Ný vefsíða Eldstó

Nú er komin upp nýr vefur fyrir Eldstó www.eldsto.is og ég kynni vel að meta að sem flestir skoðuðu hann og gæfu mér komment á leynda galla, ef að þeir eru til staðar. Vefurinn kemur mjög vel út í vafra FireFox, en eitthver vandamál hafa verið í internet explorer- vafranum, sérstaklega þeim gamla frá 2002 sem að er númer 6. Vefur Eldstó  virðist virka fínt í Internet explorer 7 og 8 version. Ef að þú ert ekki búinn að update-a þinn gamla að þá er það mjög einfalt að fara inn á þessa slóð " http://www.microsoft.com/windows/downloads/ie/getitnow.mspx "  og sækja sér nýjasta vafra internet explorer.

 

Ég er nokkuð ánægð með nýja vefinn, en hann er að vísu ekki alveg tilbúinn, ég á eftir að setja inn ensku þýðinguna og eins eiga eftir að koma kennslumyndbönd í handrennslu inn á vefinn.

 

 

 

Þetta er mynd frá því 2006 af tveimur blómarósum og er litla stúlkan dóttir mín, en sú eldri var kúnni í Eldstó Café og gerði hún þessa fallegu blómasveiga úr fíflum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl og bless.

Ég er að skoða nýju heimasíðuna ykkar. Síðan kemur mun betur út í FireFox en Explorer, allavega höktir labbinn minn þegar myndirnar fléttast. Hvítur texti og myndir koma vel út á dökkum grunni. Skemmtilegur vefur og gaman að skoða er mitt álit.  Te-ketillinn er flottur ég gæti hugsað mér að eiga einn svona. Hér eru listamenn á ferð sé ég!

Kær kveðja með ósk um Guðs blessun og velgengni.

Helena Leifsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:42

2 identicon

Síðan er flott

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Mögnuð síða. Þetta er allt mjög fallegt sem þið eruð að gera og ég þurfti því miður að falla fyrir skartgripunum.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:53

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir ykkar athugasemdir, gangið á Guðs vegum.

G.Helga Ingadóttir, 24.2.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband