4.2.2009 | 11:26
Ný vefsíða Eldstó
Nú er komin upp nýr vefur fyrir Eldstó www.eldsto.is og ég kynni vel að meta að sem flestir skoðuðu hann og gæfu mér komment á leynda galla, ef að þeir eru til staðar. Vefurinn kemur mjög vel út í vafra FireFox, en eitthver vandamál hafa verið í internet explorer- vafranum, sérstaklega þeim gamla frá 2002 sem að er númer 6. Vefur Eldstó virðist virka fínt í Internet explorer 7 og 8 version. Ef að þú ert ekki búinn að update-a þinn gamla að þá er það mjög einfalt að fara inn á þessa slóð " http://www.microsoft.com/windows/downloads/ie/getitnow.mspx " og sækja sér nýjasta vafra internet explorer.
Ég er nokkuð ánægð með nýja vefinn, en hann er að vísu ekki alveg tilbúinn, ég á eftir að setja inn ensku þýðinguna og eins eiga eftir að koma kennslumyndbönd í handrennslu inn á vefinn.
Þetta er mynd frá því 2006 af tveimur blómarósum og er litla stúlkan dóttir mín, en sú eldri var kúnni í Eldstó Café og gerði hún þessa fallegu blómasveiga úr fíflum
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Vefurinn | Breytt 30.5.2009 kl. 23:18 | Facebook
Athugasemdir
Sæl og bless.
Ég er að skoða nýju heimasíðuna ykkar. Síðan kemur mun betur út í FireFox en Explorer, allavega höktir labbinn minn þegar myndirnar fléttast. Hvítur texti og myndir koma vel út á dökkum grunni. Skemmtilegur vefur og gaman að skoða er mitt álit. Te-ketillinn er flottur ég gæti hugsað mér að eiga einn svona. Hér eru listamenn á ferð sé ég!
Kær kveðja með ósk um Guðs blessun og velgengni.
Helena Leifsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:42
Síðan er flott
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:05
Sæl og blessuð
Mögnuð síða. Þetta er allt mjög fallegt sem þið eruð að gera og ég þurfti því miður að falla fyrir skartgripunum.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:53
Takk fyrir ykkar athugasemdir, gangið á Guðs vegum.
G.Helga Ingadóttir, 24.2.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.