Fyrsta bloggfærsla

Ég hef alldrei bloggað fyrr og hvað er þetta blogg eiginlega. Hverjir eru að Blogga?

Erum við mennirnir alltaf í þörf fyrir að láta ljós okkar skýna, eða er þetta félagsþörfin, þörfin fyrir viðurkenningu, þörfin fyrir samþykki, ég hef rétt fyrir mér og leit eftir fleirum á sömu skoðun til að hjálpa mér að takast á við efann um mig og mínar skoðanir.

Hvað er þetta Blogg eiginlega, hverjir eru að blogga. Afhverju er ég að eyða tíma mínum í að Blogga. Erum við mennirnir kanski bara að leita af einhverju/einhverjum til að tengjast við, þessi þörf fyrir að vera hluti af einhverri heild. Samt er oft sagt að við Íslendingar séum allir meira og minna litlir smákóngar. Viljum fara okkar eigin leið. 

Ég ER alltaf inni í sjálfri mér - full að sjálfvitund, af tilfynningum mínum, skynja snertingu, lykt, bragð, sé liti og allt í kring um mig, heyrir hljóð - lífsins synfóníu og er orðin nógu gömul til að skilja að ekkert er sjálfsagt í þessum heimi sem er fullur af öllu, já allt milli himins og jarðar sem er undir sólinni.

  • Hef lært leynimerkin - Tungumál Grímufólksins!
    Brosa framan við tárin
    Ekki vissi ég að það væri hugrekki 
    að fela orð sálarinnar!
     

 

 

G.Helga Ingadóttir                                  

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband