18.2.2007 | 14:26
Lofgjörð til Drottins
Dýrmætasta gjöfin ert þú - Jesús!
Þitt konungsríki mér tilheyrir.
Gleði, viska, fegurð og friður,
þín elska, þinn andi, þitt líf!
Ég þakka og ég fagna frelsi.
Vil ganga í anda þíns sannleika.
Oh! gef minn Jesús að í þínum eldi,
brenni öll synd, já sjálfselska.
Því þú gefur kærleika og mætir þörfum.
Þinn heilagi andi - hann er alltaf að störfum.
Þú læknar sjúka og seðjar hungur,
sjá lýður þinn talar heilagar tungur!
Í vilja þínum ég vil ætíð vera.
Vasklega ganga og þína brynju bera,
bæta ráð mitt, en gleyma því ekki -
að fyrir þína náð, féllu mirkursins hlekkir!
Dýrmætasta gjöfin ert þú - Jesús!
G.Helga Ingadóttir
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
AMEN
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 14:35
Já Amen, sem þýðir svo skal verða, eða bara samþykki! Takk fyrir það!
G.Helga Ingadóttir, 18.2.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.