Nýárskveðjur til Bloggheima!

Ég hef verið bæði löt og upptekin af mínum nánustu undanfarnar vikur og mánuði. Þess vegna hefur lítið farið fyrir því að ég bloggi. En hér er smá tilraun í þá átt að bæta úr því.

Það er margt framundan hjá okkur hjónakornunum í Eldstó og mikið pælt og skipulagt, tekið til í geymslum og verið að búa til nýja vinnuaðstöðu fyrir mig með skartgripina, en ég hef verið svolítið á hrakhólum um húsið með þá. Ég hef lofað sjálfri mér því að koma nýrri hönnun á þeim í verk frá og með febrúar.

Núna er ég að vinna nýjan vef fyrir Eldstó og vonandi gengur það vel, þannig að hann verði tilbúin inn á veraldarvefinn í lok þessa mánaðar. Inn á hann stendur til að setja kennslumyndbönd í rennslu á leirmunum, en það kemur ekki alveg strax. Það verður frítt efni fyrir þá sem áhuga hafa á handrennslu. Það má sjá slíkt efni inni á Youtube, mjög áhugavert, en allt erlendir leirkerasmiðir.

Við erum að nota glerunga á okkar hluti sem að við búum til úr okkar eigin jarðefnum, þ.e. Hekluvikri og Búðardalsleir. Það gerir hlutina meira spes og við erum mjög stolt af því, hve þetta eru góðir og fallegir glerungar. Mjög Íslenskt! Cool

Þetta er því tími undirbúnings fyrir sumarið og oft getur þetta verið skemmtilegasti tíminn, hvað varðar sköpun og hugmyndavinnu, en það er mitt uppáhald. Yfir sumartímann er það kaffihúsið og vissulega koma þá inn peningar, sem að jú allir þurfa til að lifa, en núna er meira hark varðandi þá. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur, enda eru þær ekki til neins annars en að draga úr manni allan kraft til sköpunar. 

Ég bið því Drottinn að gefa okkur góða heilsu og hugmyndir, sem og kraft og áræðni til framkvæmda.

Ég bið þess einnig kæru Bloggvinir að Guð sé með ykkur í öllu sem að þið takið ykkur fyrir hendur, blessi ykkur og leiðbeini. Ég bið fyrir Íslensku þjóðinni, að við mættum finna þá leið sem best er fyrir alla og ég bið fyrir Ísrael. Ég bið þess að saklaus fórnarlömb í stríði Ísraels og Hamarssamtakana, mættu komast í skjól fyrir stríðandi fylkingum og að augu manna mættu opnast fyrir því að það eru alltaf tveir sem að deila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sæl Gudlaug mín.Ég skil tig fullkomlega med framkvæmdargledina og ad bidja um styrk og tor.

Ég rek sjálf B&B hérna í Jyerup og er ad setj upp gallery medfylgjandi tví.Er ad sækja um öll leyfi en vid erum búin ad slást vid kommununa med leyfin í eitt ár.Ekki skemmtileg vinna tad Ég ætla ad bjóa eingöngu upp á íslenska vöru og verdur spennandi ad sjá hvernig tad tróast.Ég veit ekki hvad tad er sem hefur gefid tennann styrk og djörfung til ad mæta öllum tessum mótbyr sem vid höfum fengid frá tæknideild bæjarins ,en áfram skal haldid.Engin spurning med tad .

Langadi bara ad segja tér frá tessu ad gamni.

gangi tér vel í tínu.

Med knúsi frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 9.1.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Amen mín kæra

Sædís Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband