Vorið nálgast óðfluga og lífið er dásamlegt !!!!

Ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga, enda hlaðin störfum og líkar það vel. En mér rennur blóðið til skyldunnar og gagnvart mínum bloggvinum.

Það er gaman að taka þátt í Bloggheimum og því er ég nú sest við að blogga, reyni að láta orðin svona detta á skjáinn.

Já, hvað er svona mikið um að vera, það eru hin fjölmörgu verkefni sem að við hjónin erum að fást við þessa dagana. Þór er nú einungis að vinna við leirkerasmíðina, utan nokkurra kúrsa sem að hann hefur verið að kenna mið Myndlitstarskólann í Reykjavík og þá handrennslu.

 Hér er hann mjög einbeittur að vinna við bekkinn. En það eru mörg handtökin við hvern hlut, á þessum myndum sem að ég set hér inn er þór að vinna nýja línu, sem að tengist okkar svæði, þ.e. Njáluslóð. 

Bikarar sem að eru með mynd af víkingahjálmi, sem og merki Sögusetursins, Orminum. Undir myndina er ritað með einskonar fornu letri Njálu Saga. 

 

Þessi linkur er á yfirlitssíðu um Þór

http://www.eldsto.is/index.php/vidio-rennsla/

 

 

 

 

 

 

 Hér er verið að vinna við merkinguna sem fer á bikarinn. 

 

Ég er nú að vinna að kennslumyndbandi fyrir Eldstó, sem er væntanlegt í haust og mun Þór þá sýna hvernig hlutirnir verða til við rennibekkinn, en einnig samsetningu og glerjun á hlutunum. Glerungagerð úr Hekluvikri og Búðardalsleir og hvernig módelsmíðaðir skartgripirnir mínir fæðast. Þannig að það er nóg að stússa og ekki er það nú leiðinlegt. 

Kæru vinir - Gangið á Guðs Vegum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Þið eruð alveg ofboðslega dugleg! Þetta er flott hjá ykkur.

Guðrún Markúsdóttir, 18.3.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Flott hjá ykkur. Vona að ég komist á Kotmót og þá auðvita kem ég að kíkja á listaverkin. 

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2009 kl. 20:03

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir innlitið elskurnar mínar.

G.Helga Ingadóttir, 18.3.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel með allt G.Inga mín.  Ég ætla svo sannarlega að kíkja við ef ég á leið þarna austur fyrir fjall. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2009 kl. 09:08

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Velkomin Ásthindur Cesil mín og gangi þér vel í þinni ræktun. Gangtu á Guðs vegi

G.Helga Ingadóttir, 19.3.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband