blessa þig, sem þetta lest og vera með þér!
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.