OPNUN Í ELDSTÓ CAFÉ !

Við höfum staðið í stórræðum síðan í febrúar, þar sem að við keyptum pósthúshlutana og erum búin að stækka okkur um meira en helming. Næsta laugardag, þann 19.júní verður því mikið um að vera hér í Eldstó Café.

Sveitarstjórinn okkar Ísólfur Gylfi Pálmason, er heiðursgestur okkar í Eldstó, hann kemur og vígir nýja salinn okkar með sýnum einstaka stíl.

Hingað mæta margir vinir Eldstó, það verður opnun á myndlistarsýningu, þar sem að Katrín Óskarsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndir unnar með blandaðri tækni trélita og bleks.

Margir góðir tónlistarmenn stíga á stokk, svo sem Blusesveit Þollýar, Íris Lind Verudóttir og Emil Hreiðar Björnsson flytja tónlist af nýútkomnum disk Írisar Lindar, Ómar Diðriksson og Gísli Stefánsson af öllum vel kunnir hér í Rangárþingi, koma og spila og syngja vel valið efni, Þórunn Sigurðardóttir, píanisti og söngkona flytur nokkur lög, gestgjafinn G.Helga Ingadóttir tekur í míkrafóninn og fl. óvænt kemur í ljós. 

ungfu_frutty.jpgVið opnum húsið kl. 11,30 með Brunch sem samanstendur af nokkrum réttum, síðan upp úr kl. 14 byrjar dagskráin með ávarpi Sveitarstjóra, tónlistarmenn byrja sinn tónlistarflutning í framhaldi að því. 

 

Kaffi, heimabakaðar kökur, Risavaffla Eldstóar og ýmsir smáréttir eru í boði. Frábærir Ísréttir eru nú á matseðli Eldstó Café, svo sem Fröken Fersk, Hr. Latte o.s.f.v.

 

 

Kl. 18 er síðan Réttur Dagsins, sem að þessu sinni er Lambalæri m/ bakaðri kartöflu og grænmeti + sósu á aðeins krónur 3.700 -  Gott er að panta fyrir fram í lærið í síma 482 1011. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þetta er spennandi og það er tilhlökkunarefni að sjá breytingar. Hvenær?

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.6.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott að vita ef ég kem á suðurland kem ég í heimsókn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 11:36

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Gaman að sjá ykkur vinkonur hér á blogginu mínu, allt gengur vel og nóg að gera hjá okkur, endilega kíkjið við ef að þið komið hingað á Hvolsvöll

G.Helga Ingadóttir, 7.7.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband