Ekki sama Jón eða séra Jón!

Ég hef verið að reyna að fá grein birta í MBL varðandi yfirlýsingar Þórarins Tyrfingssonar um meðferð alkaholista og Samhjálp. Ekki er hún enn komin á prent, en sendi ég umrædda grein inn þann 19.jan.  Ég verð að segja að ekki virðist vera mikið um viðbrögð, vegna ummæla Þóarins, þar sem að hann kallar Samhjálparmenn trúarofstækishóp. Er það vegna þess að greinarnar eru ritskoðaðar og sá sem að ritskoðar er hlutdrægur?

Menn eru fljótir að rísa upp á afturfæturna og kalla menn þröngsýna og dæmandi, ef að þeir sem að játa sig trúandi á Jesú Krist Biblíunar, tjá sig á einhvern þann háttinn sem að mönnum finnst ekki í takt við tímann. En er það í takti við tímann að úthrópa alla sem kenna sig við Krist, trúarofstækisfólk, jafnvel skaðlegt samfélaginu, frekar en hitt. Þó að  einhver úr þeirra röðum misstígi sig, eru þá allir dæmdir. Er ekki verið að kasta grjóti úr glerhúsi. Sagði ekki Kristur;  "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum".

Þó að fólk sé trúað, þá er það engu að síður mannlegt og veikleikum hlaðið. Ég þekki enga manneskju sem er fullkomin. Flestir eru á einhvern háttinn mjög sjálfhverfir. En mér virðist að þeir sem hrópa hvað hæðst að ekki eigi að dæma menn synduga, séu fljótir að dæma menn óhæfa, dómgreindar litla eða einhvað þaðan af verra.

Menn segja oft að þeir sem telji sig mjög trúaða og játa Jesú Krist sem sinn frelsara, eins og Biblían boðar hann, skorti umbyrðarlyndi. En hvar er umbyrðarlyndi þeirra hinna sömu sem að þetta mæla gagnvart trú hinna kristnu. Mér þykir það undarlegt að þeir sem tjá þá skoðun sína um að við eigum að umbera öll trúarbrögð, skortir oft þetta umbyrðarlyndi gagnvart kristinni trú, sem að þó er okkar þjóðtrú.

Hvað er þá trú eiginlega og til hvers! 

Biblían segir sjálf um trúna: " Trúin er sannfæring um þá hluti sem að menn vona, fullvissa um það sem ekki er auðið að sjá."

Trúin flytur fjöll, bæði sýnileg og ósýnileg.

Trúin gefur von og segir já.

Trúin er játning varanna og sannfæring hjartans.

Trúin gefur tilgang.

Án trúar er ógerlegt að þóknast Guði, segir í hinni helgu bók.

Dæmi nú hver fyrir sig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband